Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 321
B L I K
319
var í þann tíma við leikstarísem-
ina fyrrnefnt fólk, þ. e. frá árunum
1889—93. Þá var kominn í hópinn
t. d. í Tólfkóngavitinu, Jón Jóns-
son, Hlíð, en hann fluttist til Eyja
1893. Jón var sagður ágætur leik-
ari og átti eftir þetta að koma mjög
við sögu leiklistar í Eyjum. I Tólf-
kóngavitinu lék hann Teit stúdent
og Imbu á klossunum? (sögn hans
sjálfs). Oddur Arnason, Oddsstöð-
um, var ekki við leikstarfsemina
nema 1896. Hann lézt úr lungna-
bólgu 8. ágúst þ. á.
I leikritinu segir, að kóngarnir
12 hafi verið þessir:
Húsbóndinn og Felix eru tveir,
Þorkell þófari, þrír,
Marteinn malari, fjórir,
Filippus fjallkóngur, fimm,
Marteinn meinlausi, sex,
Lýður lausamaður, sjö,
Jón tófusprengur, átta,
Gunnar gutlari, níu,
Teitur stúdent, tíu,
Jörundur hattari, ellefu,
Magnús sálarháski, tólf.
Ekki má gleyma að minnast
Guðlaugs Hanssonar í Litlabæ.
Hann lék í þessum leikritum og
fórst það mjög vel. Atti hann þá
eftir að sýna og sanna, að hann
var gæddur miklum leiklistarhæfi-
leikum, enda lék hann hér í mörg
ár við ágæta dóma almennings.
Hann hafði byrjað leikstarfsemi um
tvítugt í leikritinu „Hinn þriðji".
Ekki veit ég með vissu, hvenær
Guðlaugur Hansson hætti leik-
Guðlaugur Hansson.
starfseminni, en það var ekki fyrr
en hin síðari árin og hefir síðasta
hlutverk hans líklegast verið Grasa-
Gudda í Skugga-Sveini 1921, a. m.
k. hef ég ekki rekizt á hann meðal
leikenda eftir þann tíma. Við það
er og að athuga, að hann flutti um
tíma til Reykjavíkur.
Annars hefði hann ef til vill
leikið lengur, enda þótt hann hafi
árið 1921 verið búinn að starfa
hér að leiklist í tæp 30 ár, og leikið
meira og minna nær ár hvert. Er
fyllilega óhætt að telja Guðlaug
Hansson einn hinna styrkustu mátt-
arstólpa leikflokka í Eyjum fyrr á
árum, þeirra, sem ekki voru bundn-
ir hinu eiginlega Leikfélagi Vest-
tnannaeyja, eftir að það var stofn-
að.
Finnur Sigmundsson, Uppsölum,
virðist hafa tekið að sér Grasa-