Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 5
B L I K
3
frönsku þjóðinni fjötur um fót,
af því að hún misnotaði það.
Af því hlaut hún hörmungar
miklar og vandræði, svo að
hún hefur neyðzt til að afsala
sér því um stund og kjósa á sig
fjötra í frelsisstað, einveldi.
Nákvæmlega svona er því var-
ið með einstaklinginn, sem fer
óskynsamlega með frelsið sitt,
notar ekki skynsemina, en hlýð-
ir einvörðungu rödd tilfinninga-
lífsins til að velja og hafna í
lífinu, 'hann verður ófrjáls í
einni eða annari mynd. Við ein-
staklingarnir erum í einu og
öllu skuggi eða smækkuð mynd
af þjóðfélaginu í heild. Við lút-
um nákvæmlega sömu lögum
eða lögmálum, þó að við oft
og tíðum gerum okkur ekki
grein fyrir því.
Þannig er þessu vissulega
oft varið um það, sem lífið rétt-
ir að okkur, illt eða gott, við
verðum að kunna að velja eða
hafna, hafa vit og manndáð til
þess. Þetta gildir jafnt um
hvern einstakling eins og þjóð-
félagsheildina.
Englendingar höfðu um langt
skeið næstum ótakmarkað
frelsi til að stunda fiskveiðar
uppi við íslenzka landssteina.
^að sem þá skorti á fullkomið
frelsi í þeim efnum, tóku þeir
gjarnan með valdi. Svo kom að
því, að við Islendingar mót-
uiæltum og gerðum kröfur um
12 mílna landhelgi, því að við
töldum veiðifrelsi Englendinga
hér við land og annarra útlend-
inga skerða lífsafkomu okkar
og leiða til skorts og óhamingju
allri íslenzku þjóðinni, þá fram
líður. Öll þessi átök hinnar litlu
þjóðar við stórveldið er okkur
öllum í fersku minni, þó að
aldur okkar flestra sé ekki hár.
Nú höfum við Islendingar
fengið skert frelsi útlendinga
til þess að veiða fisk á næsta
landgrunni, okkur sjálfum, að
við teljum, til farsældar. Þessa
frelsiskerðingu teljum við okk-
ur lífsnauðsyn.
Margur hefur legið okkur
bindindismönnum það á hálsi,
að við viljum hefta frelsi
manna til áfengisneyzlu, af því
að sýnt er að mönnum er mjög
ábótavant um að velja og hafna
1 þeim efnum, og áfengisneyzl-
an leiðir af sér margskonar
'hörmungar, sálarlegt og efna-
legt niðurdrep fjölda manna,
rétt eins og landhelgisveiðar
útlendinga hér við land hafa
valdið þessari þjóð. Við viljum
margir hverjir ,,taka flöskuna
frá áfengisneytandanum", til
blessunar honum sjálfum, fjöl-
skyldu hans og þjóðfélaginu,
rétt eins og við viljum taka
landgrunnið okkar frá erlend-
um „veiðiþjófum", eins og við
köllum þá stundum í gremju
okkar, af því að fiskveiðar
þeirra skaða okkur, valda
okkur hörmungum. Því verður