Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Qupperneq 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Qupperneq 21
JÓNATAN H AL ALEIKHÓPSIN S Frá æfingu á Jónatan. Einhver ánægjulegasti at- burður ársins á okkar vettvangi er það þegar Hala- leikhópurinn heldur okkur listræna veislu, með lostæti miklu nú í leik og söng. Halaleikhópurinn eflist með ári hverju, trúr markmiði sínu “að iðka leiklist fyrir alla” en það hefur hann sannarlega gjört á þessum átta árum sem liðin eru frá stofnun hans. Dýrmætasta framlagið hverju sinni er þó máske það eins og segir í leik- skrá nú að “í honum er fengist við leiklist á forsendum hvers og eins” og “hefur opnað augu margra fyrir því að fatlað fólk getur einnig, þrátt fyrir ýmsar hindranir, leikið á sviði eins og aðrir.” Enn á ný er til atlögu gengið og að þessu sinni er það leikrit samið af leikstjóranum Eddu V Guðmunds- dóttur sem flutt er okkur. Gaman- semin er íklædd alvörunni eða þá öfugt, napurt háð klætt í búning kát- legra tilvika og tilsvara, enn eru ótal þröskuldar í vegi og það sannast á honum Jónatan og fordómarnir furðu skammt undan. ínn í leikverkið er fléttað fjörugum söngvum sem farið er einkar vel með af bæði hljómsveit sem söngv- urum. Einnig í textunum þar, sömdum af Unni M. Sólmundardóttur, liprum og leikandi, er að finna ærna alvöru. Hljómsveitin hans Jóns Eiriks- sonar fær afar góða einkunn, hófstilltur en ákveðinn flutningur og söngvararnir fjölmargir færa okkur textann skýrt og vel, hvort sem um einsöng eða fjöldasöng var að ræða. Við hjónin skemmtum okkur ein- staklega vel á frumsýningunni 11. mars sl. og hrifumst sannarlega af hinum einlæga og ágæta flutningi, þar sem misfellur fundust ekki og ijögur barnabörn okkar fóru síðar með mér og voru himinlifandi að sýningu lokinni og spurðu margra áleitinna spurna í kjölfarið. Efni leiksins snýst um hann Jón- atan, sem lamast hefur í slysi og er að reyna að venjast hinum gjör- breyttu aðstæðum til þátttöku í lífinu, spurning um sjálfstæða bú- setu, spurning um það að geta sjálf- ur, fá sannað möguleika sína fjöl- marga þrátt fyrir oft erfiða baráttu við fötlun og hindranir of víða í vegi. Eddu hefur einkar vel tekist að koma því sem máli skiptir til skila og um leið leiðir hún huga okkar að einu alvarlegasta vandamáli sam- tímans og því hversu ósvífin gróða- sjónarmið víkja öllum mannlegum gildum út í ystu myrkur. Jafnframt slær hún óspart á létta strengi, en hvergi verður alvaran áleitnari en þegar hún er færð í gervi háðs og skops. Það er varla við hæfi að telja upp leikara og gefa þeim einkunn svo ágæt og samstillt sem sýningin var og frammistaða með einstökum sóma. Mörg þeirra brugðu sér í hin ólíklegustu gervi s.s. þeir gerðu með einstökum ágætum Arni Salomonsson og Jón Þór Olason, hvor með sínar 5 ólíku persónu- gerðir að túlka. Söguandinn, en allt byggist þetta upp á öndum í Hús- andafélaginu, var einkar röggsamur og skýr í túlkun Ásdísar Úlfarsdóttur og Jónatan í túlkun Jóns Stefáns- sonar, söguhetjan sjálf var afar sann- færandi. Aðrir leikendur gerðu sitt með sóma og sann og sköpuðu með samstilltum leik og vel öguðum list- ræna heild, hvort sem var í leik eða söng. Af einstökum atriðum var söngur Kolbrúnar Daggar um flæðið einstaklega gott framlag til sýn- ingarinnar. Leikstjórinn hefur greinilega vand- að mjög til verksins og varast það að nokkurs staðar yrði um veikan punkt að ræða og þar sem leikgleðin er ríkjandi er lánið með í för og það var svo sannarlega raunin. Þarna fór margt mætagott saman, vel samið leikrit, ljómandi tónlist og liprir söngtextar og lýsingin hans Vil- hjálms Hjálmarssonar hin ágætasta, að ógleymdum Halaleikurum sem voru hver öðrum betri. Aðstöðunni í Halaleikhúsinu hefur verið breytt mjög til hins betra og má þakka fyrir það framtak einnig af áheyrenda hálfu. Það voru orð að sönnu í söngtexta Húsandahópsins: “Við viljum alltaf vel gera.” Til hamingju Halar enn á ný, aldrei betri á brautinni fram á veg til enn frekari leiksigra. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.