Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 49

Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 49
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 49 Jólakveðja úr Stykkishólmi Jólin ekki svo óvenjuleg í ár „Má ég núna opna fyrsta gluggann á dagatalinum mínu?“ eftir að hafa verið vakin af fjölskyldunni með af- mælissöngnum að morgni fyrsta desember og opnað afmælispakk- ana uppi í rúmi spurði sonur minn, litla örverpið á heimilinu sem er bara alls ekki svo lítið lengur, þess- arar spurningar. Þessi spurning hefur hljómað í mínum eyrum á af- mælisdaginn minn í rúmlega 20 ár eða allt frá því að frumburðurinn fór að hafa vit á því sjálfur að komið væri að fyrsta degi jóladagatalsins. Það var mikill spenningur í rödd- inni enda hefur þessi dagur alltaf verið upphafið af því að telja niður dagana til jóla. Framundan eru jólin og að þessu sinni erum við undirbúin að halda óvenjuleg jól; jól í takt við árið sem senn mun renna sitt skeið. Jólin verða þó kannski ekki svo óvenjuleg allavega ekki í mínu tilfelli. Þegar ég flutti sem barn með foreldrum mínum og systkinum til stykkis- hólms voru jólin hjá okkur ekkert ósvipuð því sem við eigum von á núna. stórfjölskyldan bjó í Reykja- vík og á þeim tíma datt engum í hug að skutlast fram og til baka í höfuðborgina til að fara í jólaboð enda heilmikið ferðalag og allra veðra von og enga stórfjölskyldu áttum við í Hólminum til að deila jólagleðinni með. Húsið var skreytt á Þorláksmessu og farið í búðir eftir síðustu jólagjöfunum. Á slaginu kl. 18 á aðfangadag voru jólin hringd inn með kirkjuklukkunum í útvarp- inu og jólaljósin tendruð. Það var alltaf mikill spenningur fyrir þess- ari hátíðlegu stund. Rétt fyrir mið- nættið héldum við svo iðulega í miðnæturmessu í Kaþólsku kirkj- unni. eftir góðan blund í messunni, heitt súkkulaði og smákökur hjá systrunum skreið ég í rúmið með bók, fullt af smákökum og konfekti. Las framundir morgun og svaf svo langt fram á jóladag. Á náttfötun- um leið svo jóladagur og annar í jólum leið á álíkan hátt. Með þessar æskuminningar í farteskinu án þess að vera á flandri á milli jólaboða, eru mín fullkomnu jól. Þetta ár hefur verið okkur öllum óvenjulegt. Við höfum öll þurft að gera breytingar á lífsháttum okkar, hvött til að vera heima, fækka ferð- um, fara sjaldan í búðina og um- gangast fáa. Við höfum þurft að endurskipuleggja okkur upp á nýtt og læra að meta litlu hlutina betur en áður. Ég hef löngum legið mar- flöt yfir sólsetrinu á breiðafirði en það var ekki fyrr en í vetur að ég veitti því athygli að sólin kemur hér upp líka. sólarupprásin er ekki síður falleg en sólsetrið. Það var óvænt ánægja að fá unglinginn aft- ur heim, enda sama hvar mennta- skólinn er stundaður þegar staðar- kennsla er ekki í boði. Það hefur komið sér vel að vera eyjabóndi og getað farið í frystikistuna og náð í forsaltað, hvannarkryddað lamba- kjöt í staðinn fyrir að hlaupa í búð- ina tíu mínútur í kvöldmat. Í mörg ár hafði ég beðið um fjarfundi til að þurfa ekki að ferðast langan veg til að sitja fundi. Iðulega var svarið, því miður við erum ekki með fjarfunda- búnað. Í mestalagi var síma skellt á borðið og maður mátti hafa sig all- an við að fylgjast með því sem fram fór á fundinum. en eins og hendi sé veifað þá eiga allt í einu allir fjar- fundabúnað og allir fundir boðað- ir á netinu og fólki beinlínis neitað um að koma á staðinn. Ég vona svo innilega að við tökum með okkur margt af því sem við höfum lært á þessu ári inn í venjulegt líf þegar það hefst að nýju eins og til dæm- is fjarfundina sem spara bæði tíma og draga úr ferðalögum og þar með mengun. Vonandi gleymum við því ekki að það er hægt að lifa lífinu á mun sjálfbærari hátt án þess að vera á fleygiferð um hvippinn og hvapp- inn. Við allar þessar breytingar sem við höfum upplifað verður mér oft hugsað til föðurömmu minnar og móðurömmu minnar. Föðuramma mín fæddist og ólst upp í torfkofa og lifði fram á tölvuöld. Hún var eldklár og reiknaði allt í huganum og vildi aldrei læra á einfalda vasa- reiknivél enda var hún með minnið í höfðinu en ekki hendinni eins og sonardóttir hennar. Móðuramma mín harðneitaði að fá net í húsið hún ætlaði sko ekki að smitast af einhverjum vírus sem það gæti bor- ið með sér. Hvort það er þessi faraldur eða bara þessi venjulegi aldur sem fær- ist yfir okkur öll sem varð til þess að við fjölskylan erum auk þess að vera eyjabændur komin með átta gimbr- ar á hús til viðbótar við hænurnar og hundinn, er ekki gott að segja. Auk þessa skráði ég mig á nám- skeið í þjóðbúningasaum í vetur til að sauma minn annan þjóðbúning nú á dótturina. Námskeiðinu var að sjálfsögðu frestað eins og svo mörgu öðru og ég á eftir að sakna þess að sitja ekki við þjóðbúninga- saum um jólin eins og ég var búin að sjá fyrir mér. Það er notalegt að njóta aðvent- unnar í heimabyggð enda búum við svo vel að eiga fjölbreytt úrval af verslunum, söfnum, listasmiðjum og veitingahúsum og engin þörf á að sækja vatnið yfir lækinn. Á að- ventudagatalinu hjá Félagi atvinnu- lífs í stykkishólmi eru fjölmargir viðburðir og enn fleiri á aðvendu- dagatali svæðisgarðs snæfellsness sem ég hlakka til að njóta með fjöl- skyldunni í aðdraganda jólanna. en hvað sem öllu líður þá er eitt sem ekki breytist. Jólin munu ganga í garð á aðfangadagskvöld. Við fjölskyldan óskum ykkur öll- um gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með jólakveðju úr stykkishólmi. Erla Friðriksdóttir www.gamafelagid.is s. 577 5757QualityManagement EnvironmentalManagement ISO 9001 ISO 14001 Equal pay management system ÍST 85:2012 EMS 542753FM 577752 EQ 670312 Íslenska gámafélagið óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla á liðnu ári og hvetjum Íslendinga áfram til stórra afreka í endurvinnslumálum. Gleðile� jó� o� farsæl� komand� á� Kveðjur úr héraði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.