Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1968, Page 40

Íþróttablaðið - 01.12.1968, Page 40
um á sumrinu í heldur leiðinlegu keppnisveðri. íslandsmeistari varð Ragnheiður Pálsdóttir, HSK, þaulvanur kastari, sem við höfðum þó ekki séð á keppnisvelli næstliðin 2 ár, og hún bar einnig sigur úr býtum í bikarkeppninni. Ragnheiður hefur komizt næst því að slá met Maríu heitinnar Guðmundsdóttur, 36,12 m frá 1951, en Ragnheiður kastaði kringlunni 35,80 m árið 1961. Meistaramótsárangur Ragnheiðar nú skipar henni í 5. sæti á afrekaskráinni sl. stunar. Önnur á meistaramótinu varð Ingibjörg Sigurðardóttir, HSK, en hún er í fjórða sæti á skránni með 31,58 m. I öðru og þriðja sæti á skránni eru tveir nýliðar, Kristjana Guðmunds- dóttir, ÍR sem áður er minnzt á, með 34,24 m, og Jenný Guðjónsdóttir, HSH, með 33,60 m. Kristjana varð 2. í bikarkeppninni, næst á eftir Ragnheiði Pálsdóttur, en Jenný varð í 3. sæti á Eiðum, einnig næst á eftir Ragnheiði Pálsdótt- ur. Sú sjötta, sem kastaði yfir 30 m sl. sumar, var svo eyfirzka kraftakonan Sigurlína Hreið- arsdóttir með 30,90 m, en með þann árangur varð hún önnur í unglingakeppni FRl. Kringlukast Islandsmeistari: Ragnheiður Pálsdóttir, HSK 31,44 m 2. Ingibjörg Sigurðardóttir, HSK 31,17 m 3. Dröfn Guðmundsdóttir, UMSK 29,81 m 4. Emelía Baldursdóttir, UMSE 28,82 m 5. Ólöf Halldórsdóttir, HSK 28,34 m 6. Sigurlína Hreiðarsdóttir, UMSE 27,95 m Árið 1967 köstuðu 4 stúlkur spjóti yfir 30 m hér á landi, og var það meira en nokkru sinni fyrr. Sumarið 1968 köstuðu hvorki meira né minna en 12 stúlkur yfir 30 m hér á landi, og sýnir það ljósast framfarirnar hjá stúlkun- um. Methafinn, Valgerður Guðmundsdóttir, IR, skipar fyrsta sæti á afrekaskránni með 34,67 m, og Islandsmeistari varð hún með 34,13 m kasti. I öðru og þriðja sæti eru tvær kornung- ar, en efnilegar stúlkur í Vestmannaeyjum, Ásta Finnbogadóttir með 34,50 m og Erla Adolfsdóttir með 33,40 m. Það er sagt, að eplið falli sjaldan langt frá eikinni, og við skulum vænta þess, að gamli landsliðsmaðurinn haldi áfram að glæða áhuga dóttur sinnar og stöllu hennar fyrir þessari fögru íþrótt. Þá þurfum við heldur ekki lengi að bíða þess, að spjót- kastsmetið færist yfir á fimmta tuginn, því að stúlkurnar eru bráðefnilegar báðar tvær. Þær kepptu hér í unglingakeppni FRÍ og sigraði Erla, kastaði ein keppenda yfir 30 m, enda voru aðstæður til keppni þá vægast sagt hinar lé- legustu. I f jórða sæti á skránni er gamalreyndur kast- ari, Arndís Björnsdóttir, UMSK, með sigurár- angur sinn frá landsmótinu á Eiðum, 33,32 m, en í fimmta sæti kemur nýliði úr Kópavogi, Alda Helgadóttir, sem ekki sýndi þó neinn ný- liðabrag síðastliðið sumar, önnur á Eiðum, önnur á Meistaramóti Islands og sigur- vegari í bikarkeppni FRl, en þá náði hún bezta árangri sínum á sumrinu, 31,39 m. Þær aðrar, sem köstuðu spjóti yfir 30 m sl. sumar, voru: Ingveldur Róbertsdóttir, IR (30,95), Elma Guðmundsdóttir, UÍA (30,89), Sólveig Þráinsdóttir, HSÞ (30,88), Guðlaug Kristinsdóttir, KR (30,45), Bergþóra Ásmunds- dóttir, HSÞ (30,40), Fríða Proppé, IR (30,31) og Eygló Hauksdóttir, Á (30,25), en Eygló varð þriðja á meistaramótinu með þann árang- ur. Meðaltal 10 beztu í spjótkasti kvenna sum- arið 1968 var 32,085 m, en hafði bezt orðið 29,782 m. Var það árið áður. Spjótkast Islandsmeistari: Valgerður Guðmundsdóttir, ÍR 34,13 m 2. Alda Helgadóttir, UMSK 31,26 m 3. Eygló Hauksdóttir, Á 30,25 m 4. Hrefna Sigurjónsdóttir, IR 27,21 m 5. Ragnheiður Davíðsdóttir, IR 24,45 m 6. Ingveldur Róbertsdóttir, lR 23,63 m Fimmtarþraut. Aðeins 6 stúlkur kepptu í fimmtarþraut hér- lendis sl. sumar, og þeirra langbezt var Þuríður Jónsdóttir, HSK, með nýtt Islandsmet, 3568 stig, sett á Meistaramóti Islands. Hún hljóp 80 m grindahlaup á 12,7 sek. í meðvindi 7 m/sek., varpaði kúlu 7,95 m, stökk 1,39 m í hástökki, stökk 5,26 m langstökk í meðvindi 2,8 m/sek., og loks hljóp hún 200 m á 27,9 sek. Eftir þeim reglum, sem í gildi voru 1967— 1968, voru afrek í fjölþrautum ekki takandi gild, ef ekki voru löglegar aðstæður við hverja eina grein þrautarinnar, en á þingi alþjóðasam- bandsins í Mexico City í haust var þessum regl- um breytt til samræmis við það, sem áður var. Það er því engin ástæða til þess að láta þá af- 280

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.