Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 22

Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202022 Kaupmenn á Akranesi láta afar vel af jólavertíðinni það sem af er. Al- mennt virðist hún koma mjög vel út í samanburði við fyrr ár, salan er jöfn og góð og fólk virðist almennt hafa farið fyrr af stað við undirbún- ing og jólagjafakaup. Ingþór bergmann Þórhallsson, eigandi verslunarinnar Omnis á Akranesi lét mjög vel af jólaver- tíðinni í samtali við skessuhorn á föstudag. „Verslunin er öðruvísi en hún hefur verið áður. Fólk kaup- ir greinilega mikið í heimabyggð í stað þess að fara til Reykjavíkur eða að panta vörurnar erlendis frá. Það hefur líka verið áþreifanlegt að fólk er mun fyrr á ferðinni í ár og mikið til búið að þessu. Að því sögðu þá geri ég samt ráð fyrir mikilli sölu síðustu dagana fyrir jólin.“ Ingþór segir að kauphegðun fólks sé talsvert frábrugðin því venjulega. „Ástandið er þannig að fólk fylg- ist mikið með á netinu. Til dæmis fylgist það mjög vel með verslunar- mönnum á Instagram. Þegar fólk sér að hlutir eru mikið til að klárast þá er rokið til og gengið frá kaup- um.“ Covid hefur haft mikil áhrif á vöruinnflutning og framboð á vörum. „Það er fullt af vörum sem við hreinlega náum ekki í. Varan er bara búin. sem dæmi má nefna að Moccha latte kaffivélar í svörtu og silfurgráu seldust upp í lok október. Þær eru ekki til í landinu. Þær eru reyndar til í einhverjum öðrum lit- um,“ segir Ingþór. „Hjá einum af birgjum okkar fyrir tölvur í Reykja- vík eru bara allar hillur tómar. Þeir eiga í miklum erfiðleikum með að fá þær vörur sem þeir vilja.“ Að- spurður um þessa miklu sölu und- anfarið segir Ingþór: „Það hefur verið meiri sala á tölvum en venju- lega. Fólk vinnur mikið heima. Fyrsta mánuðinn í Covid seldist mest af búnaði til að hafa heima, eins og lyklaborð, mýs, tölvuskjáir, vefmyndavélar og heyrnartól. Þetta rauk allt saman út. Í næsta mánuði á eftir, eða í apríl, var ekki sama vöru- flóra að seljast heldur var bara al- mennt að seljast meira, yfir alla lín- una,“ segir Ingþór sem er ánægður með söluna í búðinni sinni á Akra- nesi. frg Ný verslun Líflands var opnuð við- skiptavinum klukkan 10 síðastlið- inn föstudag. Nýja verslunin er við Digranesgötu 6 í borgarnesi, í fyrr- um Hagkaupshúsnæði, milli bón- uss og Geirabakarís. Áður var versl- unin við borgarbraut 55 í húsi sem nú stendur til að rífa á næstu miss- erum. Nokkrir dyggir viðskipta- vinir voru mættir á hurðarhúninn á slaginu tíu til að kaupa inn á nýja staðnum og nýta tilboð sem í gangi voru í tilefni flutninganna, en all- ir sem komu í verslunina gátu gætt sér á vínarbrauði frá Geirabakaríi og brakandi ferskum uppáhellingi. glh Ingþór Bergmann Þórhallsson kaupmaður í Omnis. Jólavertíð kaupmanna á Akranesi byrjaði fyrr í ár Nágrannar kíkja í heimsókn. Bakarafélagarnir, Sigurþór Kristjánsson og Þorsteinn Guðmundur Erlendsson heimsóttu nýju verslunina en þeir starfa í Geirabakaríi við hliðina. Lífland hefur opnað á nýjum stað Ný verslun Líflands Við Digranesgötu 6 í Borgarnesi. Fyrsti viðskiptavinur á nýjum stað var mættur stundvíslega kl. 10 um morguninn. Hér afgreiðir Helgi Björn Ólafsson, verslunarstjóri Líflands í Borgarnesi, Halldór Sigurðsson stuttu eftir opnun. Fæst í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 Fæst í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 FRÁBÆR ÞRÍLEIKUR Bjarna Harðarsonar AL LA R Þ RJ ÁR 9.9 90,  mánud.–föstud. 11–18 laugard. 11–16 Stóraukið úrval af gömlu! BÓKAMARKAÐUR ÁRMÚLA 42 OPIÐ Fæst í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 FYRIR DAGA farsímans Fæst í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 SPENNANDI ÞRÍLEIKUR Guðmundar Brynjólfssonar ALLAR ÞRJÁR 7.990, Fæst í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 KINDA 2. BINDI Fást í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 MÓTORHAUSA sögur Fæst í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 SAGA GUÐANNA Fæst í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.