Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 11
Með fólkinu sínu á fagnaðarstund. orðið 26. Merkilegt þótti mér að heyra það að fært hefði verið frá ánum allt fram til 1917, þegar menn vildu fara að fá vænni lömb, þegar úr greiddist með sölu á dilkunum. Guðrún segir okkur einnig frá hversu mjólkin var til hins ítrasta nýtt til fæðu, nefnir m.a. að eftir að mjólkin hafði verið síuð og skilin þá hafi undanrennan verið flóuð og síðan hleypt, til þess notaður kálfsmagi og hleypir, sett í kerald og breitt yfir, því visst hitastig varð á að vera, hlaupið eftir það sett á síu og þar með fékkst skyr og mysa. Mysan var svo m.a. notuð í slátrið til að sýra það og svo þótti hún einstaklega góður svala- drykkur út á engjarnar, sett á kút og hann geymdur í læk svo vel væri kaldur. Hún nefnir einnig ysta ostinn og minnist þess að heill dagur fór í ostagerð, osturinn dísætur og fór vel saman við sætt pottbrauðið. Allt var gjört svo best væri allt unnt að nýta, litlar voru tekjurnar, en fátækt sem slík var ekki til staðar, aldrei þurfti neitt til annarra að sækja og það var aðalatriðið. Guðrún víkur þessu næst að skólamálum, enda hennar hugð- arefni helst, allt sem að menntun og menningu sannri lýtur. Hún minnir á lögin um fræðslu- skyldu 1908 og þá breytingu sem þá varð blessunarlega á. Sjálf var Guð- rún 4 vetur í skóla, 8 vikur á vetri. Konur voru alla tíð kennarar hennar, um farskóla var auðvitað að ræða og kennslu skipt á milli bæja. Upplag Guðrúnar stóð allt til að mega læra meira og knöpp skólaganga örvaði vilja hennar til frekara náms. 16 ára gömul hleypti hún heim- draganum, hélt til Reykjavíkur í kvöldskóla þar, eða eins og hún segir, “ég kvabbaði mig upp í þetta.” Ná- frænka hennar rak þá matsölu og leigði út stórt hús í Reykjavík, var lærð matreiðslukona og til hennar lá leiðin. Guðrún vann hjá frænkunni og var svo í kvöldskólanum, alsæl og ánægð yfir þessum möguleika. En skjótt dró ský fyrir sólu því þetta var haustið sem spánska veikin gekk hér og lagði fjölda fólks að velli og frænkan varð eitt fórnarlambanna, lést eftir miklar þjáningar. 1 endaðan nóvember var því kvöldskólaævintýri Guðrúnar úr sögunni og með sorg í hjarta yfir fráfalli frænkunnar var haldið heim á leið á ný. En áfram dreymdi Guðrúnu um aukna menntun og 1922 fór hún í Kennaraskólann, var þar í einn vetur aðeins, engin efni til áframhalds. Með mikilli gleði minnist hún þessa vetrar og læri- feðranna góðu s.s. Magnúsar Helga- sonar og Freysteins Gunnarssonar. Hún réði sig svo sem heimiliskennara í Sandgerði einn vetur og var svo 3 vetur heima í sveitinni sinni sem kennari og féll kennslan afar vel. 1930 flyst fjöldskylda Guðrúnar og hún þá með til Eyrarbakka en í tvö ár þar áður höfðu þau búið í Sölvholti í Flóa. r 12 vetur kenndi hún svo á Hólmavík og alltaf þótti henni kennslan jafn- skemmtileg og uppbyggjandi. Guð- rún skýtur því hér að að þegar hún var krakki með brúður þá var hún ekki í því að punta þær, heldur setti hún þær á skólabekk og lést kenna þeim að lesa, skrifa og reikna. Guð- rún minnist með ánægju vetranna á Hólmavík, var þar hjá Jakobínu Thorarensen, systur Jakobs skálds, einkar notaleg vist þar og vel á móti henni tekið í hvívetna. Og svo fer hún Guðrún að gifta sig og eiginmaður henn- ar var Finnbogi Guð- mundsson trésmiður frá Dröngum í Strandasýslu. Þau hófu búskap sinn á Eyrarbakka og bjuggu þar í 17 ár og áttu saman tvö börn: Guðmund búsettan í Reykjavík og Svövu búsetta á Akranesi. A Eyrarbakka kenndi Guðrún smávegis og var prófdómari oft. Þarna stunduðu þau hjón mikla kartöflu- rækt, allt með hand- afli unnið, utan keypt plæging á vorin. Þarna voru tekjur þeirra hjóna og alltaf var næg björg í búi, en Finnbogi maður Guðrúnar sem lést 1976, alltaf heilsutæpur mjög. 1947 er svo flutt á Akranes og þar keypt hús, en þegar það ætlaði að reynast þeim hjónum ofviða þá brá Guðrún sér norður í Bitrufjörð og kenndi þar tvo vetur og bjargaði ljár- hagnum með því. Hún segir að sér hafi norður þar verið tekið með kost- um og kynjum, en ekki var nú kenn- arakaupið hátt á þessum árum og Guðrún rifjar það upp að þegar hún kenndi í Hraungerðishreppnum heima þá fékk hún 400 kr. yfir veturinn en svo fékk hún 35 kr. upp- bót skv. samþykkt Alþingis! En á Akranesi var unnið hjá Haraldi Böðvarssyni í 16 ár sam- fleytt í fiski, í síld, við niðursuðu, en þó langur og erfiður væri vinnu- dagurinn þá var prjónað og selt svo allt mætti sem best bjargast, en síðan fékk Guðrún hitaköst og hætti vinnu tæplega 67 ára gömul. En það var aldeilis ekki setið auðum höndurn því þá var heldur betur sest við prjóna- skapinn og prjónaðar allt upp í 3 peysur á viku en alls urðu peysurnar rúmlega 2000 og Helgi dóttursonur hennar minnist ferða fyrir ömmu með peysur í Alafoss, en Guðrún í Hand- prjónasambandinu og hafði áður meðfram frystihúsinu prjónað ótelj- andi knattspyrnusokka sem Knatt- spyrnusambandið samdi um kaup á. Og talandi um prjónana þá eru ekki nema 2 ár síðan hún lagði prjónana FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.