Morgunblaðið - 04.06.2020, Blaðsíða 35
FRÉTTIR 35Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2020
4. júní 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 135.21
Sterlingspund 169.82
Kanadadalur 100.04
Dönsk króna 20.258
Norsk króna 14.152
Sænsk króna 14.46
Svissn. franki 140.62
Japanskt jen 1.2547
SDR 186.04
Evra 151.0
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.4289
Hrávöruverð
Gull 1740.25 ($/únsa)
Ál 1511.5 ($/tonn) LME
Hráolía 37.56 ($/fatið) Brent
Verne Global,
sem rekur gagna-
versstarfsemi á
Ásbrú í Reykja-
nesbæ, hefur sótt
nýtt fjármagn
upp á 27 milljónir
dollara, jafnvirði
3,6 milljarða
króna, til núver-
andi hluthafa
sinna. Ætlunin er að nýta fjármagnið
til þess að halda áfram uppbyggingu
fyrirtækisins í Reykjanesbæ.
Meðal hluthafa í fyrirtækinu, sem
þátt tóku í fjármögnuninni, eru Wel-
come Trust, Novator Partners,
Stefnir og General Catalyst.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir
að fjármagnið muni nýtast til þess að
styrkja stoðirnar undir háhraða-
þjónustu fyrirtækisins. Viðskipta-
vinir fyrirtækisins á því sviði eru
fjármálafyrirtæki, fyrirtæki sem
leysa þurfa flókin verkfræðileg úr-
lausnarefni eða stunda flóknar vís-
indarannsóknir og önnur iðnfyrir-
tæki.
Dominic Ward, forstjóri Verne
Global, segir mikla eftirspurn eftir
þjónustu fyrirtækisins sem komi afar
vel út úr könnunum sem gerðar eru á
þjónustustigi og viðhorfi viðskipta-
vina þess til þess.
Verne
Global lýkur
fjármögnun
Dominic Ward
STUTT
„Maður er orðinn hæfilega bjart-
sýnn hvað veturinn varðar, þó að auð-
vitað sé um samdrátt í sölu að ræða.
Ég bind vonir við að það verði tölu-
verð traffík hingað til lands í vetur.“
Meðal annars segist Hallgrímur
finna fyrir mikilli óþreyju hjá við-
skiptavinum sínum í Þýskalandi,
einkum eftir að ferðatakmörkunum á
ferðum til Íslands var lyft þar í landi.
Hann segir að starfsfólk Snæland-
Grímssonar standi nú í ströngu við að
svara spurningum um fyrirkomulag-
ið á komu ferðamanna til landsins og
um það hvernig skimunum í Leifs-
stöð verði háttað. „Mér finnst að flug-
félögin ættu að taka af skarið og sjá
til þess að ferðamenn séu prófaðir áð-
ur en þeir fara í flug. Það er áhætta
fyrir fólk sem er að fara í dýrt ferða-
lag að hætta á að lenda í sóttkví í 14
daga þegar hingað er komið.“
Hallgrímur telur að ef ferðamenn
þurfa sjálfir að greiða fyrir skimun
hér á landi verði það ekki þröskuldur.
Litið verði á það sem hluta af ferða-
kostnaðinum og menn muni ekki
veigra sér við það.
Hallgrímur segir að vöxtur hafi
verið í komum hópa hingað til lands á
vegum TUi síðustu ár. „Það hafa
komið á bilinu 12-14 þúsund ferða-
menn frá þeim á hverjum vetri. Á síð-
asta ári var maður þó farinn að finna
fyrir tregðu í sölu vegna hás gengis
íslensku krónunnar. Verðlagið hér
var orðið ofboðslega hátt af þeim
sökum og því var það farið að hafa
áhrif á öllum okkar mörkuðum.
Gengi krónunnar skemmir fyrir í
svona rekstri því það er svo óstöðugt.
Við vinnum alltaf ár fram í tímann og
því er erfitt að gera áætlanir. Þeir
farþegar sem áttu að koma núna í
sumar er sala sem átti sér stað síð-
asta haust.“
Spurður um tjón sem Snæland-
Grímsson hafi orðið fyrir vegna af-
bókana segir Hallgrímur að þar sem
Snæland-Grímsson sé fyrst og
fremst á fyrirtækjamarkaði sé fyrir-
tækið ekki í beinum samskiptum við
ferðamennina sjálfa og fái því ekki
greitt mikið fyrirfram. „En það er
mikill kostnaður fólginn í því fyrir
okkur að vera í sífellu að svara spurn-
ingum og taka við afbókunum, þótt
maður sé ekki búinn að fá ferðirnar
greiddar.“
Færa ferðir fram á haustið
Hallgrímur segir að margir þeir
sem áttu ferðir bókaðar nú í sumar
hafi fært ferðir sínar fram á haustið
eða fram á næsta ár. „Það er mikill
áhugi á Íslandi og öll umfjöllun um
hve vel Íslendingar hafa staðið sig í
að taka á veirunni hefur skilað sér
mjög vel út á markaðinn. Ég hef trú á
að þegar landið fer að opnast rúlli
þetta frekar hratt af stað í júlí, ágúst
og september.“
Snæland-Grímsson er með fjölda
ferðaskrifstofa í viðskiptum og tugir
þúsunda ferðamanna koma hingað til
lands á þeirra vegum á hverju ári.
Velta fyrirtækisins var um 2,3
milljarðar króna á síðasta ári en nú er
útlit fyrir að fjórðungur þeirra tekna
skili sér ekki vegna kórónu-
veirufaraldursins. „Við skrúfuðum
allt niður í byrjun mars og höfum
nýtt okkur úrræði stjórnvalda til að
halda lífi. Við munum svo keyra allt í
gang hægt og rólega í takt við eftir-
spurnina. Ég er sæmilega bjart-
sýnn.“
Orðnir óþreyjufullir að koma
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Upplifun Breskir ferðamenn sem hingað koma á vegum TUi eru hrifnir af Gullfossi og norðurljósum.
Áratugalöng saga
» Fyrirtækið var stofnað af
Snæland Grímssyni, afa Hall-
gríms Lárussonar, árið 1945.
» Eiga 35 bíla.
» Flytja inn sína eigin ferða-
menn.
» 25-30 starfsmenn á skrif-
stofu sinna skipulagningu og
sölu á ferðum til erlendra að-
ila.
» Fyrirtækið veltir 2,3 millj-
örðum króna á ári.
Stærsta ferðaskrifstofa í heimi hefur bókað þúsundir ferðamanna hingað næsta vetur Mikill áhugi
á Íslandi Hátt verðlag hér á landi hafði áhrif á sölu á Íslandsferðum í fyrra hjá Snæland-Grímsson
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Þúsundir breskra ferðamanna hafa
nú þegar bókað sig í Íslandsferðir
næsta vetur í gegnum bresk-þýsku
ferðaskrifstofuna Tui, að sögn Hall-
gríms Lárussonar, framkvæmda-
stjóra Snæland-Grímssonar, sam-
starfsaðila TUi hér á landi.
Eins og Hall-
grímur útskýrir
er sérstaða TUi
sem viðskiptavin-
ar að í gegnum
skrifstofuna
koma ferðamenn
til Íslands yfir
vetrartímann, á
fjögurra til fimm
mánaða tímabili.
Snæland-Gríms-
son hefur átt í
samstarfi við TUi í fimm til sex ár að
sögn Hallgríms, en TUi er stærsti
einstaki viðskiptavinur ferðaskrif-
stofunnar.
Áhugi á norðurljósum
„Bretinn hefur mikinn áhuga á Ís-
landi á veturna út af norðurljósunum.
Það er mjög vinsælt að koma hingað í
3-4 daga, upplifa Gullfoss, Geysi og
Bláa lónið. Svo er bónus að sjá
norðurljósin,“ segir Hallgrímur í
samtali við Morgunblaðið. TUi er
stærsta ferðaskrifstofa í heimi og er
með sitt eigið leiguflug frá Bretlandi
til Íslands.
Hallgrímur segist finna sterkt fyr-
ir því hjá sínum viðskiptavinum er-
lendis að menn eru farnir að sjá til
sólar eins og hann orðar það. Mikið
er farið að berast af fyrirspurnum frá
ferðaskrifstofum erlendis sem verið
hafa í viðskiptum við Snæland-
Grímsson, að sögn Hallgríms.
Hallgrímur
Lárusson
● Stjórn fasteignafélagsins Eikar gerir
það að tillögu sinni fyrir aðalfund fé-
lagsins að ekki verði greiddur út arður
vegna fyrra rekstrarárs. Aðalfundur fé-
lagsins verður haldinn 10. júní næst-
komandi. Í greinargerð stjórnarinnar
segir að tillagan sé lögð fram í því skyni
að viðhalda eins sterkri eiginfjárstöðu
og kostur er á meðan óvissuástand ríkir
vegna kórónuveirufaraldursins. Áður
hafði stjórnin gefið út að tillaga um
greiðslu arðs að fjárhæð 800 milljónir
króna yrði lögð fyrir aðalfundinn.
Eigið fé Eikar var 32,6 milljarðar
króna um nýliðin áramót og eiginfjár-
hlutfall 31,7%. Félagið tapaði hins vegar
235 milljónum króna á fyrsta fjórðungi
þessa árs.
Stjórn Eikar vill ekki
greiða 800 milljóna arð