Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Qupperneq 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Qupperneq 25
Frá átaksfundinum ágæta. EFLUM ENDURHÆFINGU Hinn 3. maí sl. héldu Lands- samtök hjartasjúklinga átaks- fund svokallaðan í Ráð- húsinu í Reykjavík. Tilefnið var landssöfnun samtakanna 4.-6. maí undir kjörorðunum: Eflum endurhæf- ingu. Tökum á - tækin vantar. Gísli J. Eyland formaður samtak- anna setti fundinn og kynnti merkja- söluna og minnti í leiðinni á dýrmæti HL - stöðvanna. Skoraði á félaga að halda vöku sinni og sjá til þess að salan skilaði sem allra mestu því brýn væri þörfin víða. Jón Þór Jóhannsson var svo fundarstjóri. Heiðursgestur fundarins var Sig- urður Guðmundsson landlæknir og flutti hann ávarp. Hann minnti fyrst á það að hjarta- og æðasjúkdómar væru helsta dánarmeinið. Tveir aðalþættir væru þarna fremst, hvernig við verð- umst þessum sjúkdómum og hvernig sjúklingum er sinnt. Hann minnti á áhættuþætti og það að forvarnir virkuðu og hver maður yrði að taka ábyrgð á sínum lífsstíl. A síðustu árum hefur dánartíðni karla lækkað um 50% og kvenna 30-40%. Heil- brigðisþjónusta okkar væri mjög góð, þræðingar og skurðaðgerðir hvað flestar hér. Sigurður kvað endur- hæfingu sem allra besta lífsnauðsyn, eftir aðgerðir yrðu menn að öðlast trú á lífið á nýjan leik. Valgeir Vilhjálms- son eða Valgeir fyrsti eins og hann er Átaksfundur LHS stundum nefndur, sá fyrsti sem gekkst undir skurðaðgerð hér á landi, afhenti svo læknunum Þórarni Arnórssyni og Herði Alfreðssyni merki samtakanna, hjartað rauða og greindi á gaman- saman hátt frá sinni sögu, forsögu skurðaðgerðar en síðan þá munu nú 14 ár. Þakklátur væri hann svo sann- arlega fyrir þau góðu æviár. Þórarinn Arnórsson þakkaði heiður- inn fyrir hönd þeirra félaga, en gat þess til gamans að þegar þeir Hörður hefðu spurt Valgeir hvort hann vildi verða sá fyrsti þá hefði hann svarað hiklaust játandi, því þeir mundu vanda sig svo vel. Þórarinn færði samstarfs- fólki þeirra Harðar alúðarþakkir. Þá var komið að eldri félögum Karlakórs Reykjavíkur að taka lagið sem þeir gjörðu svo sannarlega af list ljúfri, sungu 5 lög undir stjórn Kjart- ans Sigurjónssonar við eðilega af- bragðsundirtektir. íris Marelsdóttir yfirsjúkraþjálfari HL stöðvar í Reykjavík kynnti helstu Hlerað í hornum Það var fyrir allmörgum árum að karl einn kom á pósthús úti á landi og bað póstmeistarann að senda peninga fyrir sig til Reykjavíkur. Póstmeistari sagði honum að hann skyldi senda þá með póstávísun en þá gæti það tekið drætti í hjarta- og lungnaendurhæf- ingu, sem öllum stæði til boða, 3 stig hennar: á sjúkrahúsinu, á HL stöðv- unum og svo viðhaldsþjálfun fyrir lífið. Markmiðið að auka þrek, bæta vel- líðan og sjálfsöryggi og hindra fram- gang sjúkdómanna. HL stöðvar eru nú í Reykjavík, í Neskaupstað og á Akureyri og svo áhugahópar víða um land. Lýsti svo þjálfuninni á Reykja- víkurstöðinni þar sem áhersla væri líka á það að hafa það skemmtilegt. Athugað vel með alla þætti: þyngd, blóðþrýsting, lyf o.fl. Nauðsyn væri á því að vera í formi, æfa reglulega og þá verður allt auðveldara. Rúnar Júlíusson söng og lék í lokin af list góðri og gladdi hug okkar en Rúnar félagi í LHS og söng m.a. um reynslu sína. Salan mun hafa gengið vel og sann- arlega vitað að vel muni varið s.s. ætíð áður. viku að viðtakandi fengi peningana. Karl kvað það alltof seint og þá bauð póstmeistarinn honum að senda peningana í símaávísun, en þá sagði karlinn: “Svo vitlaus er ég nú ekki að trúa því að þú getir troðið ávísunar- blaðinu í gegnum símann og vertu blessaður.” H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.