Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Page 50

Skessuhorn - 16.12.2020, Page 50
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202050 Kveðjur úr héraði Ég sit við stofugluggann á Vatns- hömrum og horfi yfir Hvanneyri. Það er kalt úti og gott að hafa eld í kamínunni sem hitar upp stof- una. Hvanneyri rataði í fréttirnar í gær vegna kulda en kalda daga og frosthörkur hef ég upplifað nokkuð oft hér í sveit. Það fylgja því góð- ar minningar að stússast úti í hest- um eða snjó í miklu frosti og stillu. Koma svo inn og fá heitt kakó og nýbakaðar smákökur. Ég starfa sem skólastjóri Grunn- skóla borgarfjarðar en hann hefur þrjár starfsstöðvar; á Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi. Grunnskóli borgarfjarðar er tíu ára gamall en saga starfsstöðvanna sem sjálfstæðir skólar er mun lengri og því hafa skapast gamlar jólahefðir á hverjum stað fyrir sig sem við höf- um haldið. Aðventan í skólunum er alveg sérstakur tími. Ég er svo heppin að fá að rúnta um borgar- fjörðinn á aðventunni sem og aðra daga og taka þátt í jólahefðum sem hafa skapast. Mig langar að segja ykkur frá einni hefð frá hverjum stað sem koma mér í sérstakt há- tíðarskap. Ljósahátíð á Kleppjárnsreykjum Ljósið er dýrmætt í svartasta skammdeginu og á Kleppjárns- reykjum hefur skapast sú hefð að búa til ljósluktir og að allir nem- endur komi saman í matsal skól- ans á ljósahátíð. Markmiðið er að upplifa friðinn frá lifandi ljós- um og upplifa góða jólastemn- ingu. stundum eru tónlistaratriði frá nemendum, við syngjum sam- an og að lokum fara allir út á skóla- lóð þar sem kveikt er á jólaljósum. elsti og yngsti nemandi skólans fá það hlutverk að kveikja á ljósunum. Í ár var hátíðin haldin alveg utan- dyra og myndaðist mjög hátíðleg stemning. Nemendur á miðstigi unnu verkefni í útinámi þar sem þeir bjuggu til ljósker úr vatni sem var látið frjósa. Nokkrir nemendur 8. bekkjar lásu ljóð og allir sungu síðan snjókorn falla og bjart er yfir betlehem. elstu nemendur á leik- skólanum Hnoðrabóli komu einn- ig út en þau eru nýflutt í nýjan og glæsilegan leikskóla við skólann. Hátíðleg og góð stund. Kveikt á stjörnunni á Laugahnjúki á Varmalandi Fyrir ofan skólann á Varmalandi er fallegur hamar sem kallast Lauga- hnjúkur. Í upphafi aðventu kveikja nemendur á stjörnu sem er komið fyrir efst á hamrinum og skín hún bjart yfir skólanum yfir jól og að- ventu. Vináttan er þemað en hug- myndin er að mynda keðju frá skól- anum upp að stjörnunni. stundum hefur jafnvel tekist að láta kynd- il ganga eftir keðjunni táknrænt til að kveikja á stjörnunni. elstu nem- endurnir fá logandi kyndla í göng- unni. Í ár var veðrið stillt, nýfall- inn snjór og kalt. Það var sérstak- lega skemmtilegt að vaða snjóinn upp að hnjám og brjóta sér leið upp á toppinn. Kyndlarnir vildu þó ekki loga en það kom ekki að sök, einhvern veginn kviknaði nú á stjörnunni samt. Þegar upp var komið tókum við lagið og horfð- um á stjörnuna byrja að skína. Að- alfjörið var svo að renna sér á rass- inum niður brekkuna og leist okk- ur fullorðna fólkinu stundum ekki á blikuna þegar krakkarnir rúlluðu sér niður í snjónum. Notaleg stund inni með kakó og piparkökum toppaði daginn og í framhaldinu var farið í alls konar jólaföndur. Helgileikurinn á Hvanneyri Rétt fyrir jólin halda nemendur Hvanneyrardeildar upp í kirkju. Í hópnum má sjá Jósef og Maríu, vitringana þrjá, fjárhirða, sögu- menn og engla. Helgileikurinn skipar sérstakan sess á Hvanneyri enda er hann leikinn í fallegri um- gjörð í Hvanneyrarkirkju. Nem- endur leggja mikið upp úr góðum leik og að skila sögunni sem best, englakórinn syngur af innlifun og allir taka undir. stundum hafa elstu nemendur leikskólans ver- ið hluti af kórnum. Það eru fastar hefðir sem ráða för um hvaða ár- gangur er með hlutverk persóna og hverjir eru í kórnum og margir bíða spenntir eftir að röðin komi að þeim. Æfingar hefjast snemma og gera jólalega stemningu í skólan- um á aðventunni. Heyrst hefur að hjá sumum Hvanneyringum komi jólin þegar þeir hafa horft á helgi- leikinn í kirkjunni. Kirkjubekkirnir eru þétt setnir af foreldrum, ömm- um og öfum. Að þessu sinni verða þó kirkjubekkirnir tómir en leikur- inn þess í stað tekinn upp og send- ur heim til nemenda. Kannski berst þá hátíðleikinn enn víðar og verður ekki síðra. Með þakklæti í huga fyrir að fá að taka þátt í þessum skemmtileg- um jólahefðum barna í borgarfirði sendi ég ykkur mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Helga Jensína Svavarsdóttir Vatnshömrum Um áramótin síðustu hlakkaði ég mikið til ársins sem senn er að líða. Nokkrar utanlandsferðir voru komnar á dagskrá, leikhússferðir og starfsmannahittingar svo eitthvað sé nefnt. ein dásamleg utanlands- ferð fjölskyldunnar skömmu eftir áramót slapp fyrir horn en annað frestaðist. Þrátt fyrir að flestöll plön hafi breyst á árinu var það ekkert alslæmt, að minnsta kosti fer margt í reynslubankann. Ég vinn í skóla og þar fengum við hraðnámskeið í því hvernig ætti að útbúa sóttvarn- arhólf vopnuð límbandsrúllum, lærðum að sjónmæla tveggja metra fjarlægð og þvo og spritta hendur rækilega. Ég minnist þess að á þeim tíma þótti mér þetta breytta fyrir- komulag í vinnunni frekar íþyngj- andi og leið svolítið eins og ég væri stödd í lélegri bíómynd sem ég gat ekki beðið eftir að lyki. Á haust- mánuðum þegar ég hitti nemend- ur mína aftur í skólanum og fór að ræða við þau um þennan tíma, hvað stóð upp úr hjá þeim og hvort þau kysu frekar hefðbundið skólastarf eða það óhefðbundna. börnin voru fljót að minnast á það sem við gerð- um sem var öðruvísi en við höfðum áður gert og þeim fannst skemmti- legt svo sem óvenjulegar samveru- stundir sem við áttum með Æv- ari vísindamanni sem las úr bókum sínum á Facebook á hverjum degi, belgísku vöfflurnar sem sigga og Kata útbjuggu handa okkur og þau fengu að borða í skólastofunni og spurningakeppnirnar við kennar- ann (sem þau auðvitað gjörsigruðu). enginn minntist einu orði á erfið- leika við að aðlagast breyttum að- stæðum eða að hafa ekki mátt gera það sem þau fengu að gera áður. sumarplön fjölskyldunnar tóku nýja stefnu þegar fyrirhugaðri ut- anlandsferð varð að fresta. Lagt var af stað í ferðalag, með sjóðheita Vegahandbókina (sem í ár skart- aði einmitt fallegri mynd af fjöl- skyldunni), út á land. Það hafði að vísu staðið lengi til en heit sumar- sól í fjarlægum löndum hafði heill- að meira undanfarin ár. svo varð úr að þjóðvegi 1 var fylgt hringinn í kringum landið okkar dásamlega, með nokkrum útúrdúrum hér og þar. Öðruvísi sumarfrí var niður- staða barna og fullorðinna, en ekki síður eftirminnilegt og skemmti- legt en önnur. Í aðdraganda jólanna þykir mér vel við hæfi að hvetja til þess að við reynum að hugsa hlutina eins og börnin gera. ekki velta okkur upp úr því hvernig við þurfum að breyta venjum og hefðum nú þegar líklegt er að við þurfum að haga jólahaldi okkar með öðrum hætti en venju- lega, heldur einmitt að fagna því að fá tækifæri til að gera eitthvað annað en það sem venjubundið er því líklega verða það hlutirnir sem standa upp úr í minningunni um þessi óvenjulegu jól. Að því sögðu verður jólasósan, kartöflumúsin, fyllingin og jólabingóið að sjálf- sögðu á sínum stað á mínu heimili, því sumum hefðum verður bara ekki breytt. Jólaboðið verður svo tekið á TeAMs. Munið að þvo og spritta og eigið dásamlega jólahátíð. bestu kveðjur úr firðinum fagra. Þórdís Þórisdóttir Bjarteyjarsandi Jólakveðja úr Hvalfjarðarsveit Óvenjulegt en skemmtilegt Þórdís og fjölskylda prýddi forsíðu Vegahandbókarinnar í ár. Þórdís ásamt börnunum sínum tveimur, Örnu Rún og Elvari Þór við Svartafoss í sumar. Jólakveðja úr Borgarfirði Jólahefðir í Grunn- skóla Borgarfjarðar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.