Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Side 65

Skessuhorn - 16.12.2020, Side 65
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 65 Sendum íbúum Borgarbyggðar, svo og Vestlendingum öllum, okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Starfsfólk Borgarbyggðar JÓLAKVEÐJA SK ES SU H O R N 2 02 0 Við sendum okkar bestu óskir um gleðilega jólahátíð og þökkum árið sem er að líða krakkar. Mér fannst óþægilegt að vita af þeim tveimur einum þannig að ég ákveð að fara í heimsókn til þeirra og var eina helgi hjá þeim. Viku seinna var brotist inn hjá afa og ömmu í þriðja skiptið. Afi var drepinn strax, þegar hann reyndi að verjast innbrotsþjófunum. Þeir vildu hins vegar halda ömmu á lífi. Amma og afi höfðu enga trú á bönk- unum og geymdu því alla sína pen- inga heima við. Þeir reyndu því að fá ömmu til að segja hvar pening- arnir voru. Þeir settu handsprengju í munninn á henni til þess að hún gæti ekki öskrað. Hús ömmu og afa var stórt og mikið og peningarn- ir geymdir á ýmsum felustöðum. Amma sagði þeim hvar peningarnir voru geymdir en þrátt fyrir það þá limlestu þeir hana, beittu hana kyn- ferðislegu ofbeldi en drápu hana að lokum. Þetta veit ég í dag vegna þess að þetta kom allt fram í réttar- höldunum yfir morðingjunum. Morðin uppgötvast ekki fyrr en einhverjum dögum síðar. Langamma mín bjó rétt hjá ömmu og afa. Amma og afi höfðu alltaf verið í miklu sambandi við hana og komið reglulega í heimsóknir. Þegar einhverjir dagar höfðu lið- ið án þess að hún hefði heyrt neitt í þeim ákvað hún að fara heim til þeirra og athuga með þau. Hún bankar en enginn svarar svo hún hringir í mömmu og ég man að við fórum bara strax af stað. Pabbi og bróðir mömmu klifruðu yfir girð- inguna við húsið og komust þannig inn í húsið. Ég man greinilega eft- ir öskrinu í bróður mömmu þegar hann fann líkin. Ég var það ungur að mér var ekki hleypt inn í húsið og sá því ekki líkin.“ Létu eins og væru alfarin eftir þetta hefst lögreglurannsókn sem leiðir að endingu til þess að morðingjarnir nást. Upp úr því fara fjölskyldunni að berast hótanir. Þar er mafían að reyna að koma í veg fyrir að fjölskyldan beri vitni gegn morðingjunum. Þeir skilja með- al annars eftir bréf við útidyrnar þar sem fjölskyldunni er hótað líf- láti. „Við vorum fjögur í fjölskyld- unni og í einu bréfinu standa fjór- ir krossar skrifaðir með saur. Þetta var alger geðveiki. Fljótlega verð- um við vör við að þeir elta okkur hvert sem við förum.“ Fjölskyldan lét hótanirnar og ógnina ekki stöðva sig og bar vitni í réttarhöldunum. Þeim lýkur með því að morðingjarnir eru sakfelld- ir. eftir það var fjölskyldunni ekki lengur vært í el salvador. Hún fór því til nágrannalandsins Guatemala til þess að bíða þar til ástandið ró- aðist heima við. Þar var fjölskyld- an í um það bil mánuð. „Við létum hins vegar eins og við værum flutt alfarið til Guatemala. Látið var eins og verið væri að selja allt innbúið heima hjá okkur. Húsgögnin voru seld, fólk kom og sótti búslóðina en í raun voru þetta vinir og kunningj- ar sem sótti húsgögnin og kom með þau í nýtt hús sem okkur hafði verið útvegað,“ segir Rolando. Alfarinn frá landinu Mafían stóð í þeirri trú að fjöl- skylda Rolando væru flutt alfarið úr landi og hafði ekki hugmynd um að hún væri í raun enn í el salvador. Rolando segir að fjölskyldan hafi fengið að vera í friði í nokkur ár í kjölfarið á þessum gerviflutningi. „Við fengum frið í einhver fjögur ár eftir þetta. Við vorum með fyr- irtæki og einn morguninn þegar ég er mættur snemma hringdi síminn. Í símanum er einhver með mjög skrýtna rödd sem segir mér að skila til pabba míns að ef hann fari ekki að borga mafíunni þá verði mamma drepin, hún skorin í búta og skil- að í poka til okkar. Þeir vissu hvar mamma var og hvernig bíl hún væri á. Þegar fjölskyldan ræddi málin kom í ljós að mamma var búin að vera að borga mafíunni í einhvern tíma. Þeir höfðu þá hótað mömmu því sama og pabba var hótað.“ eftir þetta var endanlega ljóst að fjölskyldan gat ekki verið þarna. Fjölskyldan flutti fljótlega til bandaríkjanna en Rolando komst ekki strax með því vegabréfsáritun hans til bandaríkjanna var útrunn- in. Hann varð þess vegna að vera í felum heima hjá frænda sínum í el salvador. Rolando lýsir þessu þannig: „Við vissum að mafían fylgdist með fjölskyldunni. Til þess að blekkja mafíuna fór ég með fjöl- skyldunni út á flugvöll svo það liti út fyrir að við færum öll úr landi. Lögreglan á flugvellinum kippti mér hins vegar til hliðar rétt áður en gengið var um borð í flugvél- ina. Mér var laumað inn í hliðar- herbergi og mér síðan komið heim til frænda míns. systir mín hafði búið á Íslandi í nokkurn tíma og er gift Íslendingi. Við töluðum saman í síma og hún biður mig að koma bara til Íslands. Það séu allir papp- írar klárir, hér geti ég verið öruggur og frjáls og þurfi ekki að vera í fel- um. Ég geti bara komið strax. Nú, ég segi bara OK og flýg til Íslands. Ég ætlaði ekki að vera hér lengi, bara smá tíma, en þegar ég var kominn hingað fannst mér bara allt svo flott og öðruvísi og mér fannst ég loksins vera alveg öruggur. Ég ákvað því að vera áfram á Íslandi.“ Kominn til Íslands Rolando kom til Íslands fyrir rétt- um 20 árum, eða 13. desember 2000 eftir sólarhrings ferðalag. Hann var nokkra daga hjá systur sinni fyr- Slökkvilið Borgarbyggðar, Rolando er annar frá vinstri í fremri röð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.