Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 20
18
B L I K
urssonar, Hrólfur og Narfi,
voru ihinir fyrstu á sviði hér og
nutu mikillar hylli. Allar til-
kynningar um mannamót og
opinberar tilskipanir voru fest-
ar upp við kirkjudyr.
Bókakostur var ærið fábreytt-
ur, sem von var. Mest nauðsyn
þótti, að eignast einhverja guðs-
orðabók, svo komu þá ef til vill
nokkrar rímur og fornsögur.
Um miðja öldina voru hér 36
biblíur, 27 passíusálmar, 28
Sturms'hugvekjur, 9 grallarar
og 100 Sjöorðabækur, en séra
Jón Austmann hafði gengizt
fyrir því, að útvega eyjabúum
nokkuð af guðsorði.
Sögulestur var einkum iðk-
aður frá veturnóttum til ver-
tíðar. Voru mest lesnar íslend-
ingasögur, Noregskonungasög-
ur og rímur kveðnar. „Fólk las
aðeins bækur á íslenzku“, segir
Sigfús M. Johnsen í Vestmanna-
eyjasögu. Bækur á dönsku voru
líka lesnar nokkuð, eins og að
verður vilkið síðar.
Á vordögum 1862 stofna þeir
Bjami E. Magnússon sýslu-
maður, séra Brynjólfur Jónsson
og Bryde kaupmaður lestrar-
félag, eitt með þeim fyrstu á
landinu. Tveim árum síðar
stofnar presturinn bindindisfé-
lag, með góðum stuðningi sýslu-
manns. Fleiri nytsöm félags-
samtök fylgdu í kjölfarið. Það
var vor í lofti. Fólkið var farið
að hrista af sér hlekki margra
alda kúgunar. Viðreisnin var
hafin. I Vestmannaeyjum bar
hæst tvo brautryðjendur, hand-
hafa hins veraldlega og andlega
valds, Bjarna sýslumann og
klerkinn á Ofanleiti. Enn í dag
tala verk þeirra af blöðum sög-
unnar.
STOFNAÐ LESTKARFÉLAG
VESTMANNAEYJA
Bjarni E. Magnússon hafði
ekki verið nema eitt ár í Eyj-
um, er hann hófst handa um
stofnun samtaka til þess að
efla framfarir og menningu í
byggðarlaginu. Árið 1862 stofn-
ar ihann Skipaábyrgðarfélagið
og það sama ár Lestrarfélag
Vestmannaeyja. Hafði hann
fengið tii liðs við sig þá séra
Brynjólf á Ofanleiti og Bryde
kaupmann. Þeir félagar sömdu
þá ávarp til Eyjamanna, sem
trúlega hefur verið látið ganga
rétta boðleið milli bæja og tómt-
húsa. Reglugerð fyrir 'hið vænt-
anlega félag fylgdi ávarpinu,
ódagsett en skrifuð í júní 1862
með rithönd séra Brynjólfs, en
auk hans undirrituðu reglugerð-
ina Bjarni sýslumaður og J. P.
T. Bryde kaupmaður. Málið
dregur dám af embættismanna-
stíl þeirrar tíðar.
Athugagrein um stofnun
lestrarfélagsins, eftir Bjama
E. Magnússon, er birt í Þjóð-
ólfi 24. sept. 1863, en útlán hóf-
ust 14. sept. það ár. Reglugerð-