Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 25
B L I K
23
urgarði og formaður. Hann var
ættaður frá Strönd í Vestur-
Landeyjum. Kona Brynjólfs
var Jórunn Guðmundsdóttir.
Meðal barna þeirra voru Hall-
dór blindi, er síðast bjó í Hafn-
arfirði, og Margrét, kona Hann-
esar lóðs á Miðhúsum. Brynj-
ólfur lézt árið 1874.
Ingimundur Jónsson bóndi og
formaður á Gjábakka. Hann
var Skaftfellingur að uppruna,
fæddur 20. ágúst 1829. Ingi-
uiundur var kunnur maður á
sinni tíð, hlaut m. a. virðingar-
stöður í Herfylkingunni. Böm
Ingimundar og Margrétar, konu
hans, urðu þekktir borgarar
þessa bæjar, svo sem Kristján
á Klöpp, Jón í Mandal og Þór-
anna ljósmóðir í Nýborg. Hann
lézt 25. apríl 1912,
Ámi Diðriksson, bóndi og for-
maður í Stakkagerði, var frá
Hólmi í Austur-Landeyjum.
Bróðir hans var Þórður, hinn
kunni Mormónatrúboði. Ámi
var merkisbóndi, hreppstjóri
um skeið og flokksforingi í Her-
fylkingunni. Ámi var kvæntur
Ásdísi Jónsdóttur frá Berufirði.
Dóttir þeirra hjóna var merkis-
konan Jóhanna, er átti Gísla
Lárusson, gullsmið og útvegs-
bónda í Stakkagerði. Árni Dið-
viksson hrapaði til bana í Stór-
höfða árið 1903.
Carl Roed veitingamaður.
Hann var fæddur í Danmörku
1822, en lézt í Eyjum 29. des.
1896. Hann var beykir að iðn.
Var félagi í LV til æviloka og
las jafnan mikið. Seinni kona
Carls var merkiskonan Ane
Johanne Griiner, sem raunveru-
lega rak veitingahúsið.
Bjarni Ólafsson bóndi og for-
maður í Svaðkoti. Hann var
fæddur að Steinmóðarbæ undir
Eyjaf jöllum 22. jan. 1836. Kona
Bjarna var Ragnheiður Gísla-
dóttir, ættuð úr Fljóthlíð. Voru
þau 'hjón dugmikil og samhent
í búskapnum. Bjarni fórst af
bát sínum 16. júní 1883. Veður
var gott og sjór sléttur. Var
haldið að illhveli hefði grandað
bátnum. Með Bjarna fórst m.
a. Týli Oddsson, greindur mað-
ur, lengi í lestrarfélaginu. —
Meðal barna Ragnheiðar og
Bjarna var Guðríður í Brautar-
holti, kona Jóns Jónssonar frá
Dölum.
Jón Jónsson í Gvendarhúsi
var fæddur að Kirkjulandi í A,-
Landeyjum 1833. Jón bjó um
hálfa öld í Gvendarhúsi, þótti
góður bóndi á gamla vísu og
stundaði sjó jafnframt, meðan
orka leyfði. Kona Jóns var
Sesselja, hálfsystir Hannesar á
Miðhúsum. Jón var sérkenni-
legur í háttum og orðheppinn.
Hann var greindur vel, las jafn-
an mikið, einkum fornrit og
fræðibækur. Hann las og dansk-
ar bækur. Jón var í lestrarfé-
laginu til 1892. Hann lézt árið
1919. (Sjá Blik 1956 og 1958,