Morgunblaðið - 04.06.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 04.06.2020, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 + Akureyri Nú er rétti tíminn til að njóta Íslands og alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Hvort sem þú vilt vera sóló, í hópi eða í rómans geturðu fundið þína flugleið til Akureyrar þar sem Listasafnið á Akureyri, Icelandair Hotels Akureyri og fleiri eðalviðkomustaðir taka þér og þínum fagnandi. Flug og bíll eða flug og gisting eru á sérkjörum í allt sumar þannig að núna er rétti tíminn til að kynnast Akureyri upp á nýtt. + Bókaðu á airicelandconnect.is Flug og gisting frá í eina nótt á mann 29.900kr. Flug og bíll frá í einn sólarhring á mann 28.900kr. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ríkiskaup hafa fyrir hönd ríkissjóðs auglýst eftir leiguhúsnæði miðsvæð- is á höfuðborgarsvæðinu fyrir nýjar höfuðstöðvar Skattsins og skatt- rannsóknarstjóra. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins. Hús- næðisþörfin er áætluð um 9.800 fer- metrar. Æskilegt er talið að hús- næðið sé ekki meira en 6 hæðir. Ný ríkisstofnun, Skatturinn, tók til starfa um síðustu áramót. Þá sameinuðust embætti tollstjóra og ríkisskattstjóra. Snorri Olsen ríkis- skattstjóri stýrir stofnuninni. Afgreiðslur embættisins eru fyrst um sinn óbreyttar á Tryggvagötu 19 (Tollhúsinu) og Laugavegi 166. Nú stendur til að sameina starfsemina undir sama þaki ásamt embætti skattrannsóknarstjóra, sem nú er til húsa í Borgartúni 7. Þegar Skatturinn flytur í nýtt húsnæði losnar húsnæði á góðum stað í borginni til annarra nota. Annars vegar á Laugavegi 166, sem er fimm hæða bygging, og hins veg- ar í Tollhúsinu, sem er sex hæða bygging. Tollurinn hefur verið með hluta hússins til afnota. Fram kemur í auglýsingu Ríkis- kaupa að miðað sé við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 30 ára, fullbúið til notkunar með föst- um innréttingum og búnaði, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um sérhúsnæði á góðum stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, gott að- gengi, þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi og næg bíla- stæði bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Einnig er gerð krafa um að húsnæðið liggi vel við almenn- ingssamgöngum, m.a. fyrirhugaða borgarlínu. Skilyrði er að húsnæðið verði tilbúið til notkunar eigi síðar en 18 mánuðum eftir undirritun leigusamnings. Leigutilboðum skal skila eigi síð- ar en fimmtudaginn 30. júlí 2020. Leita að húsnæði fyrir Skattinn  Húsnæðisþörfin er áætluð um 9.800 fermetrar  Leigan verður til 30 ára Morgunblaðið/sisi Skatturinn Höfuðstöðvar embættisins eru á Laugavegi 166, þar sem Ríkisskattstjóri hefur verið til húsa lengst af.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.