Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Page 10

Skessuhorn - 16.12.2020, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202010 Á ofsahraða SNÆFELLSNES: Ökumað- ur var mældur á 126 kílómetra hraða á snæfellsnesi á sunnu- dag. Það er alvarlegt út af fyrir sig en um svipað leyti á svip- uðum slóðum barst lögreglu tilkynning um laus hross. Þarf ekki að fjölyrða um afleiðingar þess ef bifreið er ekið á hross á þessum hraða. Því minnir lögregla ökumenn á að haga akstri ávalt í samræmi við að- stæður. -frg Spá að halli sveitarfélaga verði 17,7 millj- arðar LANDIÐ: starfshópur á veg- um ríkis og sveitarfélaga áætl- ar að afkoma A hluta sveitar- sjóða verði neikvæð sem nem- ur 17,7 milljörðum króna í ár. Það er um 2,2 milljörðum betri afkoma en starfshópur- inn áætlaði í skýrslu í ágúst sl. en þá stefndi í 19,9 milljarða halla samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. „Nýjustu tölur bendi til þess að samdráttur í tekjum verði minni en ráð var fyrir gert í sumar, en heildargjöld- in verði þau sömu. Þegar litið er til áætlana um skuldastöðu sveitarfélaganna þá er hún ögn skárri nú en gert var ráð fyrir í fyrri áætlun og sama gildir um veltufé frá rekstri,“ segir í til- kynningu frá starfshópi sveit- arstjórnarráðuneytisins. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 5. - 11. desember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 5 bátar. Heildarlöndun: 25.859 kg. Mestur afli: eskey ÓF-80: 12.450 kg. í tveimur löndunum. Arnarstapi: 6 bátar. Heildarlöndun: 136.075 kg. Mestur afli: Kristinn HU-812: 74.440 kg. í fimm löndunum. Grundarfjörður: 5 bátar. Heildarlöndun: 267.001 kg. Mestur afli: sigurborg sH-12: 69.658 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 16 bátar. Heildarlöndun: 237.127 kg. Mestur afli: Óli G GK-50: 39.015 kg. í 5 löndunum. Rif: 12 bátar. Heildarlöndun: 364.067 kg. Mestur afli: Örvar sH-777: 85.959 kg. í einni löndun. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 22.588 kg. Mestur afli: bára sH-27: 8.240 kg. í sex löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Örvar SH - 777 - RIF: 85.959 - 08.12. 2. Rifsnes SH - 44 - RIF: 72.520 - 06.12. 3. Sigurborg SH - 12 - GRU: 69.658 - 07.12. 4. Hringur SH - 153 - GRU: 67.954 - 09.12. 5. Runólfur SH - 135 - GRU: 63.005 - 07.12. -frg Íbúum um allt land býðst að njóta listagjafar helgina 19.-20. desemb- er nk. Listafólk í fremstu röð mun þá sækja fólk heim og flytja stutta listgjörninga; tónlist, ljóðlist, sirk- usatriði eða dans sem gefendur geta pantað fyrir ástvini í gegnum vef- inn. einnig verður boðið upp á raf- rænar listagjafir til þeirra sem geta ekki tekið á móti gjöf í eigin pers- ónu vegna sóttvarnatilmæla eða staðsetningar. Verkefni þetta er unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og kemur í framhaldi af viðbragðsverkefni þeirra Listagjöf sem vakti mikla lukku í Reykjavíkurborg í byrjun nóvember. Áætlað er að hið minnsta eitt hundrað listamenn muni að þessu sinni dreifa allt að 750 listagjöfum á tugi áfangastaða um land allt. „Fyrir marga er það ómissandi hluti af undirbúningi jólanna að njóta fjölbreyttrar menningar. Þúsundir fara á jólatónleika, upplestra eða jólaleiksýningar. Það var mér því hjartans mál að leita leiða til að miðla menningu í þessum óvenjulegu aðstæðum sem nú eru uppi. samtakamáttur okkar Íslendinga, sköpunargleði og jólahugur kristallast í Listagjöfinni, ég vona að sem flestir njóti hennar og leyfi sér að gleðjast og gleðja aðra,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu. „Við hjá Listahátíð erum stolt og glöð yfir því að geta nú boðið upp á þetta þakkláta verkefni um land allt. Listagjöf veitir almenningi kærkomið tækifæri til þess að gleðja ástvini á einstaklega krefjandi tímum og skapar hins vegar dýrmæt atvinnutækifæri fyrir það listafólk sem hefur tekið hvað mest högg á sig í faraldrinum,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík. Opnað var fyrir gefendur að panta Listagjafir síðastliðinn mánudag. Þær verður svo hægt að panta gegnum vefslóðina listagjof. listahatid.is en þar er einnig að finna allar nánari upplýsingar. Þá mun á næstu dögum verða opnuð bókunarsíðan gigg.is. Hún verður vettvangur til frambúðar þar sem listamenn sem taka að sér smærri uppákomur geta komið sér á framfæri og fólk keypt þjónustu þeirra. mm Listagjöf til þjóðarinnar á aðventunni Svipmynd úr safni frá í sumar, þegar bærðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson skemmtu í Búðardal. Ljósm. sm. ÞÚ FINNUR OKKUR Á FACEBOOK Minnum á flottu gjafabréfin HARÐIR, MJÚKIR OG ILMANDI JÓLAPAKKAR Jakkaföt og stakir jakkar 20% jólaafsláttur Ilmandi gjafapakkningar Frábært úrval af gjafapakkningum fyrir dömur og herra þar sem þú borgar fyrir ilminn, kremið eða snyrtivöruna og færð flotta kaupauka með í öskju eða tösku. Fylgihlutir, spari og sportlegur fatnaður, fyrir dömur og herra. SK ES SU H O R N 2 02 0 Opið: 17.-20. des opið til 20 21. des til 22 22. des til 22 23. des til 23 24. des 10-12 Minnum á flottu gjafabréfin ÞÚ FINNUR OKKUR Á FACEBOOK, INSTAGRAM OG WWW.VERSLUNINBJARG.IS Okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.