Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Page 56

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2000, Page 56
Ferlimal Ljósm. Carl J. Brand hreyfingum, svo að verkurinn minnki eða líði hækjustaf. Við göngustígagerð er áríðandi að setja steinhellur hér og þar til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra, sem oft eiga í erfiðleikum með að ganga upp eða niður brekkur. Handrið og föst þrep koma sér oft vel og geta opnað ný útivistarsvæði íyrir marga. A biðlistum heilbrigðisstofnana í janúar og febrúar sl. voru flestir á biðlistum bæklunar- deilda 977. Óþekktur er sá fjöldi fólks sem finnur fyrir verkjum frá liðum en er eldci kominn á biðskrá heilbrigðisstofnana. Hjá sjötíu ára einstaklingum eru 85% komnir með slitbreytingar í liðum. Þegar verkur frá slitinni mjöðm eða hné angrar mann, er gott að hafa einn eða tvo göngustafi til að létta undir og stjórna hjá. Gleymið ekki stafnum. Taka má 40% af líkamsþunga á Lyftur, úti og inni, opna aðgengi að Þjóðmenningarhúsi og er greið leið fyrir hjólastóla frá bílastæðahúsinu Traðarkoti. Vigfús Gunnarsson Ferðafélag Islands gaf út fréttabréf í mars sl. þar sem birtar eru hugleiðingar um samsetta stillanlega göngu- stafi. Þar kemur fram að fremstu fjallgöngumenn samtímans nota jafnan tvo stafi í leiðöngrum og við æfingar. Ennfremur er eftirfarandi birt: Hvernig stafur dregur úr álagi. Erlendis hefir verið kannað hvernig líkamsþungi mannsins við venjulega gönguhreyfingu eins og margfaldast sem álag á ganglimina. Sá fótur sem staðið er í hverju sinni verður fyrir álagi sem nemur tvö- faldri þrefaldri líkamsþyngd, jafnvel við hæga hreyfingu. Sé gengið rösklega á sléttu verður álagið allt að 6-faldur líkamsþungi. Við það að ganga upp á við eykst álagið enn meir þar sem lyfta verður líkamanum um leið og færst er áfram. Hér er það fyrst og fremst hnjáliðurinn sem verður fyrir áreynslu og álagi, en einnig reynir verulega á mjaðmaliði og hryggsúlu, ekki síst við göngu niður á við. Sýnt hefir verið fram á, við rannsóknir og tilraunir, hvernig notkun göngustafa dregur úr álagi á ganglimi um allt að 14% í erfiðri göngu en um 8% í léttgöngu. Ljósm. Carl J. Brand Sl. liaiiAt Itom út bolcin „AÐGENGI FYRIRALLA haitdbóL um umhvcrti °9 byggÍMgar*f og er hún til aöIu hja RaMHAolmarAtofnuH byggingariöuaöarÍHA*

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.