Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 17
B L I K
15
„Uppá eldivið eru bágindi,
þar hér er mjög lítil þangf jara
og forslær ekki til svo margra
Verður fólkið að vera ánægt,
svo sem annarsstaðar við sjáv-
arsíðuna, með það lítið sem
fellur af kúateðslu og hörðum
fiskbeinum, af hverjum beinum
sérdeilis mjólkurmaturinn fær
vansmekk."
Svo segir séra Gissur Péturs-
son í lítilli tilvísan um Vest-
mannaeyja 'háttalag og bygging
1687—1713. Og hann bætir við:
,,Allar eyjar eru með annmörk-
um plaga menn að segja.“
Séra Jón Austmann víkur að
þessu sama vandamáli. Hann
segir, að vatnsskorturinn sé
slæmur, þurfi því að sækja vatn
í Dalinn, jafnvel frá bæjum fyr-
ir ofan Hraun. „Liggur við, að
ókostir hafi yfirhönd, þó einn
lífvænlegasti hluti landsins.“
Þá voru engir brunnar nema
smáholur grafnar í jörðu, en
vatn sótt í ankerum eða skjól-
um í Dalinn, Gamla Póst eða
Vilpu. Fólk innan Austurgirð-
ingar og í nokkrum tómthúsum,
sótti vatn í Vilpu, „í hverja
rann þó mikil óklárindi“ frá
næstu bæjum.
Þrátt fyrir „óklárindi“ neyzlu-
vatnsins varð ekki sannað, að
notkun þess hafi valdið sjúk-
dómum. Versti vágesturinn var
hinn ægilegi ginklofi, sem drap
um % ungbarna á fyrsta ári.
Varla hefur þrifnaði verið
öllu meira áfátt hér en í öðrum
sjóplássum, en samt getur hér-
aðslæknirinn ekki orða bundizt
um þetta í bréfi til Jóns Hjalta-
líns landlæknis. Læknirinn,
Magnús Stephensen, skrifar m.
a.:
„Úr þessum asnakjálka ætla
ég mér til gamans að hripa yður
fáeinar línur. Fréttirnar eru
héðan engar, eins og lög gera
ráð fyrir, því hér er ekki hugs-
að um annað en fýl og lunda,
og svo er sóðast áfram eins og
bezt má. Já, svínaríið 'hérna,
það tekur í hnúkana, og að
dónarnir skuli halda heilsu í
þessum kofum, það gengur yfir
mig; forimar eru rétt við bæj,-
ardyrnar, og fýlan úr þeim
leggur inn í bæinn, sem undir
er fullur af fýladaun og alls-
konar óþverra. En þarna hýr-
ast þeir í þessum kompum, og
líður vel, nema hvað lúsin ónáð-
ar þá . . . Ég er búinn að biðja
'sýslumanninn að skipa þeim að
færa forimar, en hvort þeir
hlýða því, er nú eftir að vita,
því engin eru hér lög um ó-
þverraskap og þessháttar, því
síður um, að þeir ekki megi búa
í hvaða kompu sem er. Einn býr
hér í gömlu hænsnahúsi, og
þykir veglegt." (Bréf skr. 24.
sept. 1864).
Eyjabúar lifðu á landsins
gæðum að mestu, enda lengst-
um gott til matfanga. Fiskur,
nýr eða saltaður, var aðalfæð-