Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Side 51

Skessuhorn - 16.12.2020, Side 51
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 51 Kveðjur úr héraði ÓSKUM STARFSMÖNNUM OG LANDSMÖNNUM ÖLLUM GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI Runólfur Hallfreðsson ehf. SK ES SU H O R N 2 01 6 Jólakveðja úr Snæfellsbæ: Töfralandið Ísland með norðurljósum, Geysi og 13 jólasveinum Norðurljós, Geysir, 13 jólasveinar, Grýla, Leppalúði og Jólakötturinn. Hafið, jöklar, eldfjöll, firðir, hreint vatn, ferskt loft, falleg náttúra og margt, margt fleira sem hægt er að tala um! Þetta er allt töfralandið Ís- land! Ég elska Norðurlöndin. Ég var alltaf hrifin af sögu þessara landa, tónlistarhefð, menningu og fleiru. Ég flutti beint til Ólafsvíkur frá norður Rússlandi árið 2002 og hef starfað sem tónlistarkennari frá þeim tíma og sem skólastjóri við Tónlistarskóla snæfellsbæjar frá árinu 2007. Ég er gift íslenskum manni sem er fæddur og uppalinn í Ólafsvík. Við eigum dóttur, tengda- son og tvær elskulegar og yndisleg- ar afa- og ömmustelpur sem eru 5 og 1 árs. Mér líður mjög vel að búa í snæfellsbæ. Þetta er yndislegur og fallegur bær með frábæru fólki. Það er mikið og blómlegt starf í gangi um allt sveitarfélagið og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á heimasíðu snæfellsbæjar, www.snb.is, er að finna allar helstu upplýsingar um þjónustu og mann- líf snæfellsbæjar. Aðventan er besti tími ársins. Þetta er tími ljóss og friðar, þegar ilmur jólanna liggur í loftinu. All- ur bærinn er ljósum skrýddur og gaman er að fara í bíltúr á kvöld- in og njóta skreytinganna. Í félags- heimilinu Klifi er alltaf skemmti- legur jólamarkaður eldri borgara, þar sem hægt er að kaupa fallega handgerða gjafavöru og góðgæti og fylgjast með hvernig handverk er unnið. Það er líka nóg að gera hjá börnunum á þessum tíma. Des- ember er besti mánuður krakkanna af því að jólin eru að koma með fullt af gjöfum til þeirra. Við vitum öll að jólin eru hátíð barnanna og þau byrja að bíða eftir jólunum frá því í lok september. Ég skil krakk- ana mjög vel þar sem ég upplifði þetta líka sem lítið barn. Ég er fædd og uppalin í Úk- raínu. Þar eru jólin haldin hátíðleg tveimur vikum seinna en í evrópu og annarsstaðar. Flestir Rússar og Úkraínumenn eru í Rétttrúnaðar- kirkjunni sem heldur jól 7. janúar í samræmi við júlíanska tímatalið. Gamlárskvöld var vinsælla en jól- in. Að sjálfsögðu er fallega skreytt lifandi jólatré á heimilum. Ég man eftir þegar mamma faldi nammi á jólatrénu. Hún gerði þetta oft bara til að hafa gaman. Það var mik- ið fjör fyrir mig og systur mína að finna það! Alltaf var góður mat- ur, svipaður og á Íslandi: kalkúnn, svínakjöt, nautakjöt, salöt og kök- ur. Hér heima á Íslandi held ég ís- lensk jól með fjölskyldunni minni. Ég borða skötu og lambakjöt, ég baka fimm tegundir af smákökum þar á meðal sörur. Að sjálfsögðu er til jólasveinn úti, rauðklæddur og með hvítt skegg. Krakkarnir köll- uðu hann Afa Frost. Raunin er sú að hinn rauðklæddi jólasveinn á rætur sínar að rekja til sögulegrar persónu, heilags Nikulásar sem bjó í borginni Mýra í Tyrklandi á 4. öld e.Kr. (þess má geta að íslensku jóla- sveinarnir eru af allt öðrum uppruna og eiga sér rætur í íslenskum þjóð- sögum þó svo að þeir hafi í seinni tíð blandast að einhverju leyti sam- an við hinn rauðklædda jólasvein). Hann kemur til byggða með gjafir í stórum poka og með barnabarnið sitt, stúlku sem heitir snegurochka. en fólk gefur gjafir frekar á gaml- árskvöld en á aðfangadag jóla. eft- ir jólin kemur vika „svjatki“ sem er líkt þrettándanum hér á Íslandi. Þá fóru krakkar milli húsa, sungu jóla- söngva og fengu í staðinn gjafir eða nammi. Mig langar ekki að tala mikið um Covid í þessum pistli. Auðvitað er það þannig að árið 2020 verður fyrst og fremst minnst vegna Covid. en ánægjulegt er að sjá hvernig íbúar tóku á því að lifa með Covid. einnig er gott að sjá hvernig stofnanir gátu haldið að mestu sinni starfsemi og þjónustu þrátt fyrir faraldurinn. Til dæm- is, árið 2020, hófust framkvæmdir við byggingu sambýlis fyrir fatlað fólk sem tekin verður í notkun árið 2021. bundið slitlag var lagt á síð- ustu kílómetrana á Fróðárheiði og hafin var bygging þjóðgarðsmið- stöðvar á Hellissandi sem tekin verður í notkun árið 2022. Já, Covid hafði einhver áhrif á mitt líf og starf en ekki mikil. Ég og maðurinn minn elskum að ferðast, en við fórum ekki til út- landa á árinu 2020. Það var kom- inn tími til að sjá landið okkar. Við ferðuðumst því um Ísland í sumar. sumarið var mjög gott, veður var ágætt og fólk nýtti sér það. Mik- ill fjöldi Íslendinga kom til okkar í sumar sem ferðamenn og gaman að sjá þá á okkar svæði – skemmti- legt að sjá líf í sveitarfélaginu þrátt fyrir fækkun erlendra ferðamanna. Íbúar notuðu árið til að hreyfa sig og njóta þeirra forréttinda sem við búum við að hafa mikið pláss til að fara um okkar fallegu náttúru. Í sambandi við starfið mitt á þessum tíma. starfsstöðvar Tónlistarskóla snæfellsbæjar eru þrjár; í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsuhóli. Áður en Covid kom, tóku nemendur og kennarar tónlistarskólans virkan þátt í menningarlífi bæjarfélagsins. Þau komu fram víðs vegar í bæn- um, m.a. fóru þau einu sinni í mán- uði á dvalarheimilið Jaðar með tón- listaratriði. Það var spilað við guðs- þjónustur í kirkjunum og það voru tónfundir einu sinni á hverri önn. Að auki voru haldnir jólatónleikar og vortónleikar þar sem allir bæj- arbúar voru velkomnir. Því miður höfum við misst þetta síðan Co- vid dundi yfir. en við erum bjart- sýn um betri tíð og blóm í haga. Mjög ánægjulegt að sjá að foreldrar eru að halda áfram að skrá börnin í tónlistarskóla þrátt fyrir þessar að- stæður sem hafa fylgt Covid. Von- andi getum við hafið hið eðlilega líf sem fyrst á nýju ári. Gleðileg jól! Jólakveðja frá Snæfellsbær. Valentina Kay Valentina í Osló. Ljósm. úr einkasafni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.