Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 335
B L I K
333
son, hinn nýi héraðslæknir Eyjanna,
sem kom til starfs hér 1906 í
júnímán. Er sagt að þeir hafi túlkað
mjög skemmtilega sannar glettur,
þeir Frederiksen og Halldór, og
Jóhannes verið mjög skemmtilegur
Mads, þótt stór væri. (Fáir stærri
menn í þorpinu).
Skömmu eftir þetta var svo leikið
„Kvöldið fyrii kóngsbænadaginn".
Það var leikið í Kumbalda og þótti
takast mjög vel. Er talið fullvíst, að
þar hafi Halldór Gunnlaugsson
stjórnað leik og enda leikið sjálfur,
er og sagt að hann hafi verið lífið
og sálin í leiðbeiningum, og hefir
það gert sitt til þess að vel mætti
fara.
Síðla hausts 1908 eða nálægt há-
tíðum var leikritið Skugga-Sveinn
leikinn í Kumbalda við mikla að-
sókn eins og áður. Hlutverkaskipan
var sem hér segir:
Skugga-Svein lék Guðmundur
Felixson.
Lárenzíus, Guðjón Jónsson, Oddsst.
Ástu, Oddný Jónasdóttir, Vilborg-
arstöðum.
Harald, Jóhann Þ. Jósefsson, Fag-
urlyst.
Ögmund, Olafur Sigurðss., Strönd.
Grasa-Guddu, Guðlaugur Hansson,
Fögruvöllum.
Sigurð í Dal, Helgi Guðmundsson,
Dalbæ.
Möngu, Jónína Jónsd., Steinholti.
Jón sterka, Magnús Guðmundsson,
Vesturhúsum.
Smala-Gvend, Tómas Guðjónsson,
Sjólyst.
Galdra-Héðinn, Guðm. Felixson.
Helga stúdent, Jóh. Jónss. Brekku.
Grím, Guðlaugur Hansson.
Ketil skræk, Hjálmrún Hjálmars-
dóttir, Vegamótum.
Grana, Geir og Hróbjart er ekki
vitað um, en fólk telur, að Jóhann
Jósefsson hafi leikið Hróbjart.
Það segir og, að sýning þessi hafi
verið mjög góð og henni vel tekið.
T. d. hafi Guðjón á Oddsstöðum
gert hlutverki sýslumannsins frábær
skil; Jóhann hafi leikið Harald með
mestu prýði og þau Oddný á Vil-
borgarstöðum verið saman valin í
hlutverkum Haraldar og Ástu.
Hefði Oddný sungið mjög vel.
Jónína og Oli á Strönd hefðu sýnt
þarna sérlega skemmtilegan leik,
enda var sagt, að Ólafur væri alveg
ómissandi í gervi Ögmundar og
enginn gerði hann jafn eftirminni-
legan áhorfendum. Guðlaugur var
bráðsnjall í Grasa-Guddu, og er
það eflaust bezta hlutverk, sem
hann fór með á sinni tíð. Fólk virð-
ist ekki hafa verið eins ánægt með
Guðmund í Skugga-Sveini og
fannst hann ekki ná góðum tökum
á hlutverkinu. Sagði Guðjón á Odds-
stöðum, að Jón Filippusson hefði
hins vegar verið frábærlega góður í
Sveini gamla og Jóhanna kona hans
ógleymanleg í hlutverki Ástu. Frá
fyrstu tíð hefir leikritið notið hér
almennra vinsælda. Fólk verður
aldrei þreytt á að sjá það. Fram til
þessa hefir það líklega verið leikið
hér oftar en víðast annarsstaðar t.