Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Page 82

Skessuhorn - 16.12.2020, Page 82
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202082 Hún er fædd og uppalin vestur á snæfellsnesi, á bænum Hrísdal í eyja- og Miklaholtshreppi. Hún er yngst af sex í systkinahópnum. Hún er alin upp af þýskri móður og ís- lenskum föður. Þetta er hún Guð- rún Kristjánsdóttir. blaðamaður skessuhorns kíkti í heimsókn til Gunnu Kristjáns á heimili hennar í borgarnesi. segir hún blaðamanni sögu sína; allt frá uppeldinu vestur í Hrísdal, jólahaldinu, hinum ýmsu störfum sem hún hefur tekið að sér á lífsleiðinni en einnig hvernig líf- ið á það til að grípa inn í, fyrirvara- laust. Bernskuárin Nóg var um að vera á fimmta og sjötta áratugnum í barneignum hjá þeim hjónum í Hrísdal. Frá árinu 1953 til 1962 fæddust átta börn. Af systkinahópnum voru tvö þeirra sem dóu ung, númer þrjú og sex í systkinaröðinni, en sex af átta barnanna eru uppkomin í dag. Guðrún Kristjánsdóttir er yngst, númer átta eins og hún orðar það sjálf við blaðamann. Úrsúla er elst þeirra systkina, svo koma Unnur og Matthildur, þar næst kemur sig- urður, Hjördís og svo Guðrún. Að- spurð um uppeldið í sveitinni seg- ir hún það hafa verið rosalega gott. Heimilið í Hrísdal var mannmargt heimili en börn ömmu og afa Guð- rúnar voru 11 talsins. Öll börn þeirra fluttu að heiman fyrir utan tvö þeirra, Kristján, pabbi Guð- rúnar, og bróðir hans ásamt sinni fjölskyldu. Þetta er því stór hópur í heildina eða hátt í 400 afkomendur. „Afi og amma bjuggu líka í Hrísdal. svo var annað íbúðarhús á jörðinni. Þar bjó bróðir pabba með sín sjö börn. Þetta voru því mörg börn á misjöfnum aldri,“ segir Guðrún. Allir með verkefni Í Hrísdal var haldið úti búskap. Þar voru bæði kýr og kindur ásamt hænum og fengu allir í fjölskyld- unni verkefni við sitt hæfi. „Mað- ur fór náttúrlega að vinna um leið og maður gat labbað. Þá voru verk- efni sem hæfðu þroska hvers og eins. eftir því sem að árin liðu juk- ust verkefnin eftir því sem að ald- ur færðist yfir. Fyrst fórstu bara að gefa hænunum og eftir því sem maður varð eldri fékk maður meira að gera. Það gat verið að gefa kálf- unum, kindunum eða kúnum og jafnvel hjálpa til í fjósinu. Ábyrgðin óx eftir því sem maður eltist. Þetta var rosalega gaman og það var alltaf nóg að gera heima í sveitinni,“ rifj- ar Guðrún upp. Aðspurð um kynja- skipt hlutverk og verkefni, eins og tíðkaðist oft í gamla daga, svar- ar Guðrún að ekkert svoleiðis hafi verið í sinni fjölskyldu þar sem þær voru fimm systurnar og einung- is einn strákur í systkinahópnum. Fyrir vikið fengu stelpurnar vinnu úti við á vélum og við heyskap, al- veg jafnt á við bróður sinn. Nóg var að segja þeim systkinum einu sinni til verka og hefur Guð- rún tileinkað sér þetta allt sitt líf. „einu sinni var alveg nóg. Ég vissi mínar skyldur og hvað væri á minni ábyrgð og það var mitt að passa upp á það. Ég er þannig enn í dag,“ seg- ir Guðrún ákveðin. „ef við vorum beðin um eitthvað og gerðum það ekki þegar við vorum beðin um það, þá fóru mamma eða pabbi í verkið. Það gerðist ekki nema einu sinni vegna þess að þú lést ekki for- eldra þína vinna verkin sem þú átt- ir að vinna sjálfur,“ bætir hún stað- fastlega við. „Maður skammaðist sín svo mikið ef mamma eða pabbi fóru að gera eitthvað sem var okk- ar eigin skylda. Ég hugsaði alltaf eftir á, af hverju er ég að haga mér svona.“ Þýsk áhrif Þrátt fyrir strangt uppeldi þá man Guðrún aldrei eftir því að hafa verið skömmuð. „Okkur var frek- ar leitt fyrir sjónir. sagt hvað við áttum að gera og hvað við mynd- um læra af því og hverjar afleiðing- arnar yrðu ef ekkert væri gert. Til dæmis, ef hundurinn fengi ekkert að borða í tvo daga, bíddu, vilt þú ekki fá að borða í tvo daga? eitt- hvað í þessa áttina var til þess að við lærðum að axla ábyrgð og ganga til verka,“ útskýrir Guðrún og segir hún þennan aga, meðal annars því að þakka að eiga þýska móður. „Ég skal aldrei viðurkenna það að ég sé eitthvað betri eða verri en aðr- ir. en það er eitt sem ég hef alltaf haldið fram; ég tel að við systkin- in, alin upp af þýskri móður, höf- um hlotið strangara uppeldi heldur en almennt var á íslenskum heim- ilum,“ segir Guðrún hugsi. „Þetta helgast af því að mamma var alin upp á ströngu heimili í Þýskalandi, í seinna stríðinu þar sem hún vann bakvið fremstu víglínu. slík upp- lifun gerir það að verkum að fólk mótast óhjákvæmilega, eðlilega. Að þessu leyti tel ég að við systkinin höfum hlotið öðruvísi uppeldi. Ég get ekki nákvæmlega bent á hvern- ig, en ég held að það felist í meiri aga og einnig virðingu gagnvart öðru fólki og sérstaklega gagnvart eldra fólki. ekki að þetta hafi ver- ið slæmt, alls ekki, og ég er ekki að deila á aðra. Þetta er eingöngu til- finning sem ég hef,“ bætir hún við. Mörg hlaupin spor Mikið skipulag var í Hrísdal til að koma öllum mannskapnum vel fyr- ir. Allir þurftu auðvitað sinn sælu- reit á milli stunda til að hvíla sig og safna kröftum. „Amma og afi voru með eitt herbergi og mamma og pabbi með eitt, svo voru tvö önn- ur svefnherbergi niðri. Pabbi útbjó einnig herbergi í öðrum enda húss- ins uppi á lofti fyrir okkur krakkana að vera. Við vorum það mörg að eitt barn svaf alltaf inni hjá ömmu og afa. Það var þannig að þegar nýtt barn kom þá fór barnið á undan inn til ömmu og afa. Ég svaf sem sagt hjá ömmu og afa því ég var yngst,“ útskýrir Guðrún. Afi Guðrúnar dó þegar hún var sjö ára gömul og hélt Guðrún áfram að sofa hjá ömmu sinni eft- ir að afi hennar kvaddi, alveg til 14 ára aldurs. „Þarna vorum við, bara tvær. Við urðum mjög nánar ég og amma, hún var algjör víking- ur,“ segir Guðrún um ömmu sína. „Hún átti 11 börn og þau lifðu til fullorðins ára. Hún var dugleg en stjórnsöm enda þurfti hún að hafa þessa stjórnsemi til að hugsa um krakkaskarann,“ bætir hún við. Guðrún rifjar einnig upp hlýjar minningar um afa sinn. „Afi deyr þegar ég er sjö ára gömul. Ég á ennþá, 51 ári seinna, bók sem hann gaf mér þegar ég varð sjö ára göm- ul. Hann dó um haustið og ég á af- mæli í apríl. Hann skrifaði í bókina afmæliskveðju til mín; „Með þakk- læti fyrir mörg hlaupin spor“. Á þeim tíma vissi ég ekki hvað þetta þýddi. Þá var það þannig að hann lá veikur í rúminu inn í herberginu sínu. svo langaði honum að hlusta á fréttirnar. Þá bar ég alltaf útvarp- ið úr eldhúsinu inn í herbergi til hans og kveikti á því svo hann gæti hlustað á fréttirnar. Það voru þessi hlaupin spor fyrir hann,“ segir hún og brosir. Afi Guðrúnar byggði einnig kofa fyrir barnabörnin sín. Kofinn var með steyptum botni. Inn í kofan- um voru hillur, borð og sæti með- al annars. Að auki voru gluggar og hurð ásamt því að hann kom fyrir flaggstöng efst á kofanum svo hægt væri að flagga við tækifæri. „Hann byggði kofann fyrir okkur krakk- ana, þetta var okkar hús og þarna var mikið leikið.“ Kassinn frá Þýskalandi Ár hvert um mánaðamótin nóvem- ber og desember kom stór kassi frá Þýskalandi með mjólkurbíln- um. Mikil eftirvænting fylgdi þess- um kassa, sérstaklega hjá yngri kyn- slóðinni í Hrísdal. „Það var náttúr- lega spenna dauðans að fá að vita hvað væri í kassanum hverju sinni. Meðal þess sem var í kassanum voru yfirleitt föt sem mamma nýtti til að sauma á okkur krakkana og „gummibärchen“. svo kom allt- af kassi af Printen sem eru þýskar jólakökur. Þær eru að mínu mati ofboðslega góðar. Í þessum stóra kassa voru líka minni kassar. Í þeim voru, ásamt Printen, kökur sem ég tengi mikið við jólin og heita Dom- inostein. Þessar kökur voru eins og konfektbitar. Það er botn, svo kem- ur hlaup og aftur botn. Allt er þetta umvafið súkkulaðihjúpi, gott ef það er ekki marsípan í þessu líka,“ segir Guðrún dreymin. Í aðdraganda jólanna fylltust öll búr og geymslur af allskonar hráefni til baksturs meðal annars og niður- suðuvörum svo fátt eitt sé nefnt. Þá þurfti að koma öllu góssinu, sem kom upp úr kassanum frá Þýska- landi, fyrir líka. Hluti af búrinu var staðsett í skáp við stigann á leiðinni upp á loft þar sem eldri systur Guð- rúnar sváfu og Guðrún sjálf þegar hún varð eldri. Það reyndist afar hentug staðsetning fyrir þær syst- ur. „Það týndist svolítið úr skápn- um með hverri ferðinni upp og nið- ur þennan stiga. Aðeins af hnetum og dálítið af döðlum,“ segir Guð- rún og brosir. Það vildi svo til að kassinn með Printen smákökunum var geymdur í skápnum við stig- ann. „Við vorum í pínu vandræð- um með Printen kassann og hvern- ig best væri að opna hann svo það sæist ekki á kassanum. Þetta þurfti að skipuleggja vel og plönuðum við systkinin leynimakkið í samein- ingu. Við vorum því alltaf byrjuð á Printen kökunum aðeins fyrir jólin án þess að mamma sæi til. Ég held nú samt að hún hafi vitað af þessu ráðabruggi okkar, eiginlega alveg handviss um það, en hún var ekkert að kippa sér upp við það.“ Jólin í sveitinni Guðrún segir jólin alltaf hafa verið mikil tilbreyting en fjölskyldan til- einkaði sér bæði íslenskar og þýsk- ar jólahefðir. „Jólatréð var aldrei skreytt fyrr en á Þorláksmessu- kvöldi eða síðasta lagi á aðfanga- dagsmorgun. Mamma sá alfarið um það og við fengum ekkert að kássast í því. Það voru nefnilega litlir fín- gerðir skrautmunir settir á tréð sem gátu brotnað bara við það að anda á þá. Mamma vildi að þetta væri allt saman í lagi,“ rifjar Guðrún upp. „Loks, þegar búið var að skreyta á aðfangadag, þá máttum við koma inn og allt í einu stóð fyrir fram- an okkur þessi yndislegi ævintýra- heimur,“ bætir Guðrún við. Á aðfangadag lögðust allir á eitt um að klára fjósverkin og gefa svo hægt væri að njóta samverunnar og jólamatarins í rólegheitunum. „Það var ekkert endilega hefð fyr- ir því hvað var á boðstólnum hvert ár. Kannski voru rjúpur og það var þá vegna þess að pabbi hafði farið „Þú lést ekki foreldra þína vinna verkin sem þú áttir að gera sjálfur“ Rætt við Guðrúnu Kristjánsdóttur í Borgarnesi Guðrún Kristjánsdóttir. Ljósm. glh.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.