Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Page 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Page 17
Fjórar kjarnakonur í hressu hátíðarskapi. FAAS fimmtán ára Hinn 15. mars sl. hélt Félag aðstandenda Alzheimer- sjúklinga og annarra minnis- sjúkra (FAAS) upp á 15 ára afmæli félagsins. Það var gjört með opnu húsi að Austurbrún 31 þar sem verð- ur framtíðaraðstaða félagsins og eins er þar fyrirhuguð dagvist og góðar horfur á því að svo verði fyrr en síðar. Tekið var á móti fjölmörgum gest- um með tónum þýðum, því Tónhorn- ið lék og söng af hjartans heillandi list hin ljúfustu lög og glöddu þau þannig sannarlega geð gesta. María K. Jónsdóttir form. FAAS ávarpaði viðstadda og færði fram þakkir mikl- ar fyrir stuðning og framlög í fjár- munum sem vinnu við hinar miklu og gagngerðu endurbætur sem fram hafa farið á gjöfinni góðu að Austurbrún 31. Hún minntist rausnar gefandans, Péturs Símonarsonar, sem gaf fé- laginu húseign þessa til minningar um eiginkonu sína, ómetanlegur hlý- hugur þar að baki. Það þurfti hins vegar að gjöra ótal- margt til að koma húsinu í viðunandi ástand þvi það var afar illa farið. Framkvæmdir hafa af fullum krafti staðið yfir og miðað einkar vel og fé- lagið fengið víða að öflugan stuðning m.a. ágæt og rausnarleg framlög fjár frá hinu opinbera og sjóðum þess. Sá sem kom að húsinu áður og nú undrast í raun hversu vel hefur miðað og hve langt verkið er komið. Garðar Sverrisson formaður Öryrkjabandalagsins færði fram hamingjuóskir bandalagsins, gat um ágæt stjórnarstörf Maríu í ÖBÍ og giftudrjúgt starf framkvæmdastjóra FAAS Guðrúnar K. Þórsdóttur - djáknans okkar ágæta. Færði að gjöf valdar hljóðsnældur frá Hljóðbóka- gerð Blindrafélagsins til afnota í væntanlegri dagvist. Hrafn Pálsson deildarstjóri í heil- brigðis- og tryggingaráðuneytinu flutti kærar kveðjur heilbrigðis- og tryggingaráðherra sem stutt hefði vel og myndi styðja þessa þörfu fram- kvæmd. Tiikynnti um framlag á leiðinni til FAAS frá ráðuneytinu. Þarna var svo veglega veitt og víst var um gleðistund góða að ræða. FAAS er samfagnað með áfangann og frábært starf og þess óskað einlæglega að draumurinn um dag- vist í Austurbrún 31 verði sem fyrst að vænum veruleika. H.S. Hlerað í hornum Sá aldraði sem dvaldist hjá dóttur sinni fékk sér einum um of oft í staupinu, svo dóttirin var í vand- ræðum. Svo fór karl að tapa sjón og þótti eðlilega hið versta mál. Dóttirin hringdi þá í augnlækni sem hún þekkti vel og pantaði tíma hjá honum, en bað hann í leiðinni að segja karli föður sínum það að annað hvort hætti hann að drekka eða þá að hann yrði blindur. Þetta gjörði augnlæknirinn samviskusamlega og þegar hann hafði kunngjört þeim aldraða þetta þá þagði hann lengi við og klóraði sér í höfðinu. Svo sagði hann: “Nú ætli ég hafi svo sem ekki séð nóg.” Hér á árum áður var og er máske enn staður á Hótel Esju sem bar nafnið Skálafell og ekki laust við að stund- um væri ruglað saman við Skálafellið sjálft með sínu fræga skíðasvæði. Þannig sagðist eiginmaðurinn ætla að fara upp á Skálafell og eiginkonan hugðist fara með honum og gengu þau bæði í að hafa fataskipti, en brá báðum þegar hún hafði klætt sig í sparifötin en hann í ekta útivistarföt, ætlaði sem sé að fara upp á fjallið. í annan tíma báðu konur nokkrar rit- stjóra þessa blaðs að skjóta sér upp á Skálafell sem hann kvaðst myndu gjöra. En þá sagði annar nærstaddur vinur ritstjóra: “Það er nú óðs manns æði svona undir nóttina og ábyggi- lega ófært þangað upp eftir.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.