Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202010
Á ofsahraða
SNÆFELLSNES: Ökumað-
ur var mældur á 126 kílómetra
hraða á snæfellsnesi á sunnu-
dag. Það er alvarlegt út af fyrir
sig en um svipað leyti á svip-
uðum slóðum barst lögreglu
tilkynning um laus hross. Þarf
ekki að fjölyrða um afleiðingar
þess ef bifreið er ekið á hross
á þessum hraða. Því minnir
lögregla ökumenn á að haga
akstri ávalt í samræmi við að-
stæður. -frg
Spá að halli
sveitarfélaga
verði 17,7 millj-
arðar
LANDIÐ: starfshópur á veg-
um ríkis og sveitarfélaga áætl-
ar að afkoma A hluta sveitar-
sjóða verði neikvæð sem nem-
ur 17,7 milljörðum króna í
ár. Það er um 2,2 milljörðum
betri afkoma en starfshópur-
inn áætlaði í skýrslu í ágúst sl.
en þá stefndi í 19,9 milljarða
halla samkvæmt fyrirliggjandi
gögnum. „Nýjustu tölur bendi
til þess að samdráttur í tekjum
verði minni en ráð var fyrir
gert í sumar, en heildargjöld-
in verði þau sömu. Þegar litið
er til áætlana um skuldastöðu
sveitarfélaganna þá er hún ögn
skárri nú en gert var ráð fyrir í
fyrri áætlun og sama gildir um
veltufé frá rekstri,“ segir í til-
kynningu frá starfshópi sveit-
arstjórnarráðuneytisins. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
5. - 11. desember
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu
Akranes: 5 bátar.
Heildarlöndun: 25.859 kg.
Mestur afli: eskey ÓF-80:
12.450 kg. í tveimur löndunum.
Arnarstapi: 6 bátar.
Heildarlöndun: 136.075 kg.
Mestur afli: Kristinn HU-812:
74.440 kg. í fimm löndunum.
Grundarfjörður: 5 bátar.
Heildarlöndun: 267.001 kg.
Mestur afli: sigurborg sH-12:
69.658 kg. í einni löndun.
Ólafsvík: 16 bátar.
Heildarlöndun: 237.127 kg.
Mestur afli: Óli G GK-50:
39.015 kg. í 5 löndunum.
Rif: 12 bátar.
Heildarlöndun: 364.067 kg.
Mestur afli: Örvar sH-777:
85.959 kg. í einni löndun.
Stykkishólmur: 4 bátar.
Heildarlöndun: 22.588 kg.
Mestur afli: bára sH-27: 8.240
kg. í sex löndunum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Örvar SH - 777 - RIF: 85.959
- 08.12.
2. Rifsnes SH - 44 - RIF: 72.520
- 06.12.
3. Sigurborg SH - 12 - GRU:
69.658 - 07.12.
4. Hringur SH - 153 - GRU:
67.954 - 09.12.
5. Runólfur SH - 135 - GRU:
63.005 - 07.12.
-frg
Íbúum um allt land býðst að njóta
listagjafar helgina 19.-20. desemb-
er nk. Listafólk í fremstu röð mun
þá sækja fólk heim og flytja stutta
listgjörninga; tónlist, ljóðlist, sirk-
usatriði eða dans sem gefendur geta
pantað fyrir ástvini í gegnum vef-
inn. einnig verður boðið upp á raf-
rænar listagjafir til þeirra sem geta
ekki tekið á móti gjöf í eigin pers-
ónu vegna sóttvarnatilmæla eða
staðsetningar.
Verkefni þetta er unnið í samstarfi
við Listahátíð í Reykjavík og kemur
í framhaldi af viðbragðsverkefni
þeirra Listagjöf sem vakti mikla
lukku í Reykjavíkurborg í byrjun
nóvember. Áætlað er að hið
minnsta eitt hundrað listamenn
muni að þessu sinni dreifa allt að
750 listagjöfum á tugi áfangastaða
um land allt.
„Fyrir marga er það ómissandi
hluti af undirbúningi jólanna að
njóta fjölbreyttrar menningar.
Þúsundir fara á jólatónleika,
upplestra eða jólaleiksýningar.
Það var mér því hjartans mál að
leita leiða til að miðla menningu
í þessum óvenjulegu aðstæðum
sem nú eru uppi. samtakamáttur
okkar Íslendinga, sköpunargleði og
jólahugur kristallast í Listagjöfinni,
ég vona að sem flestir njóti hennar og
leyfi sér að gleðjast og gleðja aðra,“
segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta-
og menningarmálaráðherra í
tilkynningu.
„Við hjá Listahátíð erum stolt og
glöð yfir því að geta nú boðið upp
á þetta þakkláta verkefni um land
allt. Listagjöf veitir almenningi
kærkomið tækifæri til þess að gleðja
ástvini á einstaklega krefjandi
tímum og skapar hins vegar dýrmæt
atvinnutækifæri fyrir það listafólk
sem hefur tekið hvað mest högg
á sig í faraldrinum,“ segir Vigdís
Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi
Listahátíðar í Reykjavík.
Opnað var fyrir gefendur að
panta Listagjafir síðastliðinn
mánudag. Þær verður svo hægt að
panta gegnum vefslóðina listagjof.
listahatid.is en þar er einnig að
finna allar nánari upplýsingar.
Þá mun á næstu dögum verða
opnuð bókunarsíðan gigg.is. Hún
verður vettvangur til frambúðar
þar sem listamenn sem taka að sér
smærri uppákomur geta komið sér
á framfæri og fólk keypt þjónustu
þeirra. mm
Listagjöf til þjóðarinnar á aðventunni
Svipmynd úr safni frá í sumar, þegar bærðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson skemmtu í Búðardal. Ljósm. sm.
ÞÚ FINNUR OKKUR Á FACEBOOK
Minnum á flottu gjafabréfin
HARÐIR, MJÚKIR OG
ILMANDI JÓLAPAKKAR
Jakkaföt og
stakir jakkar
20% jólaafsláttur
Ilmandi
gjafapakkningar
Frábært úrval af gjafapakkningum fyrir
dömur og herra þar sem þú borgar fyrir
ilminn, kremið eða snyrtivöruna og færð
flotta kaupauka með í öskju eða tösku.
Fylgihlutir, spari og sportlegur
fatnaður, fyrir dömur og herra.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Opið:
17.-20. des opið til 20
21. des til 22
22. des til 22
23. des til 23
24. des 10-12
Minnum á flottu
gjafabréfin
ÞÚ FINNUR OKKUR Á FACEBOOK,
INSTAGRAM OG
WWW.VERSLUNINBJARG.IS
Okkar bestu óskir um gleðileg
jól og farsælt komandi ár