Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Síða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Síða 34
Aðalfundur Styrktar- félags vangefinna Aðalfundur Styrktarfélags vangefinna var haldinn 29.mars sl. A fund- inum voru samþykktar lagabreytingar og kynnt var umfangsmikil vinna við stefnumörkun félagsins til næstu ára. í ársskýrslu og reikningum félagsins kom fram að eiginfjárstaða félagsins hefur versnað til muna undanfarin ár. Það stafar fyrst og fremst af því hve félagið hefur verið að leggja mikið af sjálfs- aflafé í daglegan rekstur á stofnunum og heimilum, sem ríkið á lögum samkvæmt að greiða fyrir. Hér er um að ræða dagheimilið Lyngás, hæfingarstöðina Bjarkarás, þjálfunarstofnunina Lækjarás, vinnu- stofuna Ás, sjö sambýli, tvær skammtímavistanir og umsjón með um tuttugu íbúðum, þar sem fatlaðir búa. Var það einróma niðurstaða fundarins að tafarlaust verði að ræða við yfirvöld um viðbótarijármagn til þessa rekstrar, en að öðrum kosti sjái félagið sér ekki fært að taka áfram að sér ábyrgð á honum. Á aðalfundinum voru samþykktar þrjár ályktanir sem er beint til stjórn- valda. í þeirri fyrstu, sem Qallar um dagþjónustu, er gerð krafa til opin- berra aðila að öllum fötluðum sem þurfa á stöðugri umönnun eða þjón- ustu að halda sé tryggð samfelld heilsdagsþjónusta alla virka daga ársins. Önnur ályktun verkur athygli á því óréttlæti sem öryrkjar eru beittir með því að verðgildi bóta þeirra skuli ekki fylgja launavísitölu. Að lokum var samþykkt ályktun vegna slæmrar fjárhagsstöðu Styrktarfélags van- gefinna. Þar hvetur aðalfundur stjórn félagsins til að huga betur að samningum við ríkisvaldið, og draga þannig verulega úr því íjárstreymi úr sjóðum félagsins, sem verið hefur til daglegs rekstrar stofnana og heimila. Stjórn Styrktarfélags vangefinna skipa: Friðrik Alexandersson, for- maður, Guðrún Þórðardóttir varaformaður, Jón Torfi Jónasson gjald- keri og Helga Hjörleifsdóttir ritari. Meðstjórnendur eru Friðgeir S. Kristinsson, Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Hörður Sigþórsson. Vara- menn: Hrefna Haraldsdóttir, Guðný Bjarnadóttir og Sigríður Einarsdóttir. Skrifstofa félagsins er að Skipholti 50c og framkvæmdastjóri er Kristján Sigurmundsson. Kristján Sigurmundsson framkv.stj. Kristján Sigurmundsson Hlerað í hormim Tveir þingmenn úr sama kjördæmi voru báðir með þannig embætti að vera með einkaritara sér við hlið. Nú verður einkaritari annars þeirra, sem við getum kallað Jón, ófrísk og fer í barnsburðarleyfi en einmitt þá hrann- ast upp verkefni hjá Jóni. Hann hringir því í samþingmann sinn til að kanna möguleika hans á að bjarga sér, en byrjar svona: “Nú eru góð ráð dýr. Einkaritarinn ófrísk og hvað á ég að gjöra?”. Hinn svarar að bragði: “Þrættu maður, þrættu.” Fyrrverandi alþingismaður var að koma úr hófi niður í bæ með eigin- konu sinni. Lögregluþjónn stöðvaði allar bifreiðar sem framhjá óku og var að kanna ástand ökumanna. Þegar kom að þingmanninum og konu hans þá spyr lögregluþjónninn: “Voruð þið að koma frá Gauk á Stöng?” Frúin var skjót til svars og sagði: “Nei, hvernig dettur þér það í hug? Það eru orðin ijöldamörg ár frá því að við fórum austur að Stöng.” Lög- regluþjónninn hristi höfuðið og bað þau blessuð að aka áfram. Sævar Guðjónsson: Að vera eða vera ekki fatlaður...? Ég hef oft velt þessu fyrir mér..., en eftir að hafa lesið greinina “ Ferðalag um ísland sumarið 1999”, sem birtist í 1. tölublaði 11. árgangs Klifurs (grein eftir Kristin Snæhólm), þá er ég viss í minni sök. Ég er ekki fatl- aður (eða hvað?). Ég er einn afþeim, sem er vondur við fatlaða fólkið (fólk í hjólastólum). Þessi grein er upptalning á því, hvað allt ísland er illa úr garði gert fyrir fatlað fólk (fólk í hjólastólum). I þessari grein er lítið rætt um það, sem er til fyrirmyndar. Þegar það er gert, þá fylgdi líka oftast eitthvað nei- kvætt í framhaldinu. Það er þetta viðhorf sem ég tel, að sé að eyðileggja fyrir samtökum ör- yrkja. Ég tel reyndar, að ef baráttan innan aðildarfélaga fatlaðra ætlar einungis að byggja á því, hvað allir eru vondir við félagsmennina, þá séu menn á villigötum. Þetta leiðir jafnframt til þess að félög öryrkja missa félaga. Ég hætti til dæmis í Sjálfsbjörg í Reykjavík og nágrenni árið 1996. Ég hætti vegna þess að ég var orðinn utangarðsmaður.... ég gerði meira en skilgreining á fötlun gat átt við... Samkvæmt þeirri skilgreiningu, er ég ekki fatlaður,,, gott ef svo væri, að vera ekki fatlaður!!! Sævar Guðjónsson. Námskeið TR Rétt þegar blaðið var að fara í prentun var haldið fýrsta námskeið TR fyrir nýmetna öryrkja. Tókst það hið bezta og sóttu námskeiðið alls 33 sem verður að telja ágætt. Vonandi verður framhaldið hið bezta, en nánar greint frá málinu í haustblaði, enda kemur Öryrkja- bandalagið að þessu máli með kynn- ingu og hvatningu um leið. Tryggingastofnun er þakkað fram- tak þarft. H.S. 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.