Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Side 91

Skessuhorn - 16.12.2020, Side 91
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020 91 um þetta samt. en þeir tóku þarna gírókompás úr vélinni og fóru með hann,“ segir snorri. Gerðu vagn undir vélina Þegar flugbjörgunarsveitin var far- in aftur niður af jöklinum ákváðu snorri og sveitungar hans að ýta vélinni af stað niður jökulskallann að urðinni. „Við tókum mótor- inn af henni og settum í framsæt- in og ýttum vængjunum af stað og svo ýttum við vélinni á undan okk- ur. Þetta var auðvelt því hún rann bara eins og snjóþota nánast. Vél- ina skildum við svo eftir við jökul- jaðarinn og héldum heim. Þá fór- um við að hugsa hvernig hægt væri að klára dæmið. snorri á sturlu- reykjum smíðaði vagn undir vél- ina. Okkur þótti hann nú þurfa að vera mótorknúinn og niðurstað- an var að smíða fjögurra hjóla vagn sem hægt væri að stýra að aftan og festa við garðtætara að framan sem knúði hann áfram. Vagninn smíð- aði snorri í bútum svo hægt væri að fljúga með hann yfir jökulinn og henda niður við flakið. efnið í far- artækið var að hluta til fengið úr af- lögðum Fíat bíl frá Unni Hagalín. svo var farið í björgunarleiðangur- inn. Við fengum garðtætara að láni frá benna í sólbyrgi og héldum af stað með hann upp. Tætarinn gat ekki gengið á spöðunum upp skrið- una því hún var svo brött svo við bundum í hann band og einn fór á undan og togaði. sá sem var með bandið hrasaði og það kom slaki á bandið svo það fór í spaðann á tætaranum. Þetta beygði tætarann eitthvað og það slitnaði reim,“ seg- ir snorri. Þeir ákváðu samt að halda ferðinni áfram og náðu að rétta tæt- arann aðeins við og fundu nýja reim í flugvélaflakinu sem smellpassaði í tætarann svo hægt var að nota hann og var þetta fyrsta vélknúna tækið til að keyra á eiríksjökli. Fengu óvænta aðstoð Þegar upp var komið með tætarann settu þeir vagninn saman og festu tætarann við framhjól hans. „Þeg- ar við vorum að þessu öllu sjáum við tvo menn koma labbandi ofan af jökli, menn sem við þekktum ekkert. Þeir áttu bílinn sinn ofan við surtshelli og við töldum þeim trú um að þeir yrðu mikið fljótari ef þeir myndu hjálpa okkur og fá svo far að surtshelli. en ævintýrið okkar tók alla nóttina og mennirn- ir hefðu verið löngu komnir í bíl- inn hefðu þeir bara gengið þang- að,“ segir snorri og brosir. „en þeir hjálpuðu okkur og við komum flak- inu á vagninn og keyrðum niður að brúninni á stallinum, sem er um þriggja kílómetra leið. Þá var þessu svo slakað niður í böndum að jepp- unum okkar. Þar komum við flak- inu á kerru og keyrum svo af stað niður en þarna var kominn morg- un. Félagar okkar sem við hittum á jöklinum sofnuðu um leið og þeir settust í aftursætið á bílnum hjá mér. Við keyrðum niður með strút, ég á undan og svo snorri og steini á Willys jeppa sem snorri átti. Þegar við komum niður við strút þurftum við að fara í gegnum hlið og ég fer út og opna og keyri svo bara af stað. Það er ekki fyrr en við erum komn- ir niður undir Kalmanstungu sem ég sé að Willysinn kemur ekki. Þá höfðu snorri og steini steinsofn- að þegar ég fór út að opna hliðið og þegar þeir vöknuðu var bíllinn í gangi, hliðið opið og ég farinn,“ segir snorri og hlær. „Menn voru orðnir ansi þreyttir þarna,“ bætir hann við. Fyrst og fremst ævintýramennska Aðspurður segir hann ætlunina hafa verið að selja það sem var not- hæft úr flakinu og láta björgunar- sveitina njóta góðs af því. „en ein- hvern veginn fór þetta nú allt út á milli fingra okkar og peningalega séð var engin útkoma. en þetta var gaman og það var nóg borgun fyr- ir okkur. Fyrir það fyrsta var gam- an að gera það sem búið var að segja að væri ekki hægt. Það höfðu margir sagt að það væri útilokað að ná vélinni þarna niður. Þetta var fyrst og fremst ævintýramennska hjá okkur. Þeir eru líka allir flug- vélamenn strákarnir sem fóru með mér í þessa ferð, svo þetta var líka bara áhugamannaleiðangur,“ seg- ir snorri og hlær. „Á þessum tíma var mikill uppgangur í einkaflug- inu í borgarfirði. einn af þessum flugvélamönnum í sveitinni á þess- um tíma var einmitt benni í sól- byrgi, sem átti garðtætarann. Nóni á sturlureykjum og hann flugu yfir okkur þegar við vorum að brasa þetta og hentu niður gosi og Prins póló kassa. Það var svo merkilegt að hvert einasta súkkulaðistykki fór úr bréfinu við að hendast úr vél- inni. Þetta var svona ægilega gyllt- ur og fallegur pappír sem sveif þarna yfir okkur og í sólarljósinu var þetta eins og flott flugeldasýn- ing,“ segir snorri. „súkkulaðistykk- in stungust svo bara niður í snjóinn en við fundum nokkur sem við gát- um étið.“ Aðspurður segir snorri þá félaga aldrei hafa verið í neinum vafa um að þeir myndu ná vélinni þarna niður. „Það var aldrei spurn- ing um hvort heldur hvernig,“ seg- ir hann. „Þetta tók alveg á okkur en við komumst allir heilir heim, fyr- ir utan sólbrunann á bakinu á mér,“ segir hann og hlær. „Þetta var erf- iður leiðangur en skemmtilegur. en ég gat líka sagt það að ég hef farið þrisvar upp á eiríksjökul, allt í sömu vikunni og ég þarf aldrei að fara þangað aftur, ég er alveg búinn með það,“ bætir hann brosandi við. Eftirmálar „svo urðu reyndar eftirmálar. Ann- ar bretinn taldi sig hafa keypt vél- ina af tryggingafélaginu, sem reyndist ekki rétt. en hann kom nokkru seinna og ætlaði að fá eitt- hvað tæki úr vélinni. Flugmála- stjórn vissi að hann væri á leiðinni að Húsafelli og sendi lögregluna á staðinn. Hann lagði nefnilega of- uráherslu á að fá tæki sem tengd- ist eitthvað sjálfstýringunni. en það var límmiði á því sem sagði að tæk- ið væri ekki í lagi. Mönnum þótti það afskaplega skrýtið að hann væri að fljúga alla leið frá bretlandi til að sækja ómerkilegt tæki sem væri ekki einu sinni í lagi. Ég held að það hafi verið grunur um að fíkniefni væru í tækinu en það var flutt suður og það opnað í viðurvist lögreglu. Það var svo ekkert í þessu tæki og maður- inn sennilega bara snarruglaður að ásælast það,“ segir snorri og hlær. „Hann var líka eitthvað reiður yfir því að við hefðum eyðilagt vélina. Hann sagði að það hefði ekki ver- ið neitt mál að festa vængina á hana og fljúga henni af jöklinum. Þetta var nú bara þvæla, enda vélin hand- ónýt, auk þess sem flugbjörgunar- sveitin hafði sagað hana alla meira og minna í sundur til að ná þeim úr henni,“ segir snorri. en hvar er flakið í dag? „Það fór held ég meira og minna í ruslið. „en mótorinn úr vélinni er sennilega enn í vél í dag, listflugvél í Reykjavík. björn Thor- oddsen keypti hann af okkur og við fengum í staðin lórantæki sem var nú ekki mikils virði. en það voru held ég engin önnur verðmæti sem komu úr þessu öllu saman,“ segir snorri Jóhannesson að endingu. arg Að lokum var vélinni slakað niður að bílunum. Hér er búið að ná vélinni niður af jöklinum og koma henni á kerru. Það var kominn morgun þegar haldið var af stað heim. Hér var flugbjörgunarsveitin komin upp á jökulinn en Snorri hljóp upp til að ná til vélarinnar á undan þeim. Hér sést hversu bratt var niður síðasta spölinn. Það var blíðskaparveður á jöklinum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.