Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 52

Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 52
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202052 Kveðjur úr héraði Aðventan og jólaundirbúningurinn er töfrandi tími þar sem eftirvænt- ingin liggur í loftinu. Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og haft gam- an af alls kyns jólastússi með fólk- inu mínu. Þegar ég hugsa til jólanna minna sem barn var jólaskrautið dregið fram rétt fyrir jólin til að skreyta húsið. Jólatréð var keypt um svip- að leyti og á Þorláksmessu fékk það ljós og viðeigandi skraut. Við mamma höfum seinni árin oft hleg- ið að þessum ólíku jólatrjám, mis- fallegum, og misþéttum því úr- valið var kannski ekki til að hrópa húrra fyrir rétt fyrir jólin en það þótti bara ekki ástæða til að huga að þessum hlutum fyrr. Oft kom sér vel að geta snúið trénu upp í horn svo betri hliðin sæist þó hún væri kannski ekki upp á marga fiska. en þetta truflaði engan veginn hina sönnu jólagleði í faðmi fjölskyld- unnar á aðfangadagskvöld og ávarp biskupsins sem ég spurði einu sinni hvort væri „í léttum dúr“ og hafði þá ruglað við hinn sjónvarpsfrasann „í beinni útsendingu“ sem þótti frekar töff á áttunda áratugnum. Margar jólahefðir frá barnæsku hafa fylgt mér til fullorðinsára og ég lagt áherslu á að ala mín börn upp í ákveðnum hefðum og siðum tengdum hátíðinni ásamt því að búa til nýjar. Það er ómissandi fyrir hver jól að baka lagtertu, mömmu- kökur og hveitikökur og jólalög- in hans Harry belafonte verða að hljóma með öllum þeim dýrmætu minningum sem þau færa. Þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin á aðfangadag eru allir komnir í spari- fötin, knúsast gleðileg jól og setjast til borðs og snæða hátíðarsteikina. Ég man svo vel eftir því sem krakki að pabbi sendi mig um allt hús til að kveikja ljós í hverju skúmaskoti því hvergi mátti vera myrkur þegar jólin gengu í garð. Í gegnum árin hefur jólaundir- búningur landans breyst talsvert og í raun má segja að jólin byrji mun fyrr en áður þar sem við höf- um gætt okkur á jólamatnum löngu fyrir jól á allskyns jólahlaðborðum og öðrum viðburðum sem við tök- um þátt í. Jólaveislur vinnufélaga, vinahópa og ættingja eru einnig fastur liður hjá mörgum á aðvent- unni. Mögulega erum við bara orð- in miklu betri í að njóta en áður og gera meira úr þessum tíma sem okkur finnst gefandi. Þetta er að mörgu leyti góð þróun svo lengi sem hún verði ekki til þess að okk- ur finnist jólaskrautið orðin þreyt- andi um jólin því við skreyttum svo snemma eða viljum ekki jólamatinn því hann er orðinn leiðgjarn eftir allar aðventuveislurnar. Það er gleðilegt að upplifa að þróunin er í þá átt að njóta og dvelja í núinu. Fjölskyldur búa sér gjarnan til samverudagatöl þar sem lagt er upp úr innihaldsríkum sam- verustundum í aðdraganda jólanna. Fyrir ekki svo mörgum árum fannst mér ekki koma jól fyrr en búið var að þrífa veggi og loft og fara í gegn- um skúffur og skápa. Til að komast yfir herlegheitin þurfti að nýta all- ar lausar stundir, stundir sem hefði mátt nýta til að gera eitthvað allt annað með fjölskyldu og vinum. Allan ársins hring er gaman að vera kennari en sennilega aldrei eins gaman og á aðventunni. bless- uð börnin eru svo einlæg í tilhlökk- un sinni þó þau fari ekki varhluta af auknu stressi í jólamánuðinum. Jólaföndur og ýmiskonar skemmti- legheit í bland við fjölmargar sög- ur af skógjöfum og glaðningum eru fastir liðir í tilverunni í des- ember. Helgileikurinn á litlu jól- unum og „Heims um ból“ við jóla- tréð á jólaskemmtun nemenda er svo kveikjan að hinu sanna jóla- skapi ár hvert. Jólaleikur starfs- fólksins er einnig ómissandi en þá setja starfsmenn skóinn út í glugga og fá eitthvað fallegt, fyndið eða fá- ránlegt frá leynivini sínum sem gef- ur smátt og smátt upp vísbendingar um hver hann er sem aldrei er hægt að treysta hvort eru sannar. Það er jafnan mikið hlegið enda glens og grín sem ríkir þessa daga. Jólin og aðventan er tíminn þar sem við styrkjum dýrmæt tengsl við vini og ættingja. Í eðlilegu árferði halda margir fjölmenn jólaboð sem því miður þurfa að bíða betri tíma þessi jólin. engu að síður er mik- ilvægt að halda gleðileg jól, skapa góðar minningar og sanna jólagleði með fjölskyldunni og minnast þess að hinn sanni jólaandi vaknar innra með okkur. Gleðilega hátíð. Guðrún Guðbjarnadóttir Ég mun ekki sakna ársins 2020 neitt sérstaklega. Það hefur þrátt fyrir allt liðið tiltölulega hratt og aðventan nú gengin í garð með sín- um jólaljósum og notalegheitum. Árið 2021 er handan við hornið. Þegar litið er til baka þessa tæpu 12 mánuði ársins er margt sem hægt er að gleðjast yfir. Ljósið í myrkrinu fyrstu óveðursmánuði ársins 2020 var auðvitað þegar skallagríms- konur komu heim í Nesið með Geysisbikarinn í körfubolta. Þau voru mörg skallagrímshjörtun sem stækkuðu um nokkur númer við þau gleðitíðindi enda varla komið stærri titill í hús í körfunni í efstu flokkum síðan Imba Hargrave og félagar urðu Íslandsmeistarar 1964. Ég gladdist ekki síður þegar sveit- arfélagið mitt fór að safna lífræn- um úrgangi á vormánuðum. brúna tunnan mætti í hlaðið. Nú er allt flokkað í öreindir, sorterað hægri og vinstri og lítið sem ekkert fer frá stórfjölskyldunni hér í almenna sorpið. Allt skiptir þetta máli í stóra samhenginu. Ég vann heima við eldhúsborð- ið eins og svo fjölmargir Íslend- ingar frá því í mars og langt fram á vor. Ég er sem betur fer frekar heimakær þannig að þessi innan- húss ferðalög fóru nokkuð vel með mig. Það var samt góð tilbreyt- ing að taka stutt sumarfrí í júlí og ferðast um landið með fjölskyldu og vinum í Covid hléi sumarsins. Ég er svona jafnsléttu röltari, nýt þess að ganga mikið á íþróttavell- inum okkar og náði líka nokkrum góðum gönguferðum á láglendi og á lágvaxnari fjöll í sumar og oft með góðum vinum. Það sannarlega hressir og kætir. Ég hef mikið glaðst yfir því að í götunni okkar er mikið barnalán, gatan hefur á undanförnum árum endurnýjast eins og gengur, mikið af ungum börnum og einstaklega gaman að heyra í þeim að leik á sól- ríkum sumardögum. Því finnst mér mjög mikilvægt að allir séu samtaka í að muna eftir því þegar ekið er um göturnar að lítil börn kunna ekki umferðareglurnar og þar þurfum við fullorðna fólkið að vera fyrir- myndir og gæta að ökuhraðanum. Hann er því miður oft of mikill í okkar götu. Ég hef síðan í lok september unnið heiman að frá mér og eldhús- krókurinn verið minn vinnustaður, ekki þó við eldamennsku og bakst- ur, heldur samskipti við vinnufélaga og viðskiptavini hjá RML þar sem unnið er yfir netið. Þetta hafa millj- ónir manns um heim allan gert síð- ustu mánuði. Það er auðvitað ein- stakt hvað þetta fyrirkomulag hefur þrátt fyrir allt tekist vel. Teams og tölvupóstar hafa því leyst hefðbund- in eldhússtörf af hólmi hjá mér. Það hefur komið sér vel að hafa félags- skap við heima vinnuna því heim- iliskettirnir, Fúsi og Krúsi, hafa verið betri en enginn þegar rausa þarf yfir einhverju mis- merkilegu. eiginmaðurinn er reyndar farinn að tala meira við kettina en ég og finnst mér stundum nóg um sam- tölin sem þar eiga sér stað. Við hjónin hófum okkar búskap 12. desember 1981 og höfum því haldið heimili saman í 39 ár í þess- um mánuði. Óhætt er að segja að við höfum komið með margar svip- aðar jólahefðir inn í búskapinn og alltaf verið samstíga í jólahaldinu. Við ólumst bæði upp við myndar- skap mæðra okkar í heimilishaldi, þrifum, bakstri og eldamennsku og ég, svona vel uppalin, tók fyrstu árin okkar í jólaundirbúninginn með trompi, húsið gersamlega tekið í nefið og bakaði stundum 17 sortir. eignmaðurinn var líka drjúgur í jólaundirbúningnum og kom sterkur inn í smákökusmökk- un og snilldarlegri blöndun jólaöls- ins. Myndarskapurinn hefur tölu- vert látið undan síga síðustu ár, sér- staklega eftir að við hjón urðum tvö í kotinu og börnin komin með eigin heimili. Það má segja að þjónustu- stigið hafi við það fallið töluvert og ákveðinn mínímalískur lífstíll tek- ið við síðustu árin. eiginmaður- inn hefur tekið þessu þjónustufalli af stóískri ró og lét ekki slá sig út af laginu og sinnir reglulega inn- kaupum fyrir heimilið og hristir oft og iðulega fram úr erminni grjóna- graut og slátur eða álíka þjóðlega rétti. Þó ekki sé bakað, eldað og þrifið af sama ákafa nú og fyrir 39 árum á þessu heimili þá koma jólin víst örugglega. Við erum líka svo hepp- in að hafa besta bakaríið hér í borg- arnesi og ef tóma hljóð er í kökud- unkunum þá verður því bjargað með heimsókn í Geirabakarí. Ég þríf svo bara með hækkandi sól. Það var notalegt að sjá hversu margir í borgarnesi höfðu skreytt hús og glugga tímanlega með jóla- ljósum, allt léttir þetta lundina í skammdeginu. Þá þykir jólatréð í skallagrímsgarði hafa toppað sig í fegurð eitt árið enn, en jólaljósin á því tendruðu börn í 1. bekk Grunn- skólans í borgarnesi, í byrjun að- ventu. Í þessu góða samfélagi sem við búum í hefur hugulsamt og fram- takssamt fólk sett af stað verkefni sem kallast samhugur í borgar- byggð. Þar gefst fólki tækifæri á að koma á framfæri gjöfum og stuðn- ingi til þeirra sem á þurfa að halda fyrir jólin og mikið hlýnar manni um hjartarætur að sjá góðar viðtök- ur. Það er ástæða til að þakka sér- staklega fyrir svona fallegt framtak. Við ferðuðumst innahúss um páskana, frelsi sumarsins var stutt, haustið hefur liðið hratt með sínum takmörkunum og jólin mun hver og einn halda í sinni „búbblu“ inn- an nánustu fjölskyldu hversu stór eða lítil hún er. Öll verðum við að reyna okkar besta í þessum sérstöku aðstæðum. Í endurminningunni voru jól æsku minnar í sveitinni alltaf tími gleði og góðra samverustunda. Messa í litlu kirkjunni, sungið með kirkjukórnum, jólabækur lesnar klukkutímunum saman og fram á nótt. Það var spilað milli þess sem farið var í fjárhús og fjós. Ilmur af heitu súkkulaði vekur góðar minn- ingar sem og jólabók í pakka og bók vonast ég til að fá líka þessi jólin! Við fjölskyldan höfum notið þess í mörg ár að eiga góðar sam- verustundir með stórfjölskyldum okkar og borð hafa svignað und- an kræsingum og heitu súkkulaði með rjóma. Þó það stefni allt í raf- ræn jólaboð, ógreidd með kodda- farið á kinninni og í kósígallanum, þá skulum við ekki gleyma því að njóta. Vonandi verður jólahátíðin tími gleði og góðra minninga hjá ykkur kæru lesendur. Ég horfi mjög bjartsýn til ársins 2021 með hækkandi sól. Fjölskyld- an stækkar þar sem von er á lítilli ömmustelpu strax í byrjun janúar, ég mun mæta í bólusetningu um leið og tækifæri gefst og vonandi njóta þess á nýju ári að hitta oftar fjölskyldu og vini og faðma fast og lengi. Hjartans jóla- og nýársóskir sendi ég íbúum borgarbyggðar og lesendum skessuhorns með góðum kveðjum úr borgarnesi. Helga Halldórsdóttir Jólakveðja frá Akranesi Eftirvænting og gleði jólanna Jólakveðja úr Borgarnesi Komdu fagnandi 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.