Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Page 22
Fullorðinsfræðsla
fatlaðra - Kynning
Það var margt um manninn á
bpnun kynningardaga hjá Full-
orðinsfræðslu fatlaðra sunnu-
daginn 2. apríl sl. í Ráðhúsi Reykja-
víkur. Athöfnin sjálf hnitmiðuð og
hátíðleg. Kynnir var
Kristín Guðmunds-
dóttir og gaf hún
fyrst Birni Bjarna-
syni menntamálaráð-
herra orðið.
Ráðherra lýsti mik-
illi ánægju með það
starf er unnið væri á
vegum Fullorðinsfræðslu fatlaðra og
færði Maríu Kjeld skólastjóra inni-
legar þakkir fyrir allt hennar dýrmæta
starf. i lann kvað unnið að því nú að
skapa starfseminni
öruggan starfsramma
og fá henni um leið
varanlegan samastað.
Kröfur um fram-
haldsnám aukast og
nú er stefnt að því að
auka framhaldsnámið
að loknum grunn-
skóla upp í 3 ár í
haust.
María Kjeld skóla-
stjóri minnti á sögu
þessara 25 ára, full-
orðinsfræðsluna hér í
Reykjavík og svo
síðar í Fívammshlíð-
askóla á Akureyri.
Kennslan væri í nám-
skeiðsformi og nefndi að á vorönn
nú væru alls 320 nemendur.
Mottó alls þessa er kennsla við
hæfi, löguð að áhuga, getu og færni
þeirra er við eiga að taka og njóta.
Meginatriðið það að allir megi sí-
menntunar njóta.
Þá lék Aslaug Guðlaugsdóttir eitt
lag á píanó með kennara sínum Elísa-
betu Flarðardóttur og Eyrún Fjóla
Friðgeirsdóttir lék eitt lag á alt-
blokkflautu en Ragnheiður Fiaralds-
dóttir kennari hennar lék undir á
píanó. Þá flutti María Hreiðarsdóttir
form. Ataks ávarp fyrir hönd nem-
enda.
Hún kvað símenntun fólks með
þroskahömlun ekki síður mikilvæga
en fyrir aðra. Minnti á þann tíma
þegar ekkert slíkt var í boði. Full-
orðinsfræðslan eykur sjálfstraust
fólks og eflir trú þess á sjálfu sér,
gefur einnig möguleika til frekara
náms. María kvað blöndun besta í
þessum efnum, skoraði á mennta-
málaráðherra að gleyma ekki þeim
sem eiga erfitt með nám.
Þá söng og lék Magnús Sigurðsson
lagið: Stál og hnífur eftir Bubba
Morthens.
Leikhópurinn Perlan sýndi svo leik-
ritið Ef þú bara giftist undir stjórn
Sigríðar Eyþórsdóttur og síðar einnig
dansverkið Romantica eftir Láru
Stefánsdóttur og undir hennar stjórn.
Að lokum lék svo og söng hljóm-
sveitin Plútó tvö lög (og bætti um
betur síðar) og jók heldur betur
fiðring í fótum fólks.
Einkar smekkleg og vel flutt voru
öll atriðin og vöktu ánægju okkar
gesta. Fólk skoðaði svo sýninguna en
þar kenndi margra grasa m.a. mynd-
list og handavinna og svo voru m.a.
sýningar frá bæði leiklist og íþrótta-
starfi.
Fjölbreytni mikil og góð og mjög
víða brá fyrir listrænum hæfileikum
og hugsun margra tjáð listavel í litum.
Um sýninguna sá Magnús Valur Páls-
son.
Ritstjóri ákvað að taka þá ágætu
konu, Maríu Kjeld skólastjóra tali og
fer viðtalið við hana hér á eftir.
Á sýningunni var öllum gestum af-
hentur bæklingur sem gjörir á glögg-
an hátt grein fyrir Fullorðinsfræðslu
fatlaðra m.a. með sögulegu yfirliti
sem fróðlegt er að glugga í. Þar er
m.a. greint frá því að skv. reglugerð
um sérkennslu 1977 sem byggð var á
grunnskólalögum voru formlega sett-
ir á fót 7 þjálfunarskólar á grunn-
skólastigi þ.e. á Sólheimum, Tjalda-
nesi, Skálatúni, Sólborg, Kópavogs-
hæli, Bjarkarási og Lyngási. Sam-
kvæmt heimildum í grunnskóla-
lögum var í þjálfunarskólunum
fotluðum börnum kennt allt til 18 ára
aldurs.
Árið 1991 sameinast
skólarnir í eina stjórn
sem Fullorðinsfræðsla
fatlaðra.
Síðan er farið yfir
markmið kennslunnar,
námsefnið, námskrár-
gerð og námsmat, en
kerfisbundið símat er
samþætt skólastarfinu
og stöðugt eru í gangi
þróunarverkefni.
Skipting efnis er
þannig: Grunnþjálf-
un, sund, leikfimi,
bóknám, boðskipti,
eigin persóna, heimili,
mynd-og handlist, tón-
list, leiklist og tóm-
stundir. Mottóið er: Lífsgleði, lífs-
gæði. En látum Maríu Kjeld svo um
að fræða okkur frekar.
Mætt hjá
Maríu Kjeld
Það var svo einn mildan apríldag
að ritstjóri fór á fund Maríu Kjeld
skólastjóra Fullorðinsfræðslu fatlaðra
og naut fylgdar þeirrar ljúfu sam-
starfskonu hér, Kristínar Jónsdóttur,
sem í senn var ekill og leiðsögumað-
ur. Fullorðinsfræðslan er með sínar
aðalstöðvar að Blesugróf 27 og þegar
María
Kjeld
22