Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Page 3

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Page 3
28. árgangur Reykjavík, október—desember 1968 8.—10. tbl. ÍÞRÓTTAÞIMG 1968 49. íþróttaþing Iþróttasambands Islands var háð í Reykjavík dagana 7. og 8. september 1968. Var þingstaður í húsi Slysavarnafélags Islands, og setti forseti ISl, Gísli Halldórsson, þingið með ræðu, sem birt er í heild annars staðar í þessu blaði. Að setningarræðu lokinni, en áður en gengið var til dagskrár, minntist forseti ISl þeirra forystumanna, sem látizt höfðu frá síðasta íþróttaþingi: Benedikts G. Waage, heiðursfor- seta ÍSÍ, Erlings Pálssonar, formanns Sund- sambands Islands og Benedikts Jakobssonar, íþróttakennara, en þingfulltrúar risu úr sætum til að votta þeim látnu virðingu sína. Síðan var gengið til dagskrár, kosnir starfs- menn þingsins, fluttar skýrslur og reikningar, kosnar þingnefndir og reifuð mál og tillögur, sem fyrir þingið voru lögð. Bar þinghaldið þennan fyrri dag talsverðan svip af því, að tíminn til þinghalds var í knappasta lagi, og urðu umræður ekki miklar. Þegar tillögum hafði verið vísað til nefnda, var fundi á frest skotið, en þingfulltrúar og gestir fylltu langferðabíla tvo, sem biðu þeirra, og var síðan ekið til Laugarvatns. Að Laugarvatni skoðuðu þingfulltrúar íþróttamiðstöð ISl og íþróttakennaraskólann. Gísli Halldórsson bauð fulltrúa velkomna, en Þorsteinn Einarsson, formaður skólanefndar IKI, rakti sögu skólans og lýsti húsakynnum. Síðan var ekið til Þingvalla og snæddur kvöldverður í Valhöll. Undir borðum ræddi Sveinn Björnsson um Allsherjarmót ISl 1970, en hann er formaður nefndar þeirrar, sem framkvæmdastjórn hefur sett í málið. Einnig ræddi Gunnlaugur J. Briem um vænt- anlegan rekstur íþróttamiðstöðvarinriar á Laug- arvatni næsta sumar og í framtíðinni. Gunn- laugur minntist á nauðsyn þess, að íþróttamið- stöðinni yrði sýnd ræktarsemi og aðilar ISl nýttu sér þá möguleika, sem þeim gæfust með tilkomu hennar. Að kvöldverði loknum var ekið til Reykja- víkur og komið þangað upp úr miðnætti. Að morgni 8. september voru komnir til þings 69 fulltrúar frá 10 sérsamböndum og 19 héraðs- samböndum, og fóru þeir með 75 atkvæði. Morguninn 8. september sátu nefndir að störfum, en síðan sátu þingfulltrúar hádegis- 243

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.