Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Blaðsíða 16
Ur kvæðasyrpu Kristjáns á Skálá Inngangsorð: í miðjum hretum marsmánaðar mætti okkur ánægju- leg sjón á netinu, fágætlega góð send- ing norðan úr Skagafirði. Sendand- inn landskunnur ljóðakappi norður þar, Kristján Árnason á Skálá. Send- ingin raunar ánægjulegur afrakstur ágæts samtals okkar Kristjáns þar sem ritstjóri hafði falast eftir efni úr fórum Kristjáns. Kristján er Parkin- son sjúklingur, rúmlega sjötugur, en eins og menn sjá þá eru andagiftin og skáldskaparlistin samar við sig. Okkur langar að birta fyrst bréfkorn Kristjáns og síðan brot úr ljóðasyrpu hans þar sem allt fer saman, hagmælskan holl og hugsun skýr ásamt góðri gamansemi. Ritstj. Ljóðabréf Kristjáns Ef þig hræðir einhver raun eða mæðir pína. Oft það græðir eigin kaun öðrum gæði að sýna. Þótt nú hraki heilsu víst og húmi bak við tjöldin. Ennþá staka úr mér skýst, er ég vaki á kvöldin. Ég var svo lánsamur! að fá kransæðastíflu og var skorinn upp haustið 1996 af snillingnum, skurðlækninum Herði Alfreðssyni. Ég veit að þetta hljómar eins og öfugmæli, en það er það ekki nema að litlu leyti. Allt þetta sjúkdómsferli var svo mikill skóli, svo þroskandi og ég vil segja mann- bætandi, að mér fannst það næstum vega upp þær þjáningar og erfiðleika sem óhjákvæmilega fylgja slíku. En hvað fæst ókeypis? Ekkert af hinum sönnu verðmætum. Þegar hjúkrun þarf að vanda og þjáning sjúkra linað fá. Kerfið mjúkra konuhanda kallast brúklegt aðeins þá. Þetta fengu blessaðar hjúkrunar/englarnir/konurnar á hjartadeild Landspítalans. Þær voru svo ótrúlega góðar. Það stendur einhvers staðar að sókn sé besta vörnin, og ég ákvað, þegar ég kom reynslunni ríkari út úr eldskírninni, að nú skyldi ég hefja sókn. Það eru ótrúlega margir sem eru afskiptir í “velferðarríki” auðhyggju og græðgi. Ég fékk þá Guðs gjöf að geta búið til ljóð og þó ég segi sjálf- ur frá, þá hefur mér veitst sú hamingja að geta linað ofurlítið sárasta harm þeirra sem verða fyrir ástvinamissi. Ég kvíði því lítt þegar lokast mín brá, ég líð inn í dúnmjúka húmið. í vitrænar ljósöldur leysist ég þá, leik mér um tímann og rúmið. Með baráttukveðjum til allra sem eiga í harðri baráttu við sorgir og sjúkdóma. Guð veri með ykkur öllum. Kristján Árnason Skálá Skagafirði. Og svo er gripið niður hér og þar í safni Kristjáns en von mín sú að meira megið þið sjá síðar af hinum hugþekka kveðskap Kristjáns. Á sæluviku Skjáir lýsa, lúðrar kalla, í leiki fýsir sífellt menn. Bylgjur rísa, bylgjur falla, en blessuð vísan lifir enn. í syndaflóði af sviknu prjáli, sónar glóð er ekki köld. Að steypa ljóð í stuðlamáli stundi þjóð á næstu öld. Stofnanamál Vísan á miðlægan góðærisgrunn greindist í marktækri viðhorfskönnun. Áunnið flæði í altækan brunn efldist með víkjandi landshlutamönnun. Organdi rastir Þú geigþunga úthafsalda, sem utan úr djúpum ber, mátt til að milljónfalda máttinn í sjálfri þér. Organdi rastir rísa, er rekst þú á bjargfast sker. Hver bylgja á voðann vísa. hve vígaleg sem hún er. Andvari aftur kveikir örsmárra gára fjöld. Sem brimskaflar brattir, keikir þeir brotna á næstu öld. Hver væru örlög þín alda, ef ekkert væri nú sker, máttinn þinn milljónfalda að mola niður í þér? K.Á. Kærar þakkir Kristján. Kristján Árnason 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.