Morgunblaðið - 04.06.2020, Page 17

Morgunblaðið - 04.06.2020, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 + Birna Baldursdóttir Íþróttafræðingur og einkaþjálfari á Akureyri. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur kært ákvörðun Vinnueftirlitsins um merk- ingar á salernum á skrifstofum Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12- 14 til félagsmálaráðuneytisins. Er þess krafist að ráðuneytið taki efnis- lega afstöðu í málinu. Vinnueftirlitið framkvæmdi svo- kallaða takmarkaða úttekt á skrif- stofuhúsnæði Reykjavíkurborgar 14. september 2019. Í kjölfarið var borg- inni gert að kynjaskipta salernum þar á ný og fékk til þess frest til 14. októ- ber. Frestur til úrbóta hefur síðan þá verið framlengdur í nokkur skipti, seinast til 29. maí sl. Í bréfi Vinnueftirlitsins til Reykja- víkurborgar, dagsett 4. maí 2020, um framlengingu á fresti til úrbóta segir meðal annars: „Á hverri hæð eru sal- erni sem skiptast í fjögur ómerkt sal- erni og tvö merkt fyrir fatlaða. Sal- ernin eru ekki kynjaskipt.“ Fyrirmæli eftirlitsins eru skýr og stutt: „Salerni skal vera kynjaskipt“ og rann upphaf- legur frestur til úrbóta út fyrir um átta mánuðum. Reykjavíkurborg hef- ur ekki enn brugðist við. Samþykktu að gera ekkert Á fundi mannréttinda-, nýsköpun- ar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur- borgar, sem haldinn var 28. maí sl., samþykktu fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands að ráðast ekki í að merkja sal- erni í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkur- borgar fyrr en ákvörðun félagsmála- ráðuneytisins lægi fyrir um fyrr- greinda kæru. Tillaga ráðsins um ókyngreind sal- erni er í kærunni sögð byggjast á mannréttindastefnu borgarinnar og áherslum hennar að vinna gegn mis- munun borgaranna. „[Þ]á sérstaklega mismunun á grundvelli kyns, kynvit- undar, kyntjáningar og kynein- kenna,“ segir meðal annars þar. Í ákvörðun sinni vísar Vinnueftir- litið til 22. gr. reglna nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða. Í kærunni segir að frá þeim tíma sem reglugerðin tók gildi hafi „umtalsverð þróun orðið í samfélaginu þegar kemur að því hvernig kyn er skilgreint og er ljóst að kyntvíhyggja sem áður var ríkjandi nær ekki yfir þann veruleika sem við búum við í dag“. Að mati mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu verður ekki komist hjá því að túlka reglur um húsnæði vinnustaða til samræmis við lög nr. 80/2019 um kyn- rænt sjálfræði. Gætu endurskoðað reglur Þingmaðurinn Andrés Ingi Jóns- son spurði félags- og barnamálaráð- herra að því hvenær vænta mætti þess að ráðherra endurskoðaði lög, reglugerðir og reglur á málefnasviði sínu með hliðsjón af því að ákvæði þeirra um búningsaðstöðu og salerni gera ekki ráð fyrir hlutlausri skrán- ingu kyns, samanber lög um kynrænt sjálfræði. Í svari ráðherra segir að vert sé að skoða hvort og þá með hvaða hætti rétt sé að breyta reglum, meðal ann- ars með tilliti til fyrrgreindra laga. „Slík vinna er þó enn ekki hafin í fé- lagsmálaráðuneytinu og fer það eftir verkefnastöðu innan ráðuneytisins hvenær unnt verður að ráðast í slíka vinnu,“ segir í svarinu. Borgarklósett inn á borð ráðuneytis  Liðnir eru um átta mánuðir frá því að Vinnueftirlitið gerði Reykjavíkurborg skylt að kynmerkja sal- erni í skrifstofuhúsnæði sínu  Borgin hefur enn ekki farið að tilmælum og hefur nú kært ákvörðunina Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tregða Reykjavíkurborg vildi ókyngreind klósett í stjórnsýsluhúsum sínum en Vinnueftirlitið segir það ekki ganga upp og bendir á gildandi reglugerð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.