Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 324
322
B L I K
Magnús Guðmundsson bóndi á Vestur-
húsum og formaður. Myndin er tekin um
pað bil, sem hann lék Jón sterka i
Skugga-Sveini.
mikið, bæði til leiksýninga og
skemmtana auk fundahalda.
Um þessar mundir var mikill á-
hugi fyrir leiklist hér og leikið í
öllum húsum eftir því sem á stóð,
Gúttó, Kumbalda og Tangahúsinu.
Aðsókn var góð að leiksýningum,
enda þótt um einhverjar aðrar
skemmtanir væri að ræða t. d. fyrr-
nefndar fiskimanna- og fuglamanna-
veizlur, brúðkaupsveizlur o. fl. á
hinum ýmsu tímum ársins. Þær
skemmtanir voru að sjálfsögðu með
allt öðrum hætti og þá ekki allar
beinlínis leið til menntunar, heldur
gleðiveizlur, þar sem Bakkus gamli
var í hávegum hafður.
Það var, að sögn Jóns Jónssonar,
mjög nálægt aldamótunum, að leik-
rit var sýnt hér, sem hét „Sálin
hans Jóns míns". Leikritið hafði
verið gott og vel sótt. Það var
leikið í Tangahúsinu og að hann
minnti fastlega árið 1899 eða 1900.
Þá hefðu leikið Gísli Lárusson, Jón
Einarsson, Jón Jónsson, Asdís Gísla-
dóttir, Guðlaugur Hansson, Edvard
Frederiksen, Guðrún Þorgrímsdótt-
ir og Þorsteinn Sigurðsson. Þá hélt
Jón, að leikritið „Kaupmannsstrik-
ið" hefði verið sýnt í Kumbalda
1900—1901, en „Veðsetti bónda-
sonurinn" eftir Holberg, 3 þættir,
haustið 1902 og fram yfir áramót-
in. Þá hafði Magnús á Vesturhús-
um leikið aðalhlutverkið og gert
það af mestu snilld. Annars hefðu
verið mestmegnis sömu leikendur
sem að undanförnu, t. d. léku Jón
Filippusson og Jóhanna sín síðustu
hlutverk þá í Kaupmannsstrikinu.
Hann sagði, að nokkru síðar, (aðrir
1904 um haustið), hefði verið
leikið „Tólfkóngavitið" af sama
fólkinu, en þó með einhverjum
breytingum, og þá leikið í Tanga-
húsinu. Nýir leikarar hefðu þá ver-
ið með, t. d. Lára Guðjónsdóttir á
Kirkjubæ, sem hefði leikið tvö hlut-
verk, kvenhlutverk og svo einn
kónganna, Jón Jónsson lék þá að
sjálfsögðu Teit stúdent, einn kóng-
anna. Þá sagði hann og, að Sigfús
M. Johnsen hefði leikið í „Tólf-
kóngavitinu," auk hinna fyrri. Sigfús
M. Johnsen lék í fleiri leikritum t.
d. í leikriti eftir Pál J. Árdal árið
1905—06 Ekki mundi hann nafn
leikritsins, en þar hefði verið söng-
ur mikill, elskendaatriði, glens og
gaman. (Sögn hans 1961).. (Um-