Skessuhorn


Skessuhorn - 16.12.2020, Page 104

Skessuhorn - 16.12.2020, Page 104
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020104 Þetta máltæki; „Þá mega jólin koma fyr- ir mér,“ er gjarnan notað yfir athafnir sem fólki finnst nauðsynlegt í aðdraganda jóla. Byggir á hefðum og venjum viðkom- andi og getur verið afar persónubund- ið eða tengt fjölskyldum. Við heyrðum í nokkrum íbúum á Vesturlandi og spurð- um þessara spurningar; hvað er nauðsyn- legt að gera í aðdraganda jóla? Guðrún Jónsdóttir, Borgarnesi Skreytir inni og föndrar jólakort Jólin. skelfing eða hamingja? Ég kýs það síð- ara. Til að byrja með er undirbúningurinn skemmtilegur. skítt með þrifin (betra að þrífa á vorin þegar afraksturinn sést) og eiginmað- urinn mikilhæfi annast matinn og útiskreyt- ingarnar. Jólagardínur eru ekki á dagskrá. Ég sérhæfi mig í að skreyta inni og að hugsa til minna nánustu með því að finna gjafir, skrifa jólabréf, föndra jólakort og senda fjarstödd- um ættingjum og vinum rafrænar fréttir og myndir. Því fylgja hlýjar hugsanir og góðar. svo erum við svo lánsöm að börn og tengda- börn kjósa að eiga samverustundir með okk- ur. Jólin eru tíminn þar sem raunveruleg verðmæti eru í hávegum höfð og við hugsum um þá sem okkur þykir vænt um. Hafþór Ingi Gunnarsson, Borgarnesi „Fötin skapa jólin“ Jóla undirbúningur hjá mér felst í því að kaupa jólakerti, henda nokkrum jólaljósum í glugga og taka niður kassann með jólafötun- um. Þetta er stór kassi, IKeA kassi, 10 lítra kassi. Í þessum kassa eru tvær jólapeysur; ein rafmagns og hin útskreytt af jólahestum, pip- arkökum og einhverju tré. skyrta sem lyktar ekki alveg eins vel og síðustu jól en lítur samt vel út. Á skyrtunni eru fullt af piparkökuköll- um. buxur með snjókörlum, og aftur ein- hverju tréi og jólaskrauti. Lopasokkar sem amma prjónaði árið 2012 og eru jólasokkarn- ir. Þrír jólabolir. einn merktur, „Festivus for the rest of Us.“ Annar bolur sem ég skil ekki alveg enda pantaði ég hann frá Ali express og sá þriðji hinn rammíslenski „Jól“. Ég verð í þessum fötum, til skiptis auðvitað, allan desember. Gleðilega hátíð. Inga Maren Ágústsdóttir, Akranesi Mikilvægt að vera sveigjanlegur Það sem mér finnst best við jólin er eiginlega tilhlökkunin, pælingarnar og spennan. Lang flestir í kringum mig eru að pæla í skreyting- um, pakkakaupum, matargerð og undirbún- ingi. Mér finnst það skipta miklu máli að vera ekki of fastur á sínu, geta verið sveigjanleg- ur með alls konar hefðir og tímasetningar á þeim. Hefðirnar geta alveg haldið sér og nýj- ar bæst við, þó að tímasetningarnar geti riðl- ast eitthvað. Það eru samt nokkur atriði sem eru alltaf eins hjá minni fjölskyldu eins og t.d. laufabrauðsgerð og möndlugrautur á esju- völlunum í hádeginu á aðfangadag. Jólatréð er svo skreytt á Þorláksmessu og heitt kakó og smákökur yfir jólatónlist eða jólamynd á eftir. Aðfangadagur er svo á esjó, hamborg- arhryggur er eini fasti liðurinn þar en eftir- réttur er misjafn á milli ára en kaffi og kon- fekt alltaf með pakkaflóðinu. Frá því að ég var lítil hefur sá sem fékk möndluna fengið það hlutverk að lesa á pakkana. Jólaundirbúning- urinn byrjar þó alltaf með skemmtilegasta leynivinaleik í heimi hjá okkur í vinnunni. Anna Margrét Ólafsdóttir, Stykkishólmi Endurtekið ritúal frá ári til árs Alltumlykjandi eru þau skilaboð að framþró- un, breytingar og nýjungar séu nauðsynlegar, að stöðnun sé andlegur dauði hvers manns. sitt sýnist hverjum en jólin mega fyrir mér vera meitluð í stein, endurtekið ritúal frá ári til árs. Jólaandinn minn býr í hefðunum sem ég reyni að breyta og aðlaga eins lítið og ég kemst upp með. Auðvitað verða vissar mála- miðlanir að eiga sér stað í samfélagi við aðra menn en ég reyni að ríghalda í mínar hefðir eins og ég get. Það skiptir máli hvenær jóla- tréð fer upp, það er ekki í lagi að byrja að spila jólalög í október (þótt menn verði að beita sig hörðu), smákökurnar hennar mömmu eru bestar og jólalög samin eftir 1995 eiga erfitt með að fljúga undir radarinn. en hvað sem öllum hefðum líður er þó það allra besta við jólin blessuð aðventan sem er svo notaleg og dimm og gerir viðkvæman kertalogan svo fal- legan. Jóhanna Lóa Sigurbergsdóttir, Borgarnesi Möndlugrauturinn uppáhalds hefðin Jólin og aðventan er eitt af mínum uppá- haldstímum á árinu. Ég starfa sem hár- snyrtir í borgarnesi svo það er nóg að gera í vinnunni minni á þessum tíma, en alltaf jafn gaman. Við fjölskyldan nýtum þó tímann eins vel og við getum. Við bökum saman, skreyt- um piparkökuhús, horfum á jólamyndir, för- um á tónleika, jafnvel í leikhús, njótum úti- verunnar og margt fleira notaleg. Mín uppá- halds hefð á aðventunni eða jólunum er þegar við stórfjölskyldan hittumst hjá ömmu minni í hádeginu á aðfangadag. Þar borðum við möndlugraut, rífumst um möndluna og eig- um yndislegan tíma saman áður en allir fara heim til sín að undirbúa jólin. Karen Lind Ólafsdóttir, Akranesi Margar hefðir á jólunum einfaldar hefðir eins og að mála piparkökur með krökkunum, horfa á sígildar jólamyndir. eftir að við vorum búsett í Danmörku höf- um við alltaf farið í desember og sagað okk- ur jólatré í nærliggjandi skógum með kakó og smákökur, núna síðustu ár höfum við farið í Akrafjallið þar sem skógræktarfélga Akraness er með opið fyrir fólk í slögu að saga sér tré. Þessar ferðir hafa endað misvel. einu sinni var mjög þungfært og eitthvað gekk erfiðlega að finna hið fullkomna tré, á endanum voru allir farnir að grenja úr kulda og í þokkabót neitaði bíllinn að fara í gang og við þurftum að láta sækja okkur. svo finnst mér alltaf til- heyra að fara á Akratorg og sjá þegar kveikt er á jólatrénu okkar og jólasveinarnir kíkja í heimsókn. Afmælisveislur tilheyra líka því tvö af börnunum okkar eiga afmæli á Þorláks- messu og pabbinn annan í jólum. Þá er mik- il hefð fyrir tveimur réttum sem við bjóðum alltaf upp á, en það er heimabakað rúgbrauð með ákveðinni hvítlaukssíld og heit kæfa með beikoni og sveppum. svo hef ég og tvær vinkonur mínar yfirleitt farið á rúntinn um Akranes og valið flottasta og ljótasta jólaskrautið. Gamli fótboltavinkonuhópurinn minn hef- ur í mörg ár hist og bakað sörur og ýmislegt góðgæti, hlegið og sýnt einstaka hæfileika í eldhúsinu. Eiríkur Jónsson, Borgarnesi Heitt hangikjöt á Þorláksmessu Í minni fjölskyldu hefur skapast sú hefð að borða heitt hangikjöt með smjörsmurðu franskbrauði á Þorláksmessukvöld. Það er þannig til komið að þegar faðir minn var ung- ur sauð amma alltaf hangkjöt á Þorláksmessu. Þar sem amma mín var afar eftirlátssöm féll hún fyrir suði krakkaskarans og leyfði þeim að smakka. Þegar þau síðan uxu úr grasi og stofnuðu sínar fjölskyldur tóku þau til við að sjóða kjötið sérstaklega til að gæða sér á því heitu á Þorláksmessu. Í minni útfærslu þarf þetta að gerast frekar seint að kvöldi, njótast með skjannahvítu samlokubrauði frá Geira og vel möltuðum jólabjór. Þá mega jólin koma fyrir mér. Hilmar Már Arason, Ólafsvík Jólaútvarpið kemur með jólaskapið Það sem er mikilvægast að gera fyrir jól- in er að njóta þessa tíma og vera í samvist- um við sína nánustu sem er erfitt við núver- andi ástand. Það er oft falleg vetrarveður í desember, búið að skreyta hús og híbýli svo unun er að labba um og skoða. sá góði siður er að festa sig í sessi hjá okkur í snæfellsbæ að skólinn okkar er með jólaútvarp sem kem- ur manni í jólaskap nú þegar hátíðin er að ganga í garð. eins er boðið upp á í skógrækt- inni í Ólafsvík að fólk getur valið sér sín eigin tré og myndast góð jólastemming í kringum þann viðburð. Gleðileg jól! „Þá mega jólin koma fyrir mér“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.