Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 94

Skessuhorn - 16.12.2020, Qupperneq 94
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 202094 sóley birna baldursdóttir ólst upp í Múlakoti í Lundarreykjadal í borg- arfiði. Hún er í dag búsett ásamt níu ára syni sínum á Hvanneyri. sóley er með bA gráðu í mannfræði og er langt komin með viðbótardiplóma í kynfræði auk þess sem hún er að byrja í mastersnámi í lýðheilsu- vísindum á nýju ári. Meistaranám í lýðheilsuvísindum er fjölbreytt og hagnýtt nám þar sem áhersla er lögð á undirstöðuþekkingu á áhrifavöldum heilbrigðis, forvörn- um og heilsueflandi aðgerðum. Nemendur fá hagnýta þekkingu í framkvæmd heilbrigðisrannsókna og útfærslu forvarnaraðgerða. sól- ey starfar í dag tímabundið hjá borgarbyggð í hinum ýmsu verk- efnum þar á meðal aðgerðaáætlun í kynfræðslu fyrir kennara í skólum sveitarfélagsins. „Við erum tvær saman að vinna að þessari áætlun sem svo verður send á skólastjórn- endur sem svo ráða hvað þeir gera með þetta hjálpartæki. Við erum að setja upp leiðbeiningar um hvað sé viðeigandi fræðsla fyrir hvern ald- urshóp og hvaða efni kennarar geti stuðst við hverju sinni,“ útskýr- ir sóley þegar blaðamaður skessu- horns spjallaði við hana um fjalla- mennsku, kynfræðinámið og áform hennar að námi loknu. Fjöllin hafa alltaf togað Í frítíma sínum gengur sóley um hálendi Íslands og stefnir á að fara út í heim og ganga líka á fjöll þar. „Fjöllin hafa dregið mig að sér síð- an ég man eftir mér. Ég man eftir því að sitja í bíl sem barn og horfa á fjöllin út um gluggann og ég fann bara hvað þau toguðu í mig. Ég get samt ekki útskýrt hvað það er sem togaði svona í mig en ætli það hafi ekki upphaflega verið þetta óþekkta við fjöllin,“ segir sóley og bætir við að hún hafi líklega verið um fimm ára þegar hún fór fyrst í litla fjall- göngu. „Það hefur verið þegar ég fór með mömmu og ömmu í berja- mó í múlanum heima. svo þeg- ar ég var 11 ára fór ég í leitir með pabba þar sem riðið er inn á afrétt að smala. Ég man svo vel tilfinn- inguna þegar ég var komin í fyrsta skipti inn á afrétt á hesti umkringd fjöllum, alein í náttúrunni. svo seinna meir þegar við fórum ríð- andi yfir Kjöl á þrettánda ári. Mér hefur alltaf þótt þetta svo magnað, að vera inni á milli fjalla í þessum frið sem maður finnur þar og með alla þessa orku frá náttúrunni,“ seg- ir sóley. Elskar að vera á hálendinu Á uppvaxtarárum fór sóley með- al annars ríðandi á fjöll, bæði til að smala og í hestaferðir. en þeg- ar hún var 16 ára fór hún í skóla á Akranesi og skráði sig í björgunar- félag Akraness. „Það þótti mér strax mjög skemmtilegt og ég sóttist mik- ið í að fara á fjöll. Mér hefur alltaf verið sama hvernig ég kemst á fjöll- in, gangandi, ríðandi, á vélsleða eða bíl, ég bara elska að vera á hálend- inu. Ég fór í allskonar skemmtileg- ar ferðir með björgunarsveitinni, við gengum til dæmis upp í botns- súlur úr Hvalfirði að nóttu til og það var ótrúlega skemmtilegt æv- intýri,“ segir sóley og brosir. „en þetta var í mörg ár áhugamál sem ég sinnti þó ekki markvisst. Ég fór í stuttar fjallgöngur, upp á Hafnar- fjall eða bara á fjallið heima í sveit- inni, en svo fór ég í eina og eina lengri göngu og oftast leið langt á milli. Það var ekki fyrr en með Co- vid núna í vor sem ég fór að gefa mér tíma fyrir þetta,“ segir sóley. Hefur aldrei liðið betur sóley hefur alltaf haft mikla þörf fyrir hreyfingu og líkamsrækt. „Ég var mörg ár í ræktinni og svo fór ég á fullt í crossfit í stuttan tíma. en þegar allar líkamsræktarstöðv- ar voru lokaðar vegna Covid þá allt í einu fór ég að gefa mér tíma fyrir fjöllin. Fljótlega var ég farin að for- gangsraða tímanum mínum þannig að ég lagði meiri áherslu á að ganga á fjöll,“ segir sóley. „Mér hefur held ég aldrei liðið betur. Að ganga á fjöll er frábær núvitund og hug- urinn núllstillist alveg þegar maður stendur uppi á fjalli, það er ekkert í gangi í hausnum annað en staður og stund. Það er svo fallegt að horfa yfir landið burtu frá öllu stressi og látum og heyra ekkert nema fugla- söng eða lækjarnið eða bara ekki neitt. en akkúrat þá heyrir mað- ur samt svo mikið. svo fyrir mig persónulega gefur afrekið sjálft, að ná upp á topp, mér svo mikið. Ég reyni að vera dugleg að klappa mér á bakið þegar ég næ þangað sem ég ætla mér,“ segir sóley. „Litlu sigr- arnir eru svo valdeflandi og gefandi ef fólk vill horfa á það þannig.“ Af hverju eru ekki allir að þessu? Það sem af er ári hefur sóley far- ið á fleiri fjöll en eflaust margir fara á allri lífsleiðinni. Hún hefur farið nokkrar ferðir á Hafnarfjall, gengið á skessuhorn, Heiðarhorn, skarðs- hyrnu, Þyril, botnssúlur, Akrafjall, eyjafjallajökul, Hvannadalshnjúk, að Grænahrygg og hlaupið Fimm- vörðuháls, svo fáein dæmi séu tek- in. Auk þess hefur hún farið inn í Kerlingafjöll og Þórsmörk. „Ég hef verið svo heppin með veður á þessu ári en það er fátt betra en að standa uppi á fjalli í góðu veðri og sjá vel yfir allt. Þegar ég fór á eyjafjalla- jökul var veðrið alveg æðislegt og ég fór í raun of vel klædd og þurfti því að fækka fötum uppi á jökli svo ég ákvað að fara úr ullarbuxunum. Ég stóð því uppi á miðjum jökli á Íslandi í lok maí á nærbuxunum,“ segir sóley og hlær. „en á þessari stundu hugsaði ég líka með mér af hverju eru ekki bara allir að ganga á fjöll/jökla reglulega, svo mögnuð upplifun?“ bætir hún við. Þórsmörk í uppáhaldi Aðspurð segist sóley líka fara í göngu með drenginn sinn en hann byrjaði að labba með henni á Hafn- arfjall á síðasta ári. „Hann er hörku- duglegur í þessu og þykir ótrúlega skemmtilegt að koma með mér. Við fórum til dæmis saman inn í Þórs- mörk í sumar þar sem við löbbuð- um á Morinsheiði og hann fór létt með það. Þetta eru um fimm kíló- metrar, nokkuð bratt og honum fannst þetta ekkert mál,“ segir hún. Það er svo gaman að sjá hvað þess- ir litlu sigrar hafa valdeflandi áhrif á hann. Hvað hann varð stoltur og ævintýraheimurinn stækkaði,“ svar- ar sóley. en hvaða ganga er í uppáhaldi hjá henni? „Þær eru svo margar. Ætli Þórsmörk sé samt ekki uppáhalds staðurinn, þar eru svo margar fal- legar gönguleiðir. svo er bara ekk- ert sem jafnast á við að horfa niður í Þórsmörk frá fjöllunum þar. Það var æðislegt að ganga á Hvanna- dalshnjúk og eyjafjallajökul. Ég get ekki sagt að ég eigi mér uppáhalds gönguleið, þær eru flestar æðisleg- ar. Það er bara alltaf þessi tilfinning að vera á hálendinu sem gerir allt frábært þar,“ segir sóley og brosir. Ekki háð öðrum spurð hvort fjallgönguáhuginn komi úr fjölskyldunni hlær og hún og segir svo ekki vera. „Ég fékk þetta ekki frá fjölskyldunni. en ég hef líka alltaf farið mínar eigin leið- ir og þykir gott að vera engum háð í því sem ég geri. Ég þarf ekki að hafa neinn með mér í því sem ég geri, það er oft gott að vera ein. Ég fer samt í skipulagðar ferðir með hópum þegar ég fer á jökla eða í göngur þar sem geta verið hættur. Þá er mikilvægt að hafa fólk sem þekkir til. en ég er ekki háð því að hafa einhvern sem ég þekki með mér, ég fer í fjallgöngur fyrir mig. Ég hef líka kynnst ótrúlega mörgu frábæru fólki í þessum ferðum,“ segir sóley og brosir. „Það eru svo mikil forréttindi að geta gengið Segir tilfinninguna sem hún finnur á hálendinu ólýsanlega Rætt við Sóleyju Birnu Baldursdóttir um fjallgöngur og kynfræðslu Sóley kemur hlaupandi niður í Þórsmörk. Gleði á fjöllum. Baldur Karl með mömmu sinni á Fimm- vörðuhálsi. Nestispása.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.