Morgunblaðið - 04.06.2020, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.06.2020, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020 + Birna Baldursdóttir Íþróttafræðingur og einkaþjálfari á Akureyri. Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur kært ákvörðun Vinnueftirlitsins um merk- ingar á salernum á skrifstofum Reykjavíkurborgar í Borgartúni 12- 14 til félagsmálaráðuneytisins. Er þess krafist að ráðuneytið taki efnis- lega afstöðu í málinu. Vinnueftirlitið framkvæmdi svo- kallaða takmarkaða úttekt á skrif- stofuhúsnæði Reykjavíkurborgar 14. september 2019. Í kjölfarið var borg- inni gert að kynjaskipta salernum þar á ný og fékk til þess frest til 14. októ- ber. Frestur til úrbóta hefur síðan þá verið framlengdur í nokkur skipti, seinast til 29. maí sl. Í bréfi Vinnueftirlitsins til Reykja- víkurborgar, dagsett 4. maí 2020, um framlengingu á fresti til úrbóta segir meðal annars: „Á hverri hæð eru sal- erni sem skiptast í fjögur ómerkt sal- erni og tvö merkt fyrir fatlaða. Sal- ernin eru ekki kynjaskipt.“ Fyrirmæli eftirlitsins eru skýr og stutt: „Salerni skal vera kynjaskipt“ og rann upphaf- legur frestur til úrbóta út fyrir um átta mánuðum. Reykjavíkurborg hef- ur ekki enn brugðist við. Samþykktu að gera ekkert Á fundi mannréttinda-, nýsköpun- ar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur- borgar, sem haldinn var 28. maí sl., samþykktu fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands að ráðast ekki í að merkja sal- erni í stjórnsýsluhúsum Reykjavíkur- borgar fyrr en ákvörðun félagsmála- ráðuneytisins lægi fyrir um fyrr- greinda kæru. Tillaga ráðsins um ókyngreind sal- erni er í kærunni sögð byggjast á mannréttindastefnu borgarinnar og áherslum hennar að vinna gegn mis- munun borgaranna. „[Þ]á sérstaklega mismunun á grundvelli kyns, kynvit- undar, kyntjáningar og kynein- kenna,“ segir meðal annars þar. Í ákvörðun sinni vísar Vinnueftir- litið til 22. gr. reglna nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða. Í kærunni segir að frá þeim tíma sem reglugerðin tók gildi hafi „umtalsverð þróun orðið í samfélaginu þegar kemur að því hvernig kyn er skilgreint og er ljóst að kyntvíhyggja sem áður var ríkjandi nær ekki yfir þann veruleika sem við búum við í dag“. Að mati mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu verður ekki komist hjá því að túlka reglur um húsnæði vinnustaða til samræmis við lög nr. 80/2019 um kyn- rænt sjálfræði. Gætu endurskoðað reglur Þingmaðurinn Andrés Ingi Jóns- son spurði félags- og barnamálaráð- herra að því hvenær vænta mætti þess að ráðherra endurskoðaði lög, reglugerðir og reglur á málefnasviði sínu með hliðsjón af því að ákvæði þeirra um búningsaðstöðu og salerni gera ekki ráð fyrir hlutlausri skrán- ingu kyns, samanber lög um kynrænt sjálfræði. Í svari ráðherra segir að vert sé að skoða hvort og þá með hvaða hætti rétt sé að breyta reglum, meðal ann- ars með tilliti til fyrrgreindra laga. „Slík vinna er þó enn ekki hafin í fé- lagsmálaráðuneytinu og fer það eftir verkefnastöðu innan ráðuneytisins hvenær unnt verður að ráðast í slíka vinnu,“ segir í svarinu. Borgarklósett inn á borð ráðuneytis  Liðnir eru um átta mánuðir frá því að Vinnueftirlitið gerði Reykjavíkurborg skylt að kynmerkja sal- erni í skrifstofuhúsnæði sínu  Borgin hefur enn ekki farið að tilmælum og hefur nú kært ákvörðunina Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tregða Reykjavíkurborg vildi ókyngreind klósett í stjórnsýsluhúsum sínum en Vinnueftirlitið segir það ekki ganga upp og bendir á gildandi reglugerð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.