Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Page 88

Skessuhorn - 16.12.2020, Page 88
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202088 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO lýsti árið 2020 sem ár hjúkrunar- fræðinga og ljósmæðra. sennilega hefur engan þar rennt í grun um hversu sannspáir þeir voru því að á fáum stéttum hefur mætt meira en einmitt þeim það sem af er árinu 2020. Að auki á Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 100 ára afmæli í ár. einn af hjúkrunarfræðingunum okkar er sigrún Guðný Pétursdótt- ir, hjúkrunarfræðingur á bráðamót- töku Landspítalans í Fossvogi. Það er hins vegar ekki það eina sem sig- rún fæst við því auk þess er hún for- maður björgunarfélags Akraness. sigrún brennur fyrir skyndihjálp og hefur haft leiðbeinenda réttindi á því sviði í meir en 20 ár. Hún hefur kennt m.a. björgunarsveitarmönn- um, leiðsögumönnum og nemend- um í stýrimannaskólanum, auk þess að kenna á vegum Rauða Kross Ís- lands. Þá hefur hún setið í endur- lífgunarráði sem er fagráð sérfræð- inga á sviði endurlífgunar. Megin- markmið þess er að auka upplýsing- ar, stuðla að fræðslu og bæta staðla í endurlífgun með það að leiðar- ljósi að bjarga mannslífum. sigrún er að klára nám til sérfræðiréttinda í bráðahjúkrun. sérfræðingar í hjúkr- un hafa viðmikla klíníska þekkingu, eru leiðtogar á sínu sviði og hafa það hlutverk að stuðla að faglegum vinnubrögðum og efla fræðastörf. Að lokum má nefna að sigrún er að leggja lokahönd á rannsókn um slys á rafhlaupahjólum. Þegar Covid hópsmit braust út á Landakotsspítala nýverið var hún í hópi sjálboðaliða sem gekk til liðs við sérstaka Covid deild sem var sett á stofn vegna hópsmitsins. Það var því ekki úr vegi að fræðast meira um þessa kraftmiklu skagakonu. „Það er engin kona í slökkviliðinu“ sigrún er það sem hún kallar að- flutta skagamanneskju. Hún út- skrifaðist sem stúdent frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands árið 1996. „Ég fór til námsráðgjafa í fjöl- brautaskólanum því mig langaði að verða sjúkraflutningamaður. Ég hef alltaf haft áhuga á skyndihjálp og langaði einfaldlega til þess að verða sjúkraflutningamaður. Námsráð- gjafinn var hins vegar ekki bjart- sýnn á það; „það væri engin kona í slökkviliðinu,” voru svörin sem ég fékk.“ Að sögn sigrúnar byrj- aði svo fyrsta konan í slökkvilið- inu í Reykjavík árið 2001. Þannig varð úr að heilbrigðisfræðin urðu samt fyrir valinu; sigrún lærði til sjúkraliða og kláraði stúdentspróf og fór að því loknu í nám í hjúkr- un. „Markmiðið var alltaf að vinna á bráðadeild, fyrst ég gat ekki orðið sjúkraflutningamaður, og ég sé ekki eftir því vali í dag,“ segir sigrún. Hún lauk námi í hjúkrunar- fræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2002 og meistaraprófi í bráða- hjúkrun 2017. Lokaverkefni henn- ar fjallaði um slys í óbyggðum á Ís- landi. sem skyndihjálparleiðbein- andi hefur sigrún sérhæft sig í fyrstu hjálp í óbyggðum og hefur leiðbeinendaréttindi frá Wilderness Medical Associates í bandaríkjun- um „Það er búið að vera mjög gam- an að hafa náð að sameina svona faglegu þekkingu mína og reynslu sem hjúkrunarfræðingur og svo áhuga minn á skyndihjálp, björg- unarsveitarstörfum og kennslu.“ Aðspurð um hvernig áhuginn á björgunarstörfum hafi byrjað segir sigrún: „Ég hef alltaf verið í björg- unarsveit og hef verið í alls fjórum sveitum frá upphafi. Þetta er hálf- gerður lífsstíll, þannig að þegar ég hef flutt í annað bæjarfélag hef ég leitað uppi björgunarsveit og þar fundið fólk og eignast vini með sama áhugamál og ég. Ég var í skát- unum sem krakki og unglingur og byrjaði í Hjálparsveit skáta á Akra- nesi árið 1993. Var að klára nýlið- ann þegar snjóflóðin á Flateyri og súðavík voru, það er einmitt eftir- minnilegt að hafa komið á Flateyri, en ég fór þangað á vegum björg- unarsveitarinnar með hóp sem var sendur í verðmætabjörgun daginn eftir að björgunstörfum var lok- ið. Þegar ég flutti norður á Akur- eyri gekk ég í Hjálparsveit skáta Akureyri sem heitir núna björg- unarsveitin súlur. svo hef ég starf- að með Hjálparsveit skáta í Kópa- vogi og björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík. Nú er ég komin aftur á Akranes og tók að mér að vera for- maður björgunarsveitarinnar í vor. Þar kemur reynsla mín af hjúkr- unarfræðinni sér vel þar sem ég hef lært um stjórnun og er vön að vera í því hlutverki í vinnunni auk þess sem ég hef verið með allskon- ar verkefni á lofti og þurft að halda utan um þá vinnu.“ Einstök upplifun Þegar Covid skall á kom eins og kunnugt er upp hópsmit á Landa- koti. Þá var öldrunardeild sem hafði verið lokað nokkru fyrr ver- ið enduropnuð og til þess að manna deildina var sent ákall til bráðamót- tökunnar og bakvarðasveitarinn- ar sem er hópur fólks með reynslu af starfi innan heilbrigðiskerfisins en vinnur ekki endilega þar leng- ur. „Það gerði þessa starfsemi alveg einstaka upplifun, það voru allir að koma þarna inn til þess að hjálpa til, bregðast við ástandinu,“ segir sigrún. „Það er ekkert auðvelt að vera klæddur í nauðsynlegan bún- ing. Maður var max í tvo klukku- tíma inni í einangraða svæðinu í einu. Þarna vorum við til dæmis í fullum sóttvarnarskrúða að baka vöfflur, mjög sérstök upplifun. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hóp- slysaviðbúnaði og viðbrögðum við neyðarástandi og mætt á allskonar hópslysaæfingar, en aldrei datt mér í hug að í fyrsta sinn sem Landspít- alinn er settur á neyðarstig yrði ég að vinna í smitvarnarbúningi að hjúkra öldruðum. Þetta er aldeil- is búið að kenna manni að vera við öllu búinn.“ Kostnaðarsamur rekstur björgunarsveitarinnar Það er ærið kostnaðarsamt að reka björgunarsveit og björgunarfélag Akraness hefur víðfeðma starfsemi og sinnir björgunarstörfum bæði á landi og sjó. Það kallar á mikinn og dýran tækjabúnað auk þess sem rekstur alls þessa er mjög kostnað- arsamur. „Þá er ekki nóg að eiga bara flott tæki heldur þarf að hafa vel þjálfaðan mannskap. bA býr að því að vissu leyti að hafa nokk- uð stóran hóp af félögum sem hafa sérhæft sig á ýmsum sviðum og hafa orðið mikla reynslu af björg- unarstörfum. björgunarstörf sem við förum í eru mjög margvísleg og því þarf alltaf að vera fræðsla og æf- ingar en því miður hefur þurft að hægja á starfseminni vegna Covid,“ segir sigrún. Á landi á og rekur björgunar- félag Akraness bæði jeppa, vél- sleða og sexhjól. Á sjó rekur félagið björgunarskip, einn harðbotna bát og tvo slöngubáta þar af einn létt- an meðfærilegan. sá kom sér vel í björgun á skorradalsvatni á dög- unum. Þá gerði smæð hins litla báts mönnum mögulegt að koma bátnum mjög hratt á flot og sækja mann út á vatnið sem var í vanda staddur. björgunarskipið er núna í slipp vegna viðhalds og skoðanna, svona slippur er á fimm ára fresti og er töluvert kostnaðarsamur. Harð- botna báturinn er orðinn of gam- all og stenst ekki lengur þær kröfur sem gerðar eru til björgunartækja, til stendur að endurnýja hann. Fé- lagið mun fá bát frá Rafnar báta- verksmiðjunni svo tryggt er að við- bragð á sjó sé til staðar á meðan skipið er í slipp. Það verður sífellt erfiðara að fá fólk til starfa í björgunarsveitun- um, að sögn sigrúnar. „Áður mátti gera ráð fyrir að ef þú rakst á mann í fjallgöngu væri hann mjög líklega björgunarsveitarmaður og senni- lega undanfari. Nú er framboð af alls kyns útiveru gríðarlega mik- ið og annar hver maður gangandi á fjöll og það þykir ekki endilega spennandi að vera í björgunarsveit með öllum þeim verkum sem því fylgja umfram bara ferðamennsku,“ segir sigrún. Flugeldasala „Nú er að ganga í garð tími flug- eldasölu sem er sá tími sem björg- unarsveitirnar reiða sig mest á varðandi fjáröflun. Fyrirkomulag á flugeldasölu verður nokkurn veg- inn með eins sniði í ár og undan- farin ár, auðvitað með þeim smit- varnareglum sem gilda í verslunar- ferðum og við erum orðin vön. Íbú- ar hafa reyndar margir haft þann sið að koma að versla rétt fyrir ára- mót en ég myndi vilja hvetja fólk til að koma fyrr til að dreifa mann- skapnum betur,“ segir sigrún. björgunarsveitin mun í ár bjóða upp á netsölu á flugeldum en þar sem heimkeyrsla er ólögleg verður fólk að ná í pantanir. sigrún seg- ist ekki óttast að neitt fari úrskeið- is við flugeldasöluna þó óvenjuleg sé enda sé björgunarsveitafólk sér- fræðingar í skipulagningu. slóðin á vefverslun björgunarfélags Akra- ness er www.akranes.flugeldar.is og verður hún opnuð þann 20. des- ember. Lífið fer ekki alltaf eins og mað- ur hugsar sér það í upphafi, hvort sem málið varðar framtíðarstarfs- val eða heimsfaraldur. en ljóst er eftir spjall við þennan öfluga hjúkr- unarfræðing að starf innan hjúkr- unarfræða býður upp á allskonar fjölbreytta möguleika. frg/ Ljósm. úr einkasafni Sigrún vel hrímuð á sjóbjörgunaræf- ingu. Langaði að verða sjúkraflutningamaður Sigrún Guðný Pétursdóttir er formaður Björgunarfélags Akraness Sigrún í óbyggðaferð á Grænlandi 2019. Sigrún ásamt maka sínum Inga Hauki Georgssyni. Spottavinna í Akrafjalli. Sigrún með félögum sínum í Björgunarfélagi Akraness. Sigrún við vöfflubakstur í covid búningi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.