Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 63

Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 63
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 63 Stjórn og starfsfólk Búnaðarsamtaka Vesturlands sendir bændum og búaliði á starfssvæði Búnarsamtakanna hugheilar jólakveðjur með ósk um farsælt komandi ár. SK ES SU H O R N 2 01 4 Þökkum samstarf á árinu sem er að líða. Hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum samstarfið og stuðninginn á árinu Ásmundur Einar Daðason og Halla Signý Kristjánsdóttir þingmenn framsóknar í NV kjördæmi SK ES SU H O R N 2 01 8 Leðurverkstæðið Það vakti eftirtekt sveitunganna árið 2015 að brynjólfur fékk viður- kenningu á Handverkssýningunni á Hrafnagili fyrir fagurlega gerðan hnakk fyrir fatlaða. Hann segir að erlendur sigurðsson hafi kennt sér allt sem hann kann. „Ég hef nú ekki farið í skóla í þessu frekar en öðu. en þetta byrjaði á því að ég fór að vinna hjá og með erlendi og var þá helst í viðgerðum til að byrja með en hann sjálfur í nýsmíðinni. Þeg- ar hann varð eldri fer ég aðeins að vinna við nýsmíðina og kaupi svo af honum tæki, efni og snið og meðal annars af þessum hnakki fyrir fatl- aða. sá hnakkur breytti því að börn og unglingar gátu farið á hest- bak og alveg í útreiðartúr. Hnakk- urinn er með baki og axlaböndum sem breytti öllu fyrir þennan hóp. en mest eru þetta viðgerðir sem ég stunda og af öllum toga. Verkefni koma svolítið í törnum. Hentar mér ágætlega með öðru og ef mik- ið liggur við, geri ég eins og aðrir iðnaðarmenn, svík einhvern annan í staðinn,“ segir brynjólfur kíminn. Aðspurður um hvort eitthvað við- gerðarverkefni standi upp úr frek- ar en annað segir hann það reynd- ar vera svo. „Mér var treyst fyr- ir að gera upp gamlan söðul, sem var gríðarlega skemmtilegt verk- efni. Og þegar svoleiðis vinna er í gangi, þá þarf maður að spyrja sig, hversu mikið á að gera? Ég vildi að hann yrði gamall áfram þótt hann yrði nothæfur. Hann var sem dæmi stoppaður með heyi og ég vildi ekki taka það í burtu, því það var org- inal. Þessi söðull var reyndar svo- lítið sérstakur að því leyti að söðul- boginn kom niður á tveimur stöð- um. Ég hringdi meira að segja í Þjóðminjasafnið til að spyrjast fyrir en þeir höfðu aldrei heyrt um svona söðla. Það er gríðarlega gaman að fá að glíma við svona verkefni og vera treyst fyrir þeim, sem ég hef fengið að gera öðru hvoru.“ Sóknarnefndin brynjólfur settist í sóknarnefnd stafholtssóknar árið 2008 þar sem aðstæður voru á þessum tíma nokk- uð sérstakar. „Það hættu allir á sama tíma, sóknarprestur, organisti og sóknarnefnd. Það var auðvitað átak fyrir nýja sóknarnefnd að koma sér inn í málin. Það breyttist auðvitað töluvert við prestaskiptin því þarna verða kynslóðaskipti á sama tíma og áherslur ögn aðrar hjá nýjum sóknarpresti. sóknarnefndin byrj- aði á því að laga kirkjuna, sem mik- il þörf var á. sem dæmi vorum við svo heppin að finna sniðmát af eldri gluggum og nýir gluggar voru því smíðaðir eftir gamla laginu. Kirkj- an var öll löguð, skipt um viði og rétt af á grunninum, en hún var far- in að síga og auk þess var hún svo máluð að innan. Vegurinn heim að kirkju og kirkjugarði var einnig lag- færður. Kirkjugarðurinn var slétt- aður, minningarmörk voru lagfærð og skráð og garðurinn sleginn oftar en hafði verið. Við heyrðum aldrei annað en sóknarbörnin væru ánægð með þessar framkvæmdir. Það var auðvitað lögð mikil vinna í þetta, sem enn er svo sem í gangi og nýj- asta framkvæmdin var að leggja veg upp á kastalann sem kirkjan stend- ur á og skábraut fyrir hjólastóla inn að kirkjunni. Það munaði einnig um að fá þann mikla stuðning sem við fengum hjá Guðmundi Rafni og sigurgeir sem starfa hjá Kirkju- garðasambandinu. Með öllum þess- um breytingum varð gjörbreyting á aðkomunni að kirkjunni og garðin- um í stafholti. Tómstundir Það eru kannski ekki margir klukkutímar sem brynjólfur hef- ur til tómstunda. Hann hlustar þó svolítið á tónlist og horfir á eitt og annað, ásamt því að grúska svolítið. „Ég er farinn að sækja mér margt í tölvuna; bæði tónlist, myndir og ýmsan gamlan fróðleik. en marg- ar íslenskar heimildamyndir liggja því miður ekki á lausu á netinu og almennt liggur vandinn helst í því að finna efni. Ég á líka svolít- ið myndasafn, heimildamyndir sem ég hef látið setja á flakkara og hef gaman af að horfa á. Aðeins hef ég líka starfað í björgunarsveitinni Heiðari. Var áður í slysavarnadeild- inni hér og var þá kannski mest í því að troða jólapappír og serví- ettum inn á fólk,“ segir hann bros- andi. „Ég hef sem sagt svona reynt að leggja eitthvert lið í mínu samfé- lagi,“ segir brynjólfur Guðmunds- son hógvær að lokum. bgk/ Ljósm. úr einkasafni og safni Skessuhorns Brynjólfur (í miðið) á æfingu björgunasveitarfólks í Heiðari, Oki og Brák. Söðullinn sem Brynjólfur lagaði, eftir lagfæringu. Hann var upphaflega i eigu Sigurbjargar Gísladóttur F. 1873 á Húnsstöðum í Austur Húnavatnssýslu. Brynjólfur hefur setið í sóknarnefnd Stafholtskirkju síðan 2008. Myndin er tekin við 140 ára vígsluafmæli Stafholtskirkju. Ásamt hjónunum í Hlöðutúni er sr. Geir Waage.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.