Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 33
B L I K
31
um er getið útgáfuárs, en sjald-
an útgáfustaðar. Flokkunin er
þessi: I. Guðfræði; II. Stjórn-
fræði og lögfræði; III. Lækn-
inga- og 'heilsufræði; IV. Nátt-
úrufræði og jarðyrkjufræði; V.
Sagnfr. og landafr.; VI. Islend-
ingasögur og fornfræðirit; VII.
Kvæði, skemmtisögur og skáld-
skaparrit; VIII. Ýmislegs efnis.
— Fjórir flokkar hafa fleiri rit
á íslenzku en dönsku: Þrír
fyrstu flokkarnir og sá síð-
asti. Náttúrufræðin á aðeins 4
rit á íslenzku, en 20 á dönsku.
Sagnfræði á 43 rit á íslenzku,
en 156 á dönsku. Skáldrita-
flokkurinn á aðeins 35 bækur á
íslenzku, en 143 á dönsku. Þar
eru m. a. sögur Marryats, sem
njóta enn svipaðrar hylli og
fyrir hundrað ánim, þar er sá
góði vindmylluriddari Don
Quixote í 5 bindum. Þar er bók
um Hvad man kan see gratis
paa Gaden, bók um dauðasynd-
irnar sjö, harla vinsæl. 1 þá
daga gátu menn fræðst um Can
Can, því þar var m. a. En Can-
can Danserindes Memoirer.
Af þeim 500 bindum, sem
y°ru í lestrarfélaginu í Eyjum
árið 1869 eru enn til nokkuð á
annað hundrað bindi, en marg-
ar fágætustu og dýrustu bæk-
urnar eru löngu glataðar eða
uppslitnar.
Byrsta áratuginn var því bóka-
eign lestrarfélagsins að megin-
hluta á dönsku, enda bókaút-
gáfa lítil hér á landi í þann tíð.
Til marks um það er, að á ár-
unum 1852—60 komu út 350
bækur og bæklingar á Islandi,
en nokkuð var prentað í Khöfn.
I bókaskránni 1869 eru aðeins
150 bækur á íslenzku, en 356 á
dönsku. Af ritum á íslenzku er
helzt að nefna Skírni, Ný Fé-
lagsrit, Þjóðólf, Landhags-
skýrslur, fornritin, Heljarslóð-
arorustu og Gandreið, Pilt og
stúlku, 1001 nótt, nokkrar rím-
ur og ljóðabækur. Á dönsku var
margt sögulegra rómana og
fræðirita um ýmiskonar efni.
Bjarni sýslumaður var mjög
ötull í útvegun bóka. Auk þess,
er keypt var fyrir innkomin ár-
gjöld, leitaði hann til áhrifa-
mikilla aðila í þessu skyni.
Sennilegt er, að hann hafi skrif-
að Jóni Sigurðssyni um stofnun
lestrarfélagsins og leitað stuðn-
ings hans. Bjarni hafði kynnzt
Jóni forseta á háskólaárunum í
Höfn og mat hann mikils. Jón
forseti sendi mörgum lestrarfé-
lögum bókagjafir og hinu ný-
stofnaða félagi í Eyjum sendi
hann myndarlega gjöf. Var Jón
kosinn heiðursforseti lestrarfé-
lagsins á aðalfundi þess 13. júní
1863, samkvæmt tillögu Bjama
sýslumanns. Segir í fundargerð,
að „herra alþingismaður og
skjalavörður Jón Sigurðsson í
Kaupmannahöfn, riddari danne-
brogsorðunnar, hefur mik-
illega stutt að stofnun félagsins