Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Síða 11

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Síða 11
Á stofnþinginu voru samþykkt lög fyrir fimleikasam- bandið, og er það skammstafað FSl. I stjórn voru kosnir: Valdimar Örnólfsson, Reykjavik, formaður. Meðstjórnendur: Jens Guðbjörnsson, Reykjavík, Sig- urður R. Guðmundsson, Leirárskóla, Þorgerður Gísla- dóttir, Hafnarfirði, og Grétar Franklínsson, Reykjavík. Varastjórn: Jón Júlíusson, Reykjavík, Þórir Þor- geirsson, Laugarvatni, og Helgi Hólm, Keflavík. Endurskoðendur: Hallur Gunnlaugsson, Akranesi, og Halldór Ingvarsson, Grindavík. Fimleikadómstóll: Jón Þorsteinsson, Vignir Andrés- son og Stefán Kristjánsson. Miklar umræður urðu um fimleikamál, en í fundar- lok flutti forseti ÍSl, Gísli Halldórsson, hinu nýja sam- bandi árnaðaróskir. Með stofnun Fimleikasambands Islands eru sérsam- bönd ISl orðin 10 talsins. VIÐSKIPTIN VIÐ ÚTLÖND. Viðskiptin við útlönd voru mikil á starfstímanum. Veitt voru leyfi til margra utanfara Islenzkra íþrótta- manna og heimsókna erlendra. Þorvarður Árnason, fundaritari ISl, og Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri ISl, fóru á ráðstefnu, sem Evrópuráð boðaði tii í Strasbourg með íþróttasam- böndum aðildarríkja sinna 25. og 26. apríl 1968. Norska íþróttasambandið bauð Gísla Halldórssyni, forseta ISl, að sitja sem gestur þing þess, sem haldið var í Osló dagana 24.—26. nóv. 1967. Þáði hann boðið og heimsótti í sömu ferðinni einnig danska íþrótta- sambandið. Höskuldur Goði Karlsson sótti ráðstefnu um æskulýðs- mál á vegum norrænu íþróttasambandanna, sem haldin var í Osló dagana 23.—25. maí 1968. Forseti danska íþróttasambandsins, Gudmund Schack, kom í boði ISl til landsins 13. júlí 1968 og dvaldist hér ásamt konu sinni til 16. júlí. Vegna þessa boðaði framkvæmdastjórnin til fundar með formönnum sérsambandanna sunnudaginn 14. júli'. Þar flutti Gudmund Schack erindi um danska íþrótta- sambandið, starf þess og skipulag. Að erindi loknu svaraði hann fyrirspurnum. Þar sem áhugi á júdó hefur farið vaxandi hér á landi, og vegna óska frá þeim aðilum, er þá iþrótt iðka, hefur ISl óskað eftir upptöku í Evrópusambandið um júdó- Union Européenne de Judo. Þá hefur framkvæmdastjórnin sótt um upptöku í Lyftingasamband Norðurlanda (Nordiska Tyngdlyftn- ingsförbundet) og Alþjóða lyftingasambandið (F. I. H. G.). NÝ FÉLÖG ISI. Samkvæmt lögum ISI verða ný íþróttafélög, sem gerast vilja aðilar að ISl, að sækja um inngöngu I það héraðssamband, sem starfar á því svæði, þar sem hið nýja félag hefur aðsetur. Nokkur ný íþróttafélög hafa nú bætzt við, en áður hefur þeirra verið getið nema Golfklúbbsins Keilis, sem er aðili að Iþróttabandalagi Hafnarfjarðar. Þá hefur Júdófélag Reykjavikur óskað inngöngu í Iþróttabandalag Reykjavíkur, sem samþykkti á árs- þingi sínu að fresta inntöku nýrra íþróttafélaga fram yfir íþróttaþing, samhliða því sem ársþing iBR skor- aðí á framkvæmdastjórn ISl að endurskoða ákvæði laga ISl um inntökuskilyrði félaga í ISÍ. Júdófélag Reykjavikur áfrýjaði umsókn sinni um upptöku í IBR til framkvæmdastjórnar ÍSÍ. IÞRÓTTAMIÐSTÖÐIN AÐ LAUGARVATNI. 1 samkomulaginu milli ISl annars vegar og mennta- málaráðuneytisins vegna Iþróttakennaraskóla Islands hins vegar er gert ráð fyrir, að um sameiginlega bygg- ingu heimavistarhúss verði að ræða. Er í þessu sam- komulagi gert ráð fyrir því, að ISl byggi og eigi efri hæð hússins, en sú hæð verði síðan leigð Iþróttakenn- araskólanum yfir skólatímann, en ISl fái allt húsið til sinna nota yfir sumarmánuðina. Byggingu þessa húss er nú að ljúka. 1 heimavistarhúsinu verða samtals 15 herbergi, sem að vetrinum eru áætluð fyrir 2 nemendur hvert, en yfir sumartímann er ráðgert að hafa 4 í herbergi, þannig að með því móti gætu 60 manns verið samtímis á vegum ISl að Laugarvatni. Auk þess er í þessu heimavistarhúsi aðstaða fyrir svefnpokapláss, eða til tómstundaiðju, þegar á nám- skeiðum er dvalið. Þá er einnig eldhús, setustofa og herbergi fyrir ráðskonu. Þá er ótalin sú íþróttalega aðstaða, sem fyrir hendi er að Laugarvatni, og er eink- u.m að nefna vellina. Þar er fullkominn grasvöliur með hlaupabrautum, .stökkgryfjum og öðrum útbúnaði fyrir frjálsíþróttir, ennfremur 2 handknattleiksvelllir. AÐRAR IÞRÓTTAMIÐSTÖÐVAR. Það hefur verið stefna framkvæmdastjórnarinnar, mótuð af samþykktum íþróttaþinga, að aðstoða við að koma upp og viðurkenna íþróttamiðstöðvar sem víðast á landinu. Vetraríþróttamiðstöðin á Akureyri: Tekin var í notkun 2. des. 1967 skíðalyfta sú, sem unnið hafði verið við að setja upp í Hlíðarfjalli við Akureyri. Forseti ISl og nokkrir úr framkvæmda- stjórn fóru norður og voru viðstaddir vígslu skíða- lyftunnar. Skíðalyftan á Isafirði: Þá tóku Isfirðingar í janúar 1968 í notkun skíða- lyftu þá, sem þar hafði verið í smíðum. Framkvæmda- stjórn var boðið að vera við þann atburð, en samgöngu- erfiðleikar hindruðu ferð hennar vestur. Marka þessir tveir viðburðir tímamót í sögu skíða- íþrótta hérlendis, og hefur nú verið sköpuð hin ákjós- anlegasta aðstaða til iðkunar alpagreina í Hliðarfjalli og á Seljalandsdal. 251
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.