Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Side 80

Skessuhorn - 16.12.2020, Side 80
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202080 Þau eru jólabörn fram í fingur- góma, hjónin Þorsteinn Jakobs- son og Rosario Glaraga Dungog sem búa í Ólafsvík. Heimilið er orðið fagurlega prýtt jólaskrauti og handbragð frúarinnar leynir sér ekki þótt eiginmaðurinn seg- ist reyna að vera liðtækur og hjálpa til. en þau hafa einnig fengið ýmis verkefni til að takast á við í lífinu, sem sum hver hafa tekið á. Á Co- vid tímum er mætt með grímu og sprittflösku upp á vasann til að taka spjall. ekki var heilsað með handa- bandi upp á gamla mátann en oln- bogar notaðir í staðinn. Ólíkur uppruni Hjónin Rosario og Þorsteinn koma úr sitthvoru heimshorn- inu en kynnast í Ólafsvík. Hún kom frá Filippseyjum til að fara í vinnu hjá vinkonu sinni í Fiskiðj- unni bylgju, þetta var árið 1990. Hann kom frá skagaströnd og ætl- aði ekki að stoppa lengi. en hvor- ugt hefur farið til langdvalar síð- an. Þorsteinn var kvæntur annarri konu er hann flutti til Ólafsvíkur og hóf störf í Fiskiðjunni bylgj- unni, hvar hann kynntist Rosar- io ögn. „Ég og mín fyrrverandi kona komum hingað til að vera í ár. Henni leiddist alla tíð í Ólafsvík og flutti eftir fjögur ár í burtu en ekki ég, svo við skildum að skipt- um. Á þessum tíma var töluverð- ur hópur fólks frá Filippseyjum að vinna í bylgjunni. Þá fannst mér þau öll eins, en það breyttist nú svo þegar ég fór að kynnast þeim,“ segir Þorsteinn og brosir. Það var síðan 1997 að þau hittust að nýju í Reykjavík; Rosario og Þorsteinn, sem varð til þess að þau rugluðu saman reitum og giftu sig 1998. Í hjúskapinn kom Rosario með eina dóttir sem er afar náin Þorsteini og hann kom með þrjú börn. saman eiga þau svo einn son. Brúðkaupið Það var þeim til mikillar gleði að foreldar Rosario gátu mætt í brúðkaupið. Þau lögðu á sig langt ferðalag frá Filippseyjum til að mæta. systur Rosario búa á Íslandi svo hluti af hennar fjölskyldu gat verið viðstödd. „Það er mikilvægt að geta glaðst með sínum á svona hátíðisdegi,“ segir hún með blik í auga; „ég var afar hamingjusöm að fólkið mitt gat komið. Núna er faðir minn orðinn gamall mað- ur og móðir mín býr ekki lengur í gamla þorpinu okkar, svo það var gott að þetta gat gerst.“ Suðræna blóðið og fiskvinnsla Hjónin settust að í Ólafsvík og Ros- ario fór aftur að vinna í bylgjunni. Það reyndist íbúanum frá sunnan- verðum hnettinum erfitt. „Mér var alltaf kalt og ég var alltaf veik, segir Rosario. „Það var erfitt fyrir mig að standa svona í kuldanum og vinna við flökun eða snyrtingu á fiski. Það var farið að hafa veruleg áhrif á líð- an mína. Við ákváðum því að ég myndi prófa að fara í aðra vinnu. Ég sótti um á mörgum stöðum en fékk hvergi neitt að gera. bylgjunni var alltaf lokað í júlí og ég fór að heim- sækja systur mína í Reykjavík. Við vorum að ræða ýmsa atvinnumögu- leika, þegar hún spyr hvort ég gæti hugsað mér að vinna á Droplaugar- stöðum sem er hjúkrunar- og dval- arheimili fyrir aldraðra. Ég talaði við forstjórann og mátti bara mæta strax,“ segir Rosario brosandi, „ég ætlaði nú bara að vera í ár, en þar er ég nú enn. Þorsteinn viðurkenn- ir að hann hafi ekkert verið hrifinn af hugmyndinni fyrst. en svo hafi hann séð að hún yngdist um mörg ár við að skipta um atvinnu. „Og í raun skildi ég þetta vel,“ segir Þor- steinn; „ ég var lengi á frystitog- ara sjálfur, nú var ég bara kominn hinum megin við borðið. Við feðg- ar erum hér heima virku dagana en Rosario kemur alla jafnan aðra hverja helgi.“ Farið í nám Rosario líkaði það vel í vinnunni að hún ákvað að fara í nám. „Ég fór og lærði félagsliðann og vinn núna við það ásamt umönnun. Til að byrja með var ég hjá systrum mínum til skiptist, en ég á tvær systur sem búa báðar í Reykjavík, eftir því hvort ég var að vinna kvöld- eða dagvakt. en svo keyptum við okkur íbúð í Reykjavík.“ Þorsteinn bætir við að fyrst hafi þau keypt sér stúdíó- íbúð en það hafi verið hálf ómögu- leg. „Það fór allt á annan endann í íbúðinni þegar við feðgar komum í heimsókn,“ segir hann brosandi. Lausnin var því að kaupa stærri íbúð sem þeim finnst hafa verið happagjörningur. Fiskiðjan Bylgjan eins og fram hefur komið réði Þor- steinn sig til bylgjunnar við kom- una til Ólafsvíkur og þar starf- ar hann enn, þótt farið sé að stytt- ast í að hann verði sjötugur. Hann segist hafa verið seldur tvisvar með fyrirtækinu, sem heitir annað í dag. „Mér gengur hins vegar illa að breyta nafninu svo ég tala enn um bylgjuna. Ég er í grunninn bú- fræðingur, fór síðan og lærði bif- vélavirkjun en hef mest unnið við smíðar og þá helst úr rústfríu stáli síðustu árin. Ég náði mér einnig í vélstjóraréttindi síðar. svo ég hef verið gjaldgengur á sjó og í landi en finnst mest gaman að smíða. Í bíl- skúrnum á ég svolítið að leikföng- um svona fyrir gamla vélstjóra og þar dunda ég mér við smíðar, þegar ég er ekki að gera eitthvað annað. Það gefur mér mikið. Ég vinn ekki lengur fulla vinnu og lít ekki lengur á mig sem fastráðinn starfsmann.“ Gistiaðstaðan Þorsteinn segir brosandi að venju- lega sé Rosario ekki fyrr kom- in inn úr dyrunum heima, en hún sé farin að þrífa. „Við feðgarnir erum víst ekki alveg nógu flinkir í þessu.“ „Þeir eru ekki að gera þetta nógu vel,“ skýtur hún inn í hlæj- andi. Hann bætir við að þau hafi rekið gistiþjónustu á neðri hæð- inni í nokkurn tíma. „Og þar gat ég sannarlega þrifið eins og hún vildi, allt tandurhreint frá toppi til táar. Kannski hefur það verið vegna þess að þar var ekki eins mikið af skrautmunum.“ Gistiheimilið rak Þorsteinn frá árinu 2015 til 2020, þá skellti hann í lás. „Þetta gekk vel hjá okkur til að byrja með. en eftir árið 2017 sá ég kúrfuna fara niður á við. Það voru svo margir komnir í svipaða starfsemi að arðurinn varð ekki eins mikill. Við gátum hýst allt að tíu manns í einu, en buðum bara upp á gistingu. en með kúrf- una á niðurleið var eina vitið að loka þessu. Ég viðurkenni alveg að svona starfsemi er gríðarlega bind- andi. Við fórum ekkert. Þannig að í fyrsta sinn í sumar fórum við hjónin í sumarfrí. en þetta var skuldlaust þegar við hættum starfseminni, svo við göngum sátt frá borði.“ Fjölskyldan eins og fram hefur komið eiga þau hjón samtals fimm börn, þar af einn son saman. Fjölskyldan er stór og náin. sonurinn sem þau eiga saman greindist með einhverfu ungur að árum. „Það var eitt enn verkefnið sem lífið færði okkur að læra á það, segir Þorsteinn. „Það er nú svo að enginn veit hvað rekur á fjörurnar í þessu lífi. Við fengum þetta verk- efni sem á stundum hefur verið erf- itt en á sama tíma gefandi og kennt okkur margt. Ég held að það auki skilning, æðruleysi og víðsýni for- eldra að eignast barn sem á ein- Lífið færir fólki margvísleg verkefni Rætt við hjónin Rosario Glaraga Dungog og Þorstein Jakobsson í Ólafsvík Hjónin Rosario Glaraga Dungog og Þorsteinn Jakobsson á heimili sínu í Ólafsvík. Ljósm. bgk. Fjölskyldan á jólum. Þorsteinn, synirnir Þröstur Ránar og Jakob, Rosario og Dalrós. Ljósm. úr einkasafni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.