Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Side 90

Skessuhorn - 16.12.2020, Side 90
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202090 skömmu fyrir hádegi fimmtudag- inn 21. júní 1984 brotlenti flugvél á eiríksjökli með tveimur mönnum innanborðs. Mennirnir voru bresk- ir, búsettir í London, og komu til Íslands á miðvikudagskvöldinu og ætluðu að dvelja hér í fjóra daga. Þeir voru á leið til Grímseyjar til að sjá miðnætursólina á sumar- sólstöðum þegar slysið varð. Þeg- ar þeir komu ekki á áfangastað rétt eftir hádegi hófst leit. Það var svo klukkan 01:43 næstu nótt sem sást fyrst til vélarinnar og fyrstu björg- unarsveitamenn komu að flakinu rétt fyrir klukkan fimm um morg- uninn. Kom þá í ljós að mennirnir tveir voru enn á lífi. Þyrla varnar- liðsins var kölluð á staðinn og sótti hún mennina mikið slasaða og flutti á borgarspítalann í Reykjavík. Ekki þörf fyrir karla á gúmmístígvélum í leit blaðamaður skessuhorns heimsótti snorra Jóhannesson á Augastöðum í Hálsasveit og fékk að heyra frásögn af því þegar hann fór með sveit- ungum sínum, snorra frá sturlu- reykjum, Hrefnu sigmarsdóttur og bræðrunum bergþóri, Þorsteini og Þórði á Húsafelli, upp á eiríksjökul að ná í flugvélarflakið. „Raunveru- leg byrjun á þessu máli er samt leit- in að flugvélinni og mönnunum. Við félagar úr björgunarsveitinni Oki vorum kallaðir út þegar byrj- að var að leita að vélinni. Það var skítaveður og ábyggilega snjókoma á jöklinum en hann sást illa. Þeg- ar búið var að finna vélina ákváð- um við steini á Húsafelli að fljúga yfir jökulinn og þá sáum við hana líka. Við sáum að búið var að taka björgunarbát og breiða fyrir rúð- urnar sem höfðu brotnað. Þá vor- um við vissir um að allavega ann- ar maðurinn hefði lifað af, dauð- ir menn breiða ekki fyrir glugga,“ segir snorri. eftir að búið var að finna vélina fóru hlutirnir að gerast hratt. „Við steini fórum upp í strút að sækja endurvarpa en mættum þar flugbjörgunarsveitinni og var okk- ur tjáð að engin þörf væri fyrir að- stoð frá sveitakörlum í gúmmístíg- vélum svo við fórum bara heim,“ segir snorri. Hljóp upp á jökulinn Tveimur dögum eftir björgunina fór snorri með hundinn sinn að kíkja á flakið á jöklinum. Hann sá að þar voru verðmæti sem hægt væri að bjarga og ákvað hann ásamt bræðrunum á Húsafelli og snorra á sturlureykjum að semja við trygg- ingafélagið um að ná vélinni niður gegn því að fá að eiga hana. „strák- arnir á Húsafelli þekktu til og sömdu við tryggingafélagið en það kærði sig enginn um að láta vél- ina bara liggja þarna,“ segir snorri. „Það var svo örfáum dögum seinna sem Kristleifur á Húsafelli hringir í mig og segir mér að flugbjörgun- arsveitin hefði farið tveimur tímum áður frá Húsafelli til að fara upp á jökul og hirða tæki úr flakinu og svo átti að kveikja í því. Það var oft gert á þessum tíma til að minnka um- hverfisáhrifin, að brenna það sem hægt var,“ segir snorri. Hann ætl- aði sér ekki að leyfa flugbjörgunar- sveitinni að brenna flakið enda var búið að semja um að þeir félagar úr sveitinni myndu sækja flakið og fá að eiga það. „beggi á Húsafelli og Hrefna keyra mig stystu leið að jöklinum og þaðan hljóp ég upp. Ég ætlaði nú ekki að leyfa nein- um að kveikja í vélinni svo ég hljóp eins hratt og ég komst og hitnaði vel við það, svo vel að ég var orð- inn ber að ofan uppi á jöklinum. Ég hefði nú betur sleppt því þar sem ég sólbrann svo illa að allt skinn fór af bakinu á mér tveimur dögum seinna,“ segir snorri og hlær. Setti líklega heimsmet snorri var rétt rúmlega einn og hálfan klukkutíma að hlaupa upp á jökulinn og sat þar hinn róleg- asti á vélinni þegar flugbjörgunar- sveitin kom á svæðið tveimur tím- um síðar. „Þetta var svakalega bratt og ægilegt stórgrýti þá leið sem ég fór upp. Ég var á tímabili hræddur því mér leið eins og ef einn steinn færi af stað færi öll hlíðin af stað. en þetta slapp til og Krilli á Húsa- felli sagði að líklega hefði ég sett heimsmet sem aldrei verður sleg- ið þegar ég fór svona hratt þarna upp,“ segir snorri. „Þegar strák- arnir í flugbjörgunarsveitinni komu svo voru þeir nú ekkert voðalega glaðir að sjá mig. Þeir spurðu hver hefði eiginlega gefið mér leyfi til að sitja á flugvélaflakinu og ég sagð- ist nú bara ekki þurfa neitt leyfi þar sem við ættum þetta flak, ég vissi allavega ekki betur. Þeir sögðust vera að sækja tæki fyrir flugmála- stjórann en þekktu þessi tæki samt ekkert. Það var ekki fyrr en ein- hverjum klukkutímum síðar þeg- ar snorri, beggi, Þórður, steini og Hrefna komu til okkar sem snorri gat sýnt þeim tækið sem þeir ætl- uðu að sækja. Ég dreg það stór- lega í efa að þeir hafi verið beðnir Mest gaman að gera það sem búið var að segja að væri ekki hægt Frásögn af leiðangri á Eiríksjökul 1984 að sækja flugvélarflak Snorri við fjallajeppann sinn. Refinn á kassanum málaði Kristrún dóttir hans. Ljósm. es. Snorri Jóhannesson, Bergþór Kristleifsson, Hrefna Sigmarsdóttir og Þorsteinn Kristleifsson við flugvélarflakið á Eiríksjökli. Snorri og Snorri að taka vélina úr flakinu. Í fyrsta áfanga af björgun vélarinnar af jöklinum var henni ýtt eins langt og hægt var. Vélin rann eins og snjóþota. Hér er vélin komin á vagn sem var knúin áfram með garðtætara. Á myndinni má sjá hvar tætarinn var festur utan á vagninn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.