Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Page 102

Skessuhorn - 16.12.2020, Page 102
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020102 samtök. „Þá fór ég til dæmis að vinna við tímaritið sveitarstjórnar- mál, sem samband íslenskra sveit- arfélaga hefur gefið út í áratugi. Ég tók viðtöl, prófarkalas tímaritið og gekk frá því til prentunar en um umbrotið sá annar skagamaður á Akureyri, prentsmiðurinn Guðjón sigurðsson. Það var gaman að koma að tímaritinu sveitarstjórnarmálum aftur en ég hafði einmitt unnið við umbrot þess þegar ég var lærlingur í Odda rúmum þrjátíu árum áður.“ Við bankahrunið dró mjög úr starf- seminni hjá braga bergmann og svo fór að hann hafði ekki verkefni fyrir neina starfsmenn lengur. Halli leitaði því á önnur mið. Endurnýjaði kynnin við Vesturland „Ég flutti aftur á Akranes í árs- byrjun 2009 og lokaði hringnum ef svo má segja. eftir að hafa rætt við Magnús Magnússon ritstjóra skessuhorns þá réði ég mig sem verktaka hjá skessuhorni og starf- aði hjá Magga til ársins 2014. Að undanskildum þremur mánuðum árið 2011, sem ég tók mér frí til þess að ritstýra Árbók Akurnesinga það ár. sem blaðamaður á skessu- horni fékk ég tækifæri til þess að kynnast Vesturlandi upp á nýtt og naut þess mjög. Ég fór í margar ferðir um fjórðunginn og tók við- töl og aflaði frétta fyrir blaðið. Það var mjög skemmtilegt að vera kom- inn í blaðamennsku á heimaslóðun- um aftur og ekki síst vegna þess að skessuhorn er langöflugasta hér- aðsfréttablað landsins. Það er aðdá- unarvert að sjá hvernig þeim hjón- um, Magnúsi Magnússyni og Guð- björgu Ólafsdóttur hefur tekist að byggja upp þetta öfluga útgáfufyr- irtæki. Hjá þeim var gott að vinna og ég vona að þau haldi þessari öfl- ugu útgáfu áfram sem lengst.“ Ræddi við aldna Skagamenn „Á árunum 2012 til 2016 vann ég sjónvarpsþætti ásamt Friðþjófi Helgasyni sem kölluðust Vafrað um Vesturland og voru sýndir hjá Ingva Hrafni á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Við gerðum um 25 þætti en þurftum að sjá um fjármögnun sjálfir og má segja að við höfum að mestu unnið í sjálboðavinnu við framleiðslu þess- arra þátta því ekki var um auðug- an garð að gresja á sjónvarpsauglýs- ingamarkaði á Vesturlandi. Á þess- um tíma tókum við Friðþjófur auk þess upp um 40 viðtöl við aldna skagamenn um fyrri tíma á Akra- nesi. Þetta eru ómetalegar heimild- ir sem okkur gefst vonandi færi á að vinna meira úr í elli okkar sjálfra. bútar úr nokkrum þessara viðtala eru aðgengilegir á youtube.“ Starfar nú í BYKO Árið 2014 flutti Haraldur til Reykja- víkur og fór í lausamennsku í blaða- mennskunni. „Ég starfaði töluvert fyrir sigurjón M. egilsson sem þá gaf út Útvegsblaðið og Iðnaðar- blaðið. einnig sá hann um blöð fyrir ýmis stéttarfélög eins og VM - Fé- lag vélstjóra og málmtæknimanna. Þá ritstýrði ég um tíma, vegna for- falla, skólavörðunni blaði Kennara- sambands Íslands. einnig tók ég að mér prófarkalestur m.a. fyrir há- skólanema sem voru að skila af sér verkefnum. Hafði reyndar gert tals- vert af því áður og geri enn. Þessi lausamennska í blaðamennsku er hins vegar talsvert hark og ekki á vísan að róa með verkefni og tekjur svo ég gafst eiginlega upp á þessu.“ Í lok sumars 2014 kíkti Haraldur svo inn í bYKO í breiddinni, hitti þar Rúnar verslunarstjóra og spurði hvort hann hefði eitthvert hlutastarf handa sér til að hafa með skrifun- um. „Hann tók mér mjög vel. Þetta var á föstudegi og hann bauð mér að koma til vinnu strax á mánudeg- inum í hálft starf, sem hentaði mér ágætlega. síðan hef ég starfað hjá bYKO. Fyrst í verkfæradeildinni, en haustið 2016 stofnaði bYKO þjónustuver með fjórum starfs- mönnum og var ég einn þeirra sem fluttist þangað. Í dag sinni ég netsp- jallinu, sem er leiðandi upplýsinga- veita fyrir viðskiptavini verslunar- innar. Í apríl og maí í vor marg- faldaðist aðsóknin að netspjallinu. Fólk nýtti sér spjallið til að spyrjast fyrir um hvort tilteknar vörur væru til svo það færi ekki fýluferð á stað- inn í þessu ástandi, sem verið hefur vegna veirunnar. Aukin vefverslun hafði líka áhrif á netspjallið eftir að covid kom til. Þessir þjónustuþætt- ir hafa stóraukist og þróunin verð- ur örugglega þannig áfram eftir að faraldrinum líkur. Þetta eru nýir og breyttir viðskiptahættir.“ Hefur enn gaman af skrifum Halli hefur haft atvinnu af blaða- mennsku hátt í fjóra áratugi og skilað af sér sögulegum heimild- um með hundruðum viðtala og ljósmynda auk sjónvarps- og út- varpsþátta. „Ég hef alltaf haft mikla ánægju af því að eiga samskipti við fólk og þess vegna er ég viss um að ég var á réttri hillu í frétta- og blaðamennskunni. Ég lít yfir farinn veg á þeim vettvangi með mikilli velþóknun og hef gaman af að velta fyrir mér þeim gríðarlegu breyting- um sem orðið hafa bæði í prentiðn- inni og fjölmiðlum á þessum tíma sem ég hef starfað við þetta. Ég byrjaði í blýinu í prentinu og vinn svo að lokum við blöð, sem alfarið eru stafrænt unnin. Í blaðamennsk- unni byrjaði ég með ritvél og síð- an var allur texti sleginn inn aft- ur af prentsetjara. Allt þetta færð- ist yfir í tölvur og myndatökur urðu stafrænar í stað þess að maður var í kapphlaupi við tímann að framkalla filmur og kópíera. Þegar við byrj- uðum með svæðisútvarpið eystra þurfti að senda spólur að lengri fréttainnslögum og þáttum með flugi til Reykjavíkur en undir lokin var allt kerfi RÚV orðið samtengt með tölvum og ljósleiðaratenging úr húsi RÚV fyrir hljóð og mynd. Ég er nú samt ekki alveg hættur að skrifa og dunda alltaf við ein- hver skrif. Árið 2018 kom út bók mín um aflaskipið Víking AK-100 og síðan þá hefur blundað í mér að skrifa aðra bók. Ég á ýmiskon- ar efni í tölvunni en hvað verður úr því verður tíminn að leiða í ljós. svo getur alltaf dottið inn eitt og eitt skemmtilegt viðtalsefni.“ se Veturinn 2014-15 tók Halli að sér að taka viðtölin í heimildarmyndina „Háski í Vöðlavík,“ sem feðgarnir Þórarinn og Eiríkur Hafdal gerðu og sýnd var á RUV. Myndin fjallaði um ævintýralega björgun skipverja af dráttarskipinu Goðanum sem fórst í Vöðlavík á Austfjörðum. Þetta voru hátt í tuttugu viðtöl við eftirlifandi skipverja af Goðanum og nokkra þeirra sem komu að björguninni. Í Bykodressinu. Haraldur tekur við gjöf í tilefni sextugsafmælis síns úr hendi Sigurðar Brynjars Pálssonar forstjóra BYKO árið 2015. Haraldur áritar bók sína um aflaskipið Víking fyrir Hlina Eyjólfsson, sem var lengi skipverji á Víkingi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.