Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Page 50

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Page 50
Litíumbókin Geðverndarfélag íslands hefur gefið út bók sem ber nafnið Litíumbókin. Bókin er í þýðingu Magnúsar Skúlasonar geðlæknis en höfundur bókar er Mogens Sohou. Undirtitill bókarinnar er: Um litiummeðferð við geðhvarfasjúk- dómi. I inngangi er sagt að bókin sé ætluð manió depressífum einstaklingum í litíummeðferð, fjölskyldum þeirra og öðrum sem hafa áhuga á að fræðast um efnið. Fyrsti kaflinn er svo um sjúk- dóminn og þar lýst andhverfunum maníu og þunglyndi m.a. Gefið er gott yfirlit um eðli sjúkdómsins (erfðaþættir, breytingar í efnaskiptum heilans t.d.), farið ofan í greiningu og síðan snúið sér að meðferðarþætt- inum: raflækningu, geðlyfjum og þunglyndislyfjum. Þá er litíum skilgreint, en það mun vera málmfrumefni sem finnst víða í náttúrunni. Saga meðferðar með litíum er svo rakin, hófst árið 1850 og þá gefið við gigt. Síðan er fjallað um meðferðina við maníu og þunglyndi og svo það sem kallað er fyrir- byggjandi meðferð og það rakið fræðilega en allt á afar alþýðlegu, auðlesnu máli í raun miðað við efnið. Fjallað er þessu næst um kostina sem og gallana við að vera í litíum- meðferð m.a. áhrif á sköpunargetuna. Lögð er áhersla á gott samstarf sjúkl- ings og læknis og eigið framtak sjúkl- ings. Litíum er hægt að fá í töfluformi, í hylkjum eða sem mixtúru. Lýst er svo framkvæmd litíummeðferðar svo og rannsóknareftirliti. Þá er komið að aukaverkunum sem oftast eru þó óverulegar. Nefnd eru til sögu afbrigði og líkamshlutar s.s. handskjálfti, viðbragðshraði, hjarta, skjaldkirtill, nýru, húð, meltingar- Forsíða bókarinnar vegur, bjúgur, þyngdaraukning, sál- ræn starfsemi og akstur bifreiða, en af lestri virðist ljóst að ekki er áhættan mikil sem betur fer. í lok þessa kafla, þar sem spurt er um hvort menn verði háðir lyfinu, þá er því svarað að litíum sé algjörlega öruggt. Áhættuþættir eru svo raktir ræki- lega og það skýrt fram tekið að litíum sé “sterkt” læknislyf. Talað er um litíumeitrun og rakin merki um þá eitrun á byrjunarstigi og síðan ákveðnar áhættuaðstæður s.s. vatns- skortur og saltskortur eru dæmi um. Áhrif á meðgöngu, fæðingu og brjóstagjöf eru svo tíunduð og endað á beinskeyttum upplýsandi minnis- atriðum fyrir sjúklinga í litíum- meðferð. Flér hefur aðeins verið á ófull- kominn hátt vakin athygli á ágætri og afar fræðandi bók sem örugglega á eftir að koma þeim að notum sem helst þurfa á að halda. Þetta er hin þarfasta útgáfa. H.S. Hlerað í hornum Þegar Jónas frá ITriflu var allnokkru hættur í pólitík var hann spurður hvort það væri staðreynd að það væri miklu minna Ijör í pólitíkinni nú en þegar hann hefði verið þar á fullu. “Nei, það er ekkert minna urn að vera, en mönnum dettur bara svo ótrúlega fátt í hug”, var svarið. Frá lýsingu á knattspyrnuleik: “Báðir tvíburarnir eru í byrjunarliðinu en báðir verða 19 ára á morgun, því svo skemmtilega vill til að þeir eiga báðir afmæli sama daginn.” Frá Park- inson- samtök- unum Imyndarlegu fréttabréfi Park- insonsamtakanna má margt fróðleiksefni finna. Á starfsárinu 1999-2000 voru haldnir alls 6 félagsfundir þar sem mætir flytjendur fluttu félagsmönnum góðan fróðleik auk þess að margt var gjört til góðrar skemmtunar. Aðalverkefnið má þó segja að verið hafi aðalfundur nor- rænu Parkinsonsamtakanna sem haldinn var hér á landi á sl. ári og tókst afar vel og var eftirminnilegur þeim sem sóttu. Farið var í hið skemmtilegasta sumarferðalag og aðalfundur Evrópusamtakanna sóttur heim. I fréttabréfinu er greint frá símaráðgjöf fyrir Parkinson- sjúklinga og aðstandendur þeirra í Danmörku og þeirri hugmynd velt upp að koma slíku á hér á landi. I athugun er að semja við félagsráðgjafa sem félagsmenn gætu leitað til um upplýsingar og ráðgjöf. Þau miklu sómahjón, Áslaug Sigurbjörnsdóttir og Magnús Guðmundsson voru á aðalfundi gjörð að fyrstu heiðursfélögum samtakanna og er því sannarlega fagnað. Ný stjórn Parkinsonsamtak- anna er þannig skipuð: Formað- ur er Oskar Konráðsson og aðrir í stjórn eru: Signý Pálsdóttir varaformaður, Jón Jóhannsson gjaldkeri, Nína Hjaltadóttir ritari, Jón Bjarman meðstjórn- andi og til vara eru Árni Arn- arson og Hervör Hallbjörns- dóttir. í stjórn þjónustusetursins að Tryggvagötu 26 er af hálfu samtakanna gjaldkeri þeirra Jón Jóhannsson. H.S. 50

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.