Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Side 8

Skessuhorn - 16.12.2020, Side 8
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 20208 Fjarlægðu sprengiefni BORGARFJ: síðdegis á föstu- daginn óskað Lögreglan á Vest- urlandi eftir aðstoð sérsveit- ar ríkislögreglustjóra. Tildrög málsins voru þau að ökumað- ur hafði fyrr um daginn ver- ið stöðvaður í borgarfirði og reyndist undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í kjölfarið fór fram húsleit í sumarhúsi í hér- aðinu og fannst þar töluvert magn af hvellhettum og röra- sprengju. Því var kallað eftir að- stoð sprengjudeildar sérsveitar ríkislögreglustjóra. starfsmenn embættisins komu á staðinn með sprengjuleitarhund; leit- uðu og tryggðu vettvang. „Það þarf ekki að fjölyrða um hætt- una sem getur stafað af hvell- hettum og rörasprengjum. Hér á landi hafa orðið alvarleg slys vegna þessa. Í hvellhettum er alla jafnan hásprengiefni og í rörasprengjum er oft púður sem hvort tveggja veldur mikl- um skaða ef springur í höndun- um á fólki,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. -mm Tilkynning frá kjörstjórn Fram- sóknar NV-KJÖRD: Í Norðvestur- kjördæmi fer fram póstkosning um val á framboðslista Fram- sóknarflokksins, samkvæmt reglum flokksins þar um. „Framboðsfrestur til þátttöku í póstkostningunni rennur út þriðjudaginn 17. janúar 2021, kl. 12:00 á hádegi. Kjörskrá verður gerð samkvæmt félaga- tali 2. janúar 2021. Framboð- um skal skila til formanns kjör- stjórnar, Valgarðs Hilmarsson- ar, á netfangið vallih@centrum. is. Formaðu veitir einnig frek- ari upplýsingar. Atkvæðisseðlar verða sendir út 1. febrúar og er frestur til að skila þeim inn til og með 26. febrúar. Kosið verð- ur um 5 efstu sæti listans. sjá nánar inn á framsokn.is,“ segir í tilkynningu. -mm Dósum stolið frá Brák BORGARNES: Á þriðjudag- inn í síðustu viku barst lögreglu tilkynning um að dósum hefði verið stolið úr dósagámi björg- unarsveitarinnar brákar við Tungulæk, skammt frá borg- arnesi. Þó að fjárhagslegt tjón sveitarinnar vegna þessa sé ekki verulegt þá er þetta engu að síð- ur þjófnaður og verður að telj- ast undarlegt að fólk sjái ástæðu til þess að hnupla frá björgunar- sveit. -frg Bílvelta á Vatnaleið SNÆFELLSNES: Á miðviku- dag fór snjómoksturstæki út af veginum á Vatnaleið. Óhapp- ið varð með þeim hætti að ver- ið var að skafa veginn og þegar komið var að rúlluhliði gleymd- ist að lyfta tönninn með þeim afleiðingum að tækið fór út af veginum. Vegagerðin sá um að koma tækinu upp á veg en lög- regla þurfti að stýra umferð á meðan á aðgerðum stóð. ekki urðu slys á fólki. -frg Gangbrautarrétt- ur ekki virtur AKRANES: Nokkuð hefur borið á því að gangbrautarréttur sé ekki virtur á Akranesi. Lögregla hefur á undanförnum dögum í tvígang sektað ökumenn sem ekki hafa virt gangbrautarréttinn. sektin fyrir slíkt athæfi er 20.000 kr. en í öðru tilfellinu hafði ökumaður jafnframt vanrækt að endurnýja ökuréttindi sín og hækkaði sektin við það í 60.000 krónur. -frg Grímulaus farandsali AKRANES: Á fimmtudagskvöld barst lögreglu tilkynning um far- andsölumann sem gengi hús úr húsi án þess að vera með grímu. Tilkynnanda fannst þetta mjög óþægilegt. Þegar náðist í farand- salann sagðist hann ætíð virða 2ja metra regluna og spritta sig á milli húsa en féllst á að nota grímu framvegis. -frg Grjót kastaðist á bíl VESTURLAND: Ökumað- ur á leið um hringtorgið norðan megin við Hvalfjarðargöng fékk sand og grjót í bíl sinn á föstu- dag. Ökumaður sagðist hafa ekið afar gætilega og gætt þess vel að hafa gott bil á milli bíla en grjót- hnullungur sem féll af vörubif- reið skaust í framrúðu bílsins og braut framrúðu og skemmdi toppinn á bílnum. Haft var sam- band við fyrirtækið sem á vöru- bílinn og þar gengust menn við því að hafa verið á ferðinni á um- ræddum stað og tíma. -frg Týndur og tjónaður BORGARBYGGÐ: Aðfarar- nótt laugardags barst lögreglu til- kynning um ölvaðan og blóðug- an mann í sumarhúsabyggðinni í svignaskarði sem gengi á milli sumarbústaða með sæng og virt- ist ekki vita um næturstað. Þeg- ar lögreglu bar að garði reyndist viðkomandi hvorki tala íslensku né ensku og þurfti því að kalla til túlk. Hann gat enga skýringu gef- ið á veru sinni í svignaskarði. Við nánari skoðun kom í ljós að mað- urinn var eftirlýstur vegna tilkynn- ingar um brottvísun. Var hann að- stoðaður við að komast áleiðis til Reykjavíkur þar sem lögreglan í Reykjavík tók við honum. -frg Á 132 km/klst hraða VESTURLAND: Aðfararnótt laugardags mældist bifreið á 132 kílómetra hraða á Vesturlands- vegi við Hafnarfjall. Má ljóst vera að slíkur hraði í myrkri getur ekki talist í samræmi við aðstæður. Ökumaðurinn var sektaður um 120.000 kr. -frg Ölvaður ökumað- ur undir aldri BORGARNES: Aðfararnótt sunnudags stöðvaði lögreglan í borgarnesi bíl nærri brúartorgi. Fjórir aðilar spruttu út úr bílnum og hlupu í allar áttir. Þeir náðust allir og þegar sá sem ekið hafði bílnum var látinn blása vaknaði grunur um ölvunarakstur. Þar sem ökumaður var undir lögaldri var aðilum ekið til móts við for- eldra og í framhaldinu var haft samband við barnaverndaryfir- völd. -frg Í byrjun næsta árs mun Akranes- kaupstaður efna til hugmynda- samkeppni um skipulag og hönn- un Langasandssvæðisins á Akra- nesi í samstarfi við FÍLA, félag ís- lenskra landslagsarkitekta. Mark- miðið með samkeppninni er að fá hugmyndir um framtíðarskipulag svæðisins í heild sem tengir m.a. strandsvæði, skólasvæði, framtíð- ar uppbyggingarreit og hafnar- svæðið. svæðið sem um ræðir nær frá sementsreitnum, þeim kjarna þar sem framtíðar íbúðarbyggð mun rísa við Langasand og al- veg suðaustur að svæðinu við sól- mundarhöfða, þar sem Hjúkrun- arheimilið Höfði er og sú íbúða- byggð sem er þar. Þar á milli er svo íþróttasvæðið, Guðlaug og sandurinn sjálfur. „Við erum að fara af stað með hugmyndasamkeppni sem Félag íslenskra landslagsarkítekta er að halda utan um með okkur og við ætlum að fá færustu sérfræð- inga á þessu sviði til að huga að því hvernig við viljum byggja upp svæðið. Þetta er stórt verkefni um dýrmætt svæði og því mik- ilvægt að kalla eftir skoðunum flestra,“ segir sævar Freyr Þrá- insson bæjarstjóri. Hann held- ur áfram: „Við viljum hefja þessa vegferð og skapa svæði sem mót- ast af vellíðan og heilsu fyrir alla notendur og skiptir okkur máli að fá íbúana með í lið en þetta svæði er okkar svæði. Góð útivistar- svæði og tengsl við náttúruna er eitt af því sem telst vera lykilat- riði þegar kemur að vellíðan og bara hamingju íbúa. Hér í kring- um Akranes erum við með ólíkar fjörugerðir og ein sú fallegasta er einmitt þetta svæði; Langisandur. Þessu svæði viljum við hlúa að og huga að hvernig við getum tryggt það að það þróist í takt við vænt- ingar íbúa,“ segir bæjarstjórinn jafnframt. Í ljósi heimsfaraldurs er ekki hægt að halda hefðbundna íbúa- fundi og hefur þess í stað ver- ið útbúin rafræn viðhorfskönn- un um þarfir, upplifun og fram- tíðarsýn íbúa um svæðið. Þar fá íbúar tækifæri að láta í ljósi skoð- anir, þarfir og áherslur um fram- tíð Langasandssvæðisins. Munu niðurstöður könnunarinnar verða fylgigagn við auglýsingu um sam- keppnina. „Það skiptir máli hvernig við stöndum að því að þetta allt sam- an verði gert í samræmi við vænt- ingar íbúa. Við erum því að óska eftir því að þú takir þátt í því, með rafrænum hætti, að koma frá þér öllum þínum dýpstu óskum um það hvernig þetta svæði getur þróast til framtíðar.“ segir sævar Freyr í ávarpi þegar hann fylgir hinni rafrænu könnun úr hlaði. Könnunin samanstendur af sextíu spurningum sem flestar eru krossaspurningar og tekur um 15 mínútur að svara. Þátttakendur hafa kost á að komast í pott sem dregið verður úr um og fá ein- hverjir heppnir gjöf að launum. Allir, ungir sem aldnir, eru hvattir til að taka þátt. Könnunin verður opin út desembermánuð. frg bæði samtök sveitarfélaga á Vestur- landi og bæjarstjórn stykkishólms- bæjar hafa bent á nauðsyn þess að gera þurfi breytingar á fyrirkomu- lagi hrognkelsaveiða. Hafa athuga- semdir þess efnis verið sendar sjáv- arútvegs- og landsbúnaðarráðherra og þingmönnum Norðvesturkjör- dæmis. bent er á nauðsyn þess að nýtt fyrirkomulag grásleppuveiða taki gildi fyrir upphaf næsta veiði- árs og lögð áhersla á að brýnt sé að Alþingi taki hið fyrsta til um- fjöllunar breytingar á fyrirkomu- lagi um hrognkelsaveiðar með það að markmiði að bæta rekstrarum- hverfi sjómanna og vinnsla með langtíma hagsmuni greinarinnar að leiðarljósi. Grásleppusjómenn við breiða- fjörð hafa ekki setið við sama borð og aðrir. Við breiðafjörð hafa veið- arnar ætíð hafist mun seinna en annars staðar en það er í þeim til- gangi að vernda æðarvarp við fjörð- inn. Í vor var heimilt að veiða grá- sleppu frá 10. mars, að undanskild- um breiðafirði, þar sem upphafs- dagsetning veiða er 20. maí. Það kom því breiðfirskum grásleppu- sjómönnum í opna skjöldu síðasta vor þegar Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra ákvað að stöðva veiðarn- ar fyrirvaralítið 3. maí vegna þess að ráðlögðum heildarafla, 4.646 tonnum fyrir allt landið hafði ver- ið náð. stór hluti þess afla veidd- ist við norðanvert landið. Hafnir með flesta báta, landanir og afla voru bakkafjörður, Ólafsfjörður og siglufjörður. Grásleppusjómenn á sunnanverðu landinu höfðu margir vart hafið veiðar þegar bannið skall á. Þótti mönnum skjóta skökku við að ekki hefði verið brugðist fyrr við með því að takmarka sókn norðan- manna þegar ljóst mátti vera að lít- ið yrði afgangs fyrir sunnanmenn. skert leyfi var þó gefið út til veiða á breiðafirði í nokkra daga í vor. 244 handhafar grásleppuveiði- leyfa, um 54% allra leyfishafa á landinu, afhentu fyrr í mánuðinum Kristjáni Þór Júlíussyni, land- búnaðar- og sjávarútvegsráðherra stuðningsyfirlýsingu við frumvarp ráðherrans um kvótasetningu grá- sleppuveiða. Í yfirlýsingunni sagði: „Við undirritaðir fulltrúar grá- sleppuútgerða og handhafar grá- sleppuleyfa lýsum yfir fullum stuðn- ingi við frumvarp ráðherra um að grásleppa lúti veiðistjórnun með aflamarki,“ segir í yfirlýsingunni. „Öruggt má telja að aflamarksstýr- ing leiði af sér minna sóknarálag þeirra er sækja verðmætin í greip- ar Ægis í viðsjárverðum aðstæðum þegar allra veðra er von . Öfugt við keppni í takmörkuðum fjölda veiði- daga.“ frg Sveitarfélög vilja útrýma ólympískum grásleppuveiðum Falleg sólarupprás við Langasand. Ljósm. frg. Hugmyndasamkeppni um skipu- lag og hönnun Langasandssvæðis
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.