Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 64

Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 64
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202064 Rolando Díaz býr að bifröst í borg- arfirði ásamt konu sinni Guðrúnu Olgu Árnadóttur, börnunum Isobel Líf og Isaac Loga auk hundanna Max og Ösku. Hann vinnur við viðhald á byggingum Háskólans á bifröst en lætur ekki þar við sitja. Hann starfar með björgunarsveit- inni Heiðari í borgarfirði, björgun- arhundasveit Íslands og slökkviliði borgarbyggðar. Hann er jafnframt í stjórnum Heiðars og björgunar- hundasveitarinnar. Það er því ljóst að það er nóg að gera alla daga hjá honum. Rolando hefur sannarlega upplifað tímana tvenna og jafnvel þrenna. Hann elst upp í borgara- styrjöld í el salvador og upplifir skelfingar afleiðingar stríðs. eftir að hafa hrökklast undan mafíunni fer hann til Íslands, ver 13 árum á Ísafirði þar sem hann eignast konu og börn. síðustu sjö árin hefur hann dvalið með fjölskyldu sinni í kyrrðinni í borgarfirði og lætur vel af því. Æskan í El Salvador Rolando Díaz er fæddur árið 1974 í san salvador, höfuðborg el salva- dor. Hann var fimm ára þegar borg- arastyrjöld braust út í landinu, stríð sem stóð yfir í tæp þrettán ár, frá 1979 til 1991. Þar tókust á her rík- isstjórnar el salvador, sem banda- ríkin studdu, og uppreisnarmanna í bandalaginu Farabundo Martí Na- tional Liberation Front (FMLN), sem var bandalag fimm vinstrisinn- aðra skæruliðahópa. Kúba og önn- ur kommúnistaríki studdu upp- reisnarmennina. Áður en borgara- stríðið skall á hafði mikil spenna og ofbeldi verið til staðar í landinu. ekki eru til tölur um þá sem hurfu á meðan á stríðinu stóð, en yfir 75 þúsund manns voru drepnir. Fjölskylda Rolando bjó lengi á yfirráðasvæði skæruliða. Minnist Rolando þess að fjölskyldan þurfti að halda hvítu flaggi á lofti þegar fara þurfti út úr húsi eftir nauðsynj- um. Oft var skelfilegt um að litast. Illa brunnin lík lágu eins og hráviði og þurfti jafnvel að klofa yfir þau til þess að komast leiðar sinnar. Rol- ando lýsir því þegar hann er um fjórtán ára að hann er inni í stofu heima hjá sér. sér hann þá út um stofugluggann hvar skæruliði situr á hækjum sér, í u.þ.b. þriggja metra fjarlægð frá glugganum. Herþyrla stjórnarhersins flýgur lágt yfir og skæruliðinn stendur upp og hefur skothríð á þyrluna. Þyrlan snýr við og hefur gríðarlega vélbyssuskot- hríð á skæruliðann. Rolando segir þetta algerlega brennt inn í minnið og að hann heyri hreinlega byssu- kúlurnar borast niður í jörðina við það að rifja þetta upp. Sváfu undir borðstofuborðinu Árið 1989, þegar Rolando er fimm- tán ára gerði stjórnarherinn mikla árás á yfirráðasvæði skæruliða. Fjöl- skyldan bjó þá um sig í því herbergi sem hafði styrkasta veggi. Þar lá fjölskyldan í þrjá daga, undir borð- stofuborðinu og stafla af dýnum til þess að verjast sprengjubrotum og fallandi byssukúlum. eitt kvöldið, á meðan þau liggja þar, heyra þau að einhver er að reyna að brjótast inn í eldhúsið. eins og svo oft í sambæri- legum styrjöldum beittu skæru- liðarnir barnahermönnum. Það voru börn sem þeir höfðu numið á brott frá fjölskyldum sínum. Faðir Rolando gerir sér strax grein fyr- ir að skæruliðarnir eru að brjótast inn í húsið í þeim tilgangi. Rolando skelfur af ótta og fjölskyldan öll er skelfingu lostin og allir gráta. Fað- ir hans gerir sitt besta til þess að róa Rolando, segir við hann að al- veg sama hvað gerðist muni hann finna son sinn og koma honum heim. spennan var óbærileg þegar skyndilega heyrist mikill skarkali úr eldhúsinu. Hafði heimilisköttur ná- grannanna komist inn til þeirra og verið að príla upp á eldhúsinnrétt- ingunni og í leiðinni steypt pottum, pönnum og diskum niður á gólf. Við þennan hávaða urðu skæru- liðarnir greinilega skelkaðir og hurfu á braut. Það má því segja að kötturinn hafi bjargað Rolando frá grimmum örlögum. Þessi skelfilega reynsla varð til þess að fjölskyldan ákvað að yfirgefa allar sínar eigur og flýja yfir á svæði sem var und- ir stjórn stjórnarhersins. Þar voru óbreyttir borgarar mun öruggari en á svæði skæruliða. Fljótlega eftir þetta tekur stríðið loks enda. „Ég hugsa stundum um hvað Ís- lendingar eru heppnir að hafa ekki þurft að upplifa stríð. Ég held hrein- lega að þeir átti sig ekki á hversu heppnir þeir eru. Ég er alinn upp í stríði og vandist því að sjá sundur- skotin og brennd lík úti á götu. Þeg- ar maður er í björgunarsveit kemur fyrir að maður kemur að látnu fólki. Vegna þessarar reynslu minnar finn ég að það hreyfir minna við mér heldur en sumum félögum mínum í sveitinni. Ég er afar þakklátur fyr- ir að börnin mín hafa ekki þurft að upplifa stríð.“ Barátta við mafíuna Þegar stríðinu lauk komu upp ýmis vandamál í landinu. stjórnarherinn og skæruliðar stóðu í samningavið- ræðum. báðir aðilar sögðu við sína liðsmenn; „takk fyrir að hjálpa okk- ur og gangi ykkur vel.“ Við þetta myndast tómarúm í landinu. Liðs- menn beggja fylkinga var mikið til fólk sem aldrei hafði unnið við ann- að en stríðsrekstur og hermennsku, fólk sem kunni ekki að nota neitt annað en byssu. Þetta fólk dró sig saman og mafía varð til í el salva- dor. Þetta varð til þess að glæpir jukust gríðarlega og til að mynda fjölgaði bankaránum mikið. Rolando lýsir ástandinu þannig: „Fjölskyldan mín lenti í kjölfarið í veseni með mafíuna. Mafían fór að krefjast verndargjalds af þeim sem gekk vel og áttu einhverjar eignir og þeir sem neituðu voru einfaldlega teknir af lífi. segja má að vesenið byrji fyrir alvöru þegar afi minn og amma neita að borga gjaldið. Mafí- an byrjar á því að brjótast í tvígang inn á heimili þeirra. Afi hringdi í okkur og lét vita af þessu en hann hélt að þetta væru bara einhverjir Úr borgarastyrjöld í kyrrðina í Borgarfirði Rætt við björgunarsveitar- og slökkviliðsmanninn Rolando Díaz Rolando og Max í fullum skrúða Björgunarhundasveitarinnar. Rolando með félögum sínum í Slökkviliði Borgarbyggðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.