Skessuhorn - 16.12.2020, Blaðsíða 110
MIÐVIKUDAGUR 16. DeseMbeR 2020110
“Hvað langar þig mest í
í jólagjöf?”
Spurning
vikunnar
(Kaupmenn á Akranesi spurðir.)
Ingþór Bergmann Þórhallsson í
versluninni Omnis
Mig langar í fjallahjól.
Ásta Björg Gísladóttir
í versluninni Bjargi.
Mig langar í veirufrí jól.
Heimir Jónasson
í versluninni Nínu
Mig langar í gott ilmvatn.
Guðni Tryggvason
í versluninni Model
Allt milli himins og jarðar.
Hrefna Björnsdóttir í verslun-
inni Hans og Grétu
Mig langar í nýju bókina hennar
evu bjargar Ægisdóttur, Næt-
urskuggar.
Í síðustu viku tilkynnti Körfuknatt-
leikssamband Íslands þá leikmenn
sem valdir hafa verið í sína fyrstu
æfingahópa yngri landsliðanna
fyrir U15, U16 og U18 ára lands-
lið drengja og stúlkna fyrir verk-
efni sumarsins 2021. Þar á með-
al má finna nokkra galvaska Vest-
lendinga.
Frá snæfelli í stykkishólmi voru
tveir leikmenn valdir; Ingigerður
sól Hjartardóttir í U16 ára lands-
lið kvenna og Tinna Guðrún Al-
exandersdóttir í U18 ára. skalla-
grímur á alls sjö leikmenn sem hafa
verið valdir í æfingahóp. Í æfinga-
hópi U15 stúlkna eru þær Aðal-
heiður ella Ásmundsdóttir, Díana
björg Guðmundsdóttir, Kolfinna
Dís Kristjánsdóttir, Valborg elva
bragadóttir og Victoría Lind Kol-
brúnardóttir. Að lokum, í æfinga-
hópi U16 stúlkna eru svo Lisbeth
Inga Kristófersdóttir og Heiður
Karlsdóttir.
Á venjulegu ári er hefðbundið að
hefja landsliðsæfingar milli jóla og
nýárs en vegna ástandsins og sótt-
varna í landinu þá mun KKÍ ekki
standa fyrir neinum æfingum á
þeim tíma.
glh
„Þetta er búið að vera ævintýri lík-
ast eftir að ég kom til IFK Norr-
köping árið 2018. bæði það að
mér hefur gengið vel með liðinu
og vegnað vel með landsliðum Ís-
lands, bæði með U-21 árs liðinu og
svo var auðvitað alveg ógleyman-
legt að koma inn á í mínum fyrsta
A- landsleik gegn englendingum á
Wembley leikvanginum í nóvember
síðastliðnum,” segir Ísak bergmann
Jóhannesson í samtali við skessu-
horn, en hann nú í jólafríi og stadd-
ur í foreldrahúsum á Akranesi. Ísak
lék upp yngri flokka ÍA og einn leik
með meistaraflokki skagamanna
gegn Þrótti Reykjavík í lokaleik 1.
deildar haustið 2018, þá aðeins 15
ára gamall. Þá hélt hann utan og
gekk til liðs við IFK Norrköping
í desember sama ár ásamt frænda
sínum Oliver stefánssyni.
Mikil Skagatenging
við Norrköping
Það er mikil skagatenging við IFK
Nörrköping og samstarf er á milli
liðsins og ÍA. Hér áður fyrr léku
bræðurnir stefán Þórðarson og
Þórður Þórðarson með liðinu. Þá
lék Arnór sigurðsson með því en
var síðan seldur til CsKA Moskvu.
Nú hefur Ísak bæst í þann hóp og
verður væntanlega ekki langt að
bíða að hann hverfi á braut til ann-
ars félags.
Ísak flutti til svíþjóðar ásamt fjöl-
skyldu Olivers í byrjun árs 2019. en
foreldrar Olivers eru stefán Þórð-
arson og Magnea Guðlaugsdóttir
móðursystir Ísaks. Þeir Ísak og Oli-
ver bjuggu saman í íbúð í fjölbýlis-
húsi og stefán og Magnea ásamt
fjölskyldu sinni í sama húsi og voru
þeim til halds og trausts. Ísak segir
að þetta hafi hentað þeim mjög vel
í byrjun, en síðasta hálfa árið hefur
hann búið í sinni eigin íbúð í Norr-
köping. „Mér hefur liðið mjög vel í
borginni. Hún er vinaleg og falleg
en þar búa um eitt hundrað þúsund
manns og er tíunda stærsta borg
svíþjóðar. Hún er vel staðsett fyr-
ir sunnan stokkhólm í suðurhluta
svíþjóðar.
Ég fékk strax tækifæri til að æfa
með aðalliðinu aðeins 15 ára gam-
all og það var mikil áskorun fyrir
mig. Ég lék til að byrja með í U-19
ára liði félagsins til þess að komast í
leikæfingu.“ Þrátt fyrir ungan aldur
er Ísak mjög agaður því auk hefð-
bundinna æfinga tekur hann sjálfur
sínar aukaæfingar meðal annars til
að auka snerpu og úthald.
Lagði upp tvö mörk í
sínum fyrsta leik
„Ég lék síðan minn fyrsta leik í Alls-
venskan sem er efsta deild í svíþjóð
þann 27. júní í sumar. Það var leik-
ur gegn Östersunds FK á útivelli.
Þessi leikur er mér minnisstæður
þar sem ég lagði upp tvö mörk í
leiknum. Við vorum undir í leikn-
um 1:2 þegar um tíu mínútur voru
eftir og tókst mér að leggja upp tvö
mörk eftir það í 4:2 sigri. einnig er
mér minnisstæður leikurinn gegn
IFK Göteborg þar sem ég skoraði
mitt fyrsta mark sem atvinnumað-
ur í 3:1 sigri. Mín uppáhaldsstaða á
vellinum er framarlega á miðjunni
en einnig hef ég leikið nokkra leiki
vinstra megin á miðjunni.“
IFK Norrköping hafnaði í sjötta
sæti í Alsvenskan aðeins þremur
stigum frá liðinu í þriðja sæti. „Það
var gríðarlega svekkjandi að enda
ekki ofar í deildinni,“ viðurkennir
Ísak, enda metnaðarfullur eins og
hann á kyn til. „Í lokaumferðinni
áttum við heimaleik gegn Helsing-
borg sem var í næstneðsta sæti. en
við töpuðum leiknum 3:4 og misst-
um þar af tækifærinu á að ná evr-
ópusæti. Þessi lokaleikur liðsins var
dálítið dæmigerður fyrir liðið. Jens
Gustafsson þjálfari liðsins hefur
lagt mikla áherslu á skemmtileg-
an sóknarleik en það er stundum á
kostnað varnarleiksins. en hann er
samt frábær þjálfari sem er óhrædd-
ur við það að gefa yngri leikmönn-
um tækifæri með liðinu og naut ég
meðal annars góðs af því.“
Fyrsti landsleikurinn
var á Wembley
en þetta var líka frábært ár hjá Ísak
með landsliðum Íslands. Undir 21
árs liðið náði að tryggja sig í úrs-
tlitakeppnina sem fram fer í Ung-
verjalandi í lok mars og verða Ís-
lendingar þar í riðli með Rússum,
Dönum og Frökkum. „Við náð-
um að tryggja okkur í úrslitin með
tveimur góðum sigrum á lokasprett-
inum gegn svíum 1:0 á Víkingsvell-
inum og fræknum sigri gegn Írum
ytra þar sem Valdimar Þór Ingi-
mundarson skoraði sigurmarkið í
uppbótartíma í 2:1 sigri. Ég náði
að leika minn fyrsta landsleik með
landsliði Íslands í Þjóðadeildinni
núna í nóvember þegar ég kom inn
á sem varamaður gegn englend-
ingum á Wembley leikvangnum í
Lundúnum. Þrátt fyrir tap var þetta
ógleymanlegt að fá mitt fyrsta tæki-
færi með liðinu á þessum sögur-
fræga leikvangi,”segir Ísak.
eins og áður sagði er Ísak í jóla-
fríi heima á Akranesi. „Það er alveg
frábært að koma heim og vera hérna
um jól og áramót en æfingar hefj-
ast að nýju hjá mér 7. janúar. síð-
an verður bara að koma í ljós hvað
framtíðin ber í skauti sér,“ segir Ísak
að endingu.
se/ Ljósm. aðsendar.
Valborg Elva Bragadóttir
sækir hér ákveðin að körf-
unni. Hún var meðal þeirra
sem valin var í æfingahóp U15
ára landsliðs stúlkna.
Ljósm. glh.
Skallagrímur með sjö leikmenn
í æfingahópi yngri landsliða
Búið að vera ævintýri líkast
segir Ísak Bergmann Jóhannesson, sem slegið hefur í gegn með sænska
liðinu IFK Norrköping og vakið athygli stórliða í Evrópu
„Þetta er búið að vera ævintýri líkast eftir að ég kom til IFK Norrköping árið 2018.“
„Ég fékk strax tækifæri til að æfa með aðalliðinu aðeins 15 ára gamall og það var
mikil áskorun fyrir mig.“