Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 66
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202066
ir sunnan en flaug svo til Ísafjarð-
ar þar sem hann átti eftir að dvelja
næstu 13 árin. „Tengdaforeldrar
systur minnar, elías og Ásthildur
sem nú er látin, reyndust mér eins
og fósturforeldrar og börnin þeirra
eins og systkini, ég varð bara hluti af
fjölskyldunni. Ég bjó hjá þeim fyrst
um sinn og þau sáu um alla papp-
írsvinnuna fyrir mig. Þau hjálpuðu
mér líka að sækja um vinnu. elías
kenndi mér að keyra í snjó en það
hafði ég aldrei gert áður. Þá hjálp-
aði Magnús Hauksson mér mikið.“
Þegar Rolando kom til Íslands
var hann með þrjátíuþúsund krónur
í vasanum, eina tösku og bakpoka.
Hann hafði selt bílinn sinn áður en
hann fór og nýtt stóran hluta af pen-
ingnum sem hann fékk fyrir bílinn
til þess að greiða skuldir og fleira.
Rolando lýsir því að hann hafi ekki
verið í jafnvægi á þessum tíma: „Ég
hugsaði ekki rökrétt á þessum tíma.
Ég ætlaði bara að skreppa aðeins
til Íslands og koma svo aftur. Fjöl-
skyldan hafði skilið allt eftir í el
salvador, fyrirtækið, húsið og all-
ar sínar eigur. Þó að þetta væri um
miðjan desember var ég ekki með
nein hlý föt, ekki peysu einu sinni,
enda el salvador mun heitara land
en Ísland. Ásthildur fór með mig í
verslunarleiðangur og keypti á mig
stígvél, snjóbuxur, úlpu, vettlinga
og húfu.“
Tvo daga með
fyrsta balann
Rolando lýsir því hvernig honum
leið í fyrstu hér á landi: „Fyrsta
vinnan sem ég fékk var við beitn-
ingu á suðureyri. elías keyrði mig
á staðinn og þegar ég sá hvað ég átti
að fara að gera hélt ég að það væri
eitthvert djók! Í el salvador hafði
ég aldrei unnið við neina líkamlega
vinnu, aðeins skrifstofustörf. Ég
hafði verið að læra byggingatækni-
fræði, unnið í banka og í fjölskyldu-
fyrirtækinu sem innkaupastjóri.
Ég hafði ferðast mikið erlendis í
vinnunni og var alltaf í jakkafötum
og með bindi. Þegar mér var sagt
að ég fengi greiddar tvöþúsund
krónur fyrir hvern bala leist mér nú
aðeins betur á og fannst það mikl-
ir peningar. Ég spurði hvað menn
væru að beita marga bala á dag og
fékk þau svör að átta til níu balar
væri svona eðlilegt. Mér leist því
betur og betur á þetta. Ég byrjaði
bara að beita og var tvo daga með
fyrsta balann. Mér leið eiginlega
ömurlega fyrstu dagana og hugs-
aði stöðugt um að hér ætti ég ekki
heima, þetta var svo erfitt og ólíkt
öllu sem ég hafði gert á ævinni. Ég
saknaði lífsins míns í el salvador,
vinanna og fjölskyldunnar.
smátt og smátt fór mér að líða
betur, fólk var næs við mig og ég
fer að eignast vini. Tungumálið var
mér samt erfitt. Þegar ég fór í partí
með vinunum skildi ég ekki neitt og
sat bara úti í horni. Ég var ekki að
fíla þetta því ég drekk ekki en þarna
sátu allir að drekka og spjalla. Þegar
ég hafði verið í nokkra mánuði á Ís-
landi koma foreldrar mínir hingað.
Við fluttum saman í íbúð og bjugg-
um saman í nokkurn tíma. Árið
2002 flyt ég út frá þeim og á sama
tíma kynnist ég konunni minni,
Guðrúnu Olgu Árnadóttur. Við
eigum í dag saman tvö börn; Isobel
Líf sem er 16 ára og Isaac Loga en
hann er 14 ára. Fyrir átti konan mín
börnin sigurð erling sem er 29 ára
í dag og evu Rut sem er 23 ára.
Foreldrar mínir búa enn á Ísafirði
og ég bjó þar í alls þrettán ár.“
Björgunarhundarnir
en nú snúum við umræðunni að
störfum Rolando við björgunar-
og hjálparstörf. björgunarhundar
Rolando eru tveir; Aska og Max.
Aska er tík af þýsku fjárhunda-
kyni (schäfer) og Max er Labra-
dor úr Kolkuós ræktun. Aska hef-
ur lokið C prófi og er í þjálfun sem
snjóflóðaleitarhundur. Hún er ekki
komin á útkallslista. Max hefur lok-
ið A prófi og er sérþjálfaður sem
víðavangs-leitarhundur og er á út-
kallslista björgunarhundasveitar-
innar. Að sögn Rolando fá hund-
arnir eingöngu hráfæði. samstarfs-
fólk hans færir þeim gjarnan poka
af ýmsu sem fellur til við slátrun.
Hundarnir fá bein og kjöt af kjúk-
lingum og svínum auk fisks en hval-
kjöt vilja þeir ekki sjá. Rolando seg-
ir hundana fá mikilvæga fitu úr hrá-
fæðinu sem ekki fæst úr hefðbundn-
um hundamat en fitan er afar mikil-
væg fyrir þefskyn hundanna.
Gríðarlega mikil vinna liggur að
baki þjálfun hunds sem lokið hefur
öllum prófum sem björgunarhund-
ur. Á vef björgunarhundasveitar Ís-
lands segir m.a: „Frá upphafi þjálf-
unar þar til hundateymið er kom-
ið á útkallslista geta liðið a.m.k.
tvö til þrjú ár. Á því tímabili er æft
einu sinni til tvisvar í viku. best er
að byrja með einföldum æfingum
þegar hundurinn er aðeins nokk-
urra mánaða gamall en þess eru
mörg dæmi að eldri hundar hafi
náð góðum árangri. Þegar teym-
ið hefur staðist C, b og að lokum
A próf tekur við tímabil þar sem
eigandinn þarf að viðhalda þjálfun
hundsins. Þjálfunin á sér stað með
jákvæðum stuðningi við hegðun
hundsins. Það þýðir að geri hund-
urinn það sem af honum er ætl-
ast er hann verðlaunaður með því
að leika við hann eða gefa honum
nammibita. Leik- og matarhvöt
hundsins er notuð til þess að þjálfa
hundinn og láta hann gefa til kynna
hvar týndi einstaklingurinn er. Afar
mikilvægt er að hundaeigandinn
sinni umhverfis þjálfun frá ungum
aldri hundsins og kenni hundinum
almennar hlýðnireglur. Allir leit-
arhundar þurfa að taka hlýðnipróf
með eiganda sínum.“
Byrjaði í björgunarsveit
Rolando byrjaði að starfa með
björgunarsveitinni Tindum í
Hnífsdal árið 2007. Hann segist
hafa byrjað í björgunarsveit vegna
þess hvað Ísland og Íslending-
ar tóku vel á móti honum. Hann
vildi gefa eitthvað til baka og fannst
þetta góð leið til þess. Hann seg-
ir frá því að björgunarsveitir þurfi
oft að aðstoða ökumenn jeppa í erf-
iðri færð á fjöllum. björgunarmenn
sjái þá stundum um að keyra jepp-
ana til byggða. „Oft horfa þessir
ökumenn jeppanna á mig skrýtnir á
svip, eru greinilega að hugsa; þetta
er útlendingur, svona dökkur á hör-
und. Það getur ekki verið að hann
kunni að keyra í snjó,“ segir Rol-
ando og hlær. Jafnframt lýsir hann
því hvernig björgunarmönnum líð-
ur þegar þeir finna týnda mann-
eskju heila á húfi. „Það er geggjuð
tilfinning og maður hættir að hugsa
um allt erfiðið sem fylgir þessu
starfi.“
Árið 2009 byrjar hann í björgun-
arhundasveit Íslands. Rolando legg-
ur mikla áherslu á mikilvægi þess að
gefast aldrei upp. Labradorinn Max
er fjórði hundurinn sem hann þjálf-
ar. Fyrri hundar reyndust ekki vel,
voru með skapgerðargalla og hent-
uðu ekki til þess að vera björgunar-
hundar. Hann hafði fengið þá sem
fullorðna hunda og vissi því ekki
af þessum göllum. Það er ekki fyrr
en með Max að hann nær árangri
og Max og Rolando hafa nú lok-
ið öllum prófum sem tilskilin eru
fyrir björgunarhunda og eigendur
þeirra.
Flutt á Bifröst
Árið 2013 ákvað Rolando að halda
áfram námi og flutti fjölskyldan þá
að bifröst. Rolando og Guðrún
Olga hefja nám í Háskólagátt við
skólann, sem er brú inn í háskóla-
nám fyrir þá sem ekki eru með stúd-
entspróf. Rolando var með stúd-
entspróf en vildi sjá hvernig hon-
um gengi að læra íslensku áður en
hann skellti sér í sjálft háskólanám-
ið. eftir Háskólagáttina fór hann í
viðskiptafræði og Guðrún Olga í
viðskiptalögfræði. Rolando hafði
lært og unnið við smíðar á Ísafirði.
Hann byrjaði að vinna við viðhald
á Háskólanum á bifröst árið 2014.
Hann segir að þau kunni mjög vel
við sig á bifröst og séu ekki á leið-
inni að flytja annað.
Drónar
Rolando er löggiltur slökkviliðs-
maður og hefur sem slíkur tek-
ist á við krefjandi verkefni að und-
anförnu. Hann hefur unnið mikið
með dróna frá björgunarsveitinni
Heiðari, bæði fyrir slökkviliðið og
björgunarsveitina. Rolando útskýrir
hversu ómetanlegt sé að hafa dróna
við slökkvistörf. Hægt er að greina
með drónanum heita fleti sem ekki
eru sjáanlegir með berum augum
auk þess sem dróninn býður upp á
sjónarhorn sem ekki væri annars í
boði. Með hitamyndavél drónans
er hægt að greina eld inni í hólfum
bygginga og hægt er að sjá hvernig
eldurinn er að þróast og ferðast eft-
ir byggingum. Hitamyndavélin gef-
ur einnig upplýsingar um hitastig
á yfirborði bygginga sem er mjög
mikilvægt fyrir slökkvilið. Dróninn
nýtist því slökkviliðinu en ekki síð-
ur björgunarsveitinni. Dróninn er
nýttur til þess að leita að fólki úr
ákveðinni hæð með hitamyndavél.
Þegar einstaklingurinn er fundinn
er hægt að setja hátalara á drón-
ann og koma þannig skilaboðum til
viðkomandi. síðan er hægt að setja
vinnuljós á drónann sem nýtist við
vinnu björgunarmanna við dimm-
ar aðstæður. Rolando lýsir því jafn-
framt hversu öflugt það er að geta
leitað með dróna og leitarhundi á
sama tíma.
Þakklátur frelsinu
og örygginu
Þegar líður að lokum þessa spjalls
okkar vill Rolando undirstrika
hversu þakklátur hann er landi og
þjóð fyrir að hafa tekið svona vel á
móti sér og gefið sér svona mörg
tækifæri, frelsi og öryggi. Honum
finnst bara mjög eðlilegt að hann
standi í þessu öllu því hann er bara
að leggja sitt að mörkum til sam-
félagsins, það sé það minnsta sem
hann geti gert. Hann kunni afar vel
við Íslendinga og segist ekki hafa
hitt óheiðarlegan mann öll þessi
tuttugu ár sem hann hefur dvalið á
Íslandi. Honum líði frábærlega hér
á landi og hann segist vera virkilega
hamingjusamur með stöðu sína í
dag.
frg/ Ljósm: Rolando Díaz
og úr einkasafni.
Rolando með drónann.
Björgunarhundasveit Íslands.
Rolando og snjó- og rústaleitarhundurinn Aska. Rolando og víðavangsleitarhundurinn Max.