Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 103
B L I K
101
prófað í, en einkunnirnar eru: á-
gætlega, dável, vel, sæmilega, lak-
lega illa, eða í tölum 6, 5, 4, 3,
2 og 1 Meðaltal þessara einkunna
mynda aðaleinkunn.
Skýrslu um prófið undirskrifaða
af prófdómendum og kennara, skal
láta skólanefndinni í té.
9. gr.
Eigi skal kennt í desember, eftir
að jólafríinu er lokið. Svo skal og
vera tveggja daga leyfi á undan
hvoru prófi. Þar að auki má hlutað-
eigandi kennari veita leyfi ein-
staka daga eða stundir, þegar sér-
stakar ástæður eru til þess. Sókn-
arpresturinn gætir þess, að þetta
sé ekki misbrúkað og að kennar-
inn yfir höfuð ræki skyldur siínar.
10 gr.
Kennari við skólann og laun hans
ákveðin af sýslunefndinni, hvort-
tveggja eftir tillögum skólanefnd-
arinnar.
11. gr.
Upphæð kennslueyrisins ákveður
skólanefndin árlega. Þó skal hann
ekki fara fram úr 12 krónum á ári
fyrir foörn, sem eiga heima í Vest-
mannaeyjum, og 18 krónur fyrir
börn, sem eiga heima annars stað-
ar. Hann skal greiddur fyrir lok
skólaársins. Séu fleiri en eitt barn
frá sama heimili, skal kennslueyr-
irinn y3 minni fyrir annað barnið
en hið fyrsta, V2 minni fyrir þriðja
°g fyrir fjórða barnið ’/i af heilum
kennslueyri. Séu fleiri en 4 börn
frá sama heimili, skal ekkert greitt
fyrir þau, sem umfram eru, en þó
er Þessi eftirgjöf kennslueyris fyrir
fleiri börn frá sama heimili bundin
Því skilyrði, að börnin séu kostuð
til skólagöngu af sama manni.
12. gr.
Skólanefndinni ber að innheimta
kennslueyrinn og aðrar tekjur
skólans, borga út gjöld hans, halda
nákvæman reikning yfir tekjur
hans og gjöld og senda sýslunefnd-
inni afrit af þeim reikningi í lok
hvers skólaárs.
13. gr.
Skólanefndin hefur umsjón með
áhöldum skólans og skólahúsinu,
sér um, að því sé haldið hreinu, og
að handa hverju barni séu að
minnsta kosti 90 teningsfet loftrúm
jafnan í skólastofunni.
14. gr.
Skólanefnd'n skal í tækan tfrna
árlega senda stiftsyfirvöldum glögga
skýrslu um hag skólans, skýrslu
um árspróf hans og afrit af árs-
reikningi um tekjur hans og gjöld
og þau fylgiskjöl, sem í því efni
eru nauðsynleg.
Þannig samin og af sýslunefnd-
inni samþykkt á sýslufundi 17. des.
1890.
Vottar
Oddgeir Guðmundsen.
Reglugjörð þessi er hér með
staðfest.
Stiftsyfirvöld íslands, Reykjavík,
20. maí 1891.
Hallgrímur Sveinsson.
Eins og reglugerðin ber með
sér, er hér æði mikið vald yfir
starfi skólans dregið úr hönd-
um sýslunefndar. Presturinn er
sjálfkjörinn formaður skóla-
nefndarinnar, og sýslunefndin
kýs aðeins einn mann í hana í
stað þriggja áður. Skólanefndin
kveður á um skólagjaldið í stað
sýslunefndar áður. Skólanefnd
virðist einnig eiga að ráða ráðn-
ingu kennara og afráða laun
hans, enda þótt sýslunefndin