Skessuhorn - 16.12.2020, Síða 76
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202076
Mjög víða stunda áhugaljósmynd-
arar ómetanlega samtímaskráningu
fyrir sín byggðarlög; fanga þann-
ig atvinnusöguna, menninguna,
mannlífið eða náttúruna. samtíma-
skráning af þessu tagi er mikilvæg.
Hér á Vesturlandi eru fjölmarg-
ir sem stunda áhugaljósmyndun af
kappi. Í jólablöðum skessuhorns
á liðnum áratugum hafa áhuga-
ljósmyndarar á Vesturlandi verið
kynntir, einn á hverju ári. Við köll-
um þetta fólk samtímasöguritara,
fólkið sem á í fórum sínum þúsund-
ir mynda frá liðnum árum. Myndir
sem varðveita annars glötuð augna-
blik.
Hefur alltaf
verið listrænn
Atli Harðarson er sagnaritari sam-
tímans að þessu sinni. Atli er sunn-
lendingur að uppruna, bjó og starf-
aði lengi á Akranesi en er nýlega
fluttur til Reykjavíkur. Atli hefur
alltaf verið listrænn í sér og byrjaði
ungur að teikna myndir. „Ég teikn-
aði daginn út og inn sem krakki og
var alltaf með teikniblokkina við
höndina og gerði kennarana mína í
barnaskóla efalaust oft pirraða á því
að ég var alltaf á kafi í teikniblokk-
inni. Ég var á tímabili á báðum átt-
um um hvort ég ætti að fara í mynd-
listarnám en endaði svo í heimspeki
í háskólanum,“ segir Atli og bæt-
ir við að áhugi hans á formum og
myndbyggingu hafi þó áfram verið
til staðar. „Ég hélt svo bara áfram
að búa til myndir en í staðin fyr-
ir að teikna fór ég að nota mynda-
vél. Ég er ekki að taka ljósmyndir
sem heimildir eða eitthvað slíkt eða
til að segja frá einhverju sérstöku,
heldur er ég bara að búa til mynd-
ir af formum í umhverfinu,“ segir
hann.
Pælir lítið í búnaðinum
Aðspurður segist Atli ekki spá mik-
ið í búnaðinum sem hann notar við
myndatökur. „Ég man varla sjálfur
hvað myndavélin mín heitir og mér
þykir það í raun algjört aukaatriði.
Ég hugsa ekki mikið um vélina þeg-
ar ég tek myndir, ég veit jú svona
lágmarkið eins og hvert ljósopið er
og þar með hvað mikið er í fókus
en ég eyði ekki hugarorkunni í að
spá of mikið í tæknilega hlutann.
Ég hugsa nær eingöngu um ramm-
ann og hvaða möguleika ég sé í því
sem ég hef fyrir framan mig. Ég
er bara að taka myndir en ekki að
fikta í græjum,“ segir Atli. spurð-
ur hver sé lykillinn að góðri mynd
segir hann það vera þjálfun. „Aðal
atriðið er að gera sér grein fyrir að
myndavélin sér hlutina ekki eins og
augun og læra inn á það og þá get-
ur maður náð góðri mynd. Þegar
maður horfir á eitthvað venjulega
sér maður það sem grípur athygl-
ina og er beint fyrir framan mann.
Maður tekur í raun ekki eftir því
sem er á jaðrinum. en myndavél-
in virkar ekki þannig, hún tekur allt
sem er innan rammans og maður
þarf þjálfun til að læra að láta allt
myndefnið í rammanum vera sam-
ræmda heild. Til þess þarf í raun að
snúa upp á skilningarvitin og það
er okkur ekki eðlilegt. Þetta er eitt-
hvað sem tekur tíma að þjálfa og
það gerir maður bara með að taka
myndir og æfa sig,“ segir Atli.
Fuglarnir í uppáhaldi
Atli hefur alltaf verið hugfanginn
af myndlist og segir það ekki skipta
hann neinu máli hvort það sé tré-
litamynd eða ljósmynd. en hvern-
ig myndir þykir honum skemmti-
legast að taka? „Myndir af stygg-
um fuglum,“ svarar hann. „en mér
þykir líka gaman að taka myndir af
sjónum og Langisandur er í miklu
uppáhaldi. Hann er algjört ævintýri
fyrir ljósmyndara því hann breytist
svo hratt. Þú getur komið á Langa-
sand að taka myndir með klukku-
tíma millibili og hann hefur alveg
breytt um lit og form og myndirn-
ar geta verið gjörólíkar. stundum
er sandurinn eins og gull, stund-
um svartur eða hvítur og svo stund-
um eins og spegill,“ segir Atli. „Ég
hef mjög gaman að litum og birtu
en fuglarnir eru númer eitt. Ætli
það sé ekki því það er mátulega erf-
itt fyrir mig að ná góðum mynd-
um af þeim,“ segir hann og hlær.
„Þú segir fuglinum ekki að stilla
sér upp og bíða á meðan þú tekur
mynd. skemmtilegustu myndirn-
ar eru þær sem maður hefur unnið
fyrir eins og myndir af spörfuglum
eða krummanum. Þetta eru kvik-
ir og styggir fuglar sem fara þegar
maður kemur of nálægt. Það þarf
því oft langar samningaviðræður
til að komast að þeim. Maður tek-
ur bara eitt skref í einu og nálgast
þá mjög hægt og svo verður mað-
ur að komast að þeim frá réttri hlið
svo það verði eitthvað úr myndinni.
Ég hef ekki farið út í það að kaupa
svakalegar linsur til að ná myndum
af þeim eða liggja í byrgi og bíða.
Ég bara tek tímann minn og kem
mér eins nálægt fuglinum og ég
get, nógu nálægt til að hægt sé að
sjá blik í auga. Það er svo skemmti-
legt að eiga við þessi dýr, fá að
heilsa þeim svona og semja við þau
svo maður nái af þeim myndum,“
segir Atli.
Rekist á myndirnar
sínar víða
Atli hefur séð myndirnar sínar birt-
ar víða, til dæmis í auglýsingum, en
hann segir það bara skemmtilegt.
„Ég hef svolítið ferðast til Grikk-
lands og í einni ferðinni sá ég mynd
eftir mig í túristabæklingi þar og á
heimasíðu þorps í Grikklandi. Ég
er alltaf að rekast svona á mynd-
ir eftir mig hingað og þangað. Ég
birti myndirnar mínar á Flickr síðu
og fólki er velkomið að nota þær
svo lengi sem það er ekki að breyta
myndunum eða selja þær. Þeg-
ar ég er búinn að taka mynd á ég
hana í raun ekki, þetta var bara eitt-
hvað fyrir framan mig sem ég sá og
tók mynd af og ef aðrir geta notið
þess er það bara frábært,“ segir Atli.
Hægt er að skoða myndirnar hans
Atla á flickr.com/photos/atlih. arg
Sagnaritari samtímans 2020
Ljósi brugðið á ljósmyndir og áhugamál Atla Harðarsonar
Atli Harðarson.
Atli heldur mikið upp á Langasand á Akranesi.
Atli segir það skemmtilegast að mynda stygga fugla. Matartími.