Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 259
B L I K
257
síldar út af húsinu afráðið 37
aurar.
Þetta vor fékk stjórn Isfé-
lagsins erfitt mál til úrlausnar.
Stjórn Útvegsbændafélags Vest-
mannaeyja fór þess á flot við
Xsfélagsstjórnina f. h. útgerð-
armanna, að félagið veitti út-
gerðinni í heild frest á greiðsl-
um skulda við félagið fyrst um
sinn og þá sérstaklega andvirði
þeirrar síldar, sem lægi til
geymslu í íshúsinu og úthlutað
hafði verið hinum mörgu út-
gerðarmönnum, sem skiptu við
ísfélagið. Andvirði þessarar
síldar nam um 45000,00 króna.
Bókun sú, sem formaður ísfé-
lagsins, Óiafur Auðunsson, lét
gera til svars við beiðni þessari,
veitir nokkra hugmynd um þá
fjárhagserfiðlei'ka, sem stjórn
Isfélagsins átti við að etja.
Jafnframt er bókun þessi nokk-
ur lýsing á formanninum, sem
aldrei mátti vamm sitt vita í
viðskiptum og naut óskoraðs
trausts einstaklinga og lána-
stofnana, sem við ísfélagið
skiptu. Bókun hans er á þessa
leið:
„I tilefni af framan greindri
umleitun vildi ég fyrst taka
fram: Eins og stjórn Isfélagsins
er kunnugt, hefur félagið sjálft
ekki neitt rekstursfé til kaupa
á síld eða kjöti. Hinsvegar hef-
ur félagið fyrir mína milligöngu
fengið lán í Útvegsbankanum
hér til kaupa á síldinni. Jafn-
framt hefi ég líka f engið Lands-
bankann til að kaupa víxla til
greiðslu á kjötinu. Víxla þessa
hefi ég persónulega lofað fyrir
hönd félagsins að skyldu greið-
ast af andvirði seldrar síldar og
kjöts. Þessi loforð mín hafa
verið tekin gild hjá téðum pen-
ingastofnunum, sem bezt sést á
því, að ekki hefur verið krafizt
frekari trygginga. En samkv.
upplýslngum reikningshaldara
félagsins nú í dag skuldum við
fyrr nefndum peningastofnun-
um kr. 58000,00, sem falla og
eru fallnar í gjalddaga.
Síld sú, sem útgerðarmenn
eiga nú liggjandi hér í húsinu
ónotaða, er um 1500 tunnur.
Er því sú eftirgjöf (á greiðslu-
fresti), sem fram á hefur verið
farið um 45000,00 (að krónu-
tali). En þar sem Isfélagið fyr-
irsjáanlega getur ekki staðið í
skilum á greiðslu á framan-
greindum víxlum, álít ég ekki,
að félagið geti orðið við þeim
tilmælum, sem fram á hefur
verið farið Einnig vil ég taka
það fram, að ekki muni verða
að ræða um nein veruleg síldar-
kaup á þessu ári, þar sem út-
vegsmenn eiga nú hér liggjandi
um 1500 tunnur af síld. Því má
gera ráð fyrir, að sá tekjumiss-
ir muni nema um kr. 24000,00
fyrir félagið á næsta ári. Er
það sá munur, sem lagður er til
grundvallar á innkeyptri síld,
kominni í hús, og útsöluverði