Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 339
B L I K
337
„Skyggnu augurí' er eða var
mjög hugþekkt leikrit og einmitt
samið til flutnings fyrir börn og
unglinga.
Með þeim tækniútbúnaði, sem
nú er völ á, t. d. miðað við 1908
—09 og svo 1926, mætti eflaust
sýna leikritið með enn meiri glæsi-
brag í öllum sviðsútbúnaði, mislit-
um ljósum og Ijósakösturum o. m.
fl. Það mundi eflaust verða góð
skemmtun fyrir unga og gamla.
Já, — hversvegna ekki að taka
það til sýningar? Eg veit, að það
yrði betri skemmtun og heilbrigðari
heldur en lélegar kvikmyndir, götu-
ráp, sem nú tíðkast helzt, en eru
miður fagrar sýningar hvor-
tveggja, og unglingum ekki hollar,
ekki sæmandi.
Hitt er svo annað mál, — hvort
skólabörn hafi það mikinn tíma
afgangs frá lestri skólabóka, að
þau treysti sér til að bæta á sig
lærdómi hlutverka í leikriti.
Sem fyrr getur var árið 1909 að
ýmsu leyti merkilegt ár í sögu leik-
listar hér í Eyjum. Það ár var Kven-
fél. Líkn stofnað að tilhlutan Hall-
dórs Gunnlaugssonar héraðslæknis.
Eg hef áður getið f járhæðar þeirrar,
er hann afhenti félaginu á stofn-
fundinum frá leikflokki Eyjanna,
frá starfsemi hans tvö undanfarin
ár. Eins og nafn kvenfélagsins
bendir til, er það fyrst og fremst
líknarfélag. Fáum hefir verið kunn-
ara um þörfina fyrir líknandi hend-
ur og fjárhagslegan stuðning við
fátæka meðal almennings, en ein-
mitt lækninum. Hverjum var betur
trúandi til þeirra líknarstarfa en
einmitt kvenfólkinu. Líknandi eig-
inleikar eru því meðfæddir.
Læknirinn sá einnig, að til þess
að félagið gæti fylgt stefnuskrá
sinni, yrði það að afla sér fjár á
einhvern raunhæfan hátt. Meðlima-
gjöldin voru lág og hrukku
skammt, ef til fjárhagslegs stuðn-
ings við aðra kæmi. Halldór hafði
hugsað málið og hann fann líka
leiðina til tryggrar fjáröflunar.
Hann hafði sem sagt unnið mjög
mikið að leikstarfseminni undanfar-
in ár, eða frá því að hann flutti
til Eyja. Hann hafði kynnzt þeirri
starfsemi vel og séð, að hún var
rétta leiðin, — sú leið, sem kven-
félagið átti að feta til þess að afla
sér starfsfjár. Leiðin var örugg og
jafnframt mikið menningaratriði
fyrir þorpsbúa, sem sýnt höfðu, að
þeir voru fróðleiks- og mennta-
þyrstir. Halldór hvatti þessvegna
kvenfélagið eindregið til leiksýn-
inga á vegum þess og hét því allri
sinni aðstoð í framkvæmdinni og
leiðbeiningum, bæði á leiksviði og
utan þess, eftir því sem embættis-
störf hans frekast leyfðu. I kvenfél.
ríkti mikill áhugi, enda var það
lífsspursmál fyrir starfshugsjón þess.
Tillögu læknisins var því tekið með
fögnuði og samþykkt sem sjálfsögð
fjáröflunarleið. Konurnar hétu því,
að fá eiginmenn sína og vini í lið
með sér. Þær voru margar hverjar
sviðsvanar og menn þeirra sumir
vel þekktir leikarar hér. Það var