Blik - 01.05.1962, Blaðsíða 325
B L I K
323
mæli Jóns staðfesti Lára Guðjóns-
dóttir 1961, að væru rétt).
I leikritinu „Brandur" lék Jón
ásamt Júlíönu Sigurðardóttur, Ný-
borg, 1903—04. Mun það leikrit
ekki vera Brandur eftir Ibsen, held-
ur mun höfundur vera Geir Vída-
lín. Þetta hefir Júlíana staðfest að
væri rétt. Leikritið hefði ekki verið
skemmtilegt, en þó hefði verið all-
góð aðsókn að því, því að fólk var
mjög hrifið af hverskonar leiksýn-
ingum. Hún sagði einnig, að Jón
hefði verið ágætur leikari, öruggur,
viss og skemmtilegur á sviðinu.
(Samkv. samtali við Júl. Sig. 1955).
Skömmu eftir að Brandur var leik-
inn, var sýnt lítið leikrit, einþátt-
ungur, er hét „Annarhvor verður
að giftast," og annað smtt, er nefnd-
ist „Misskilningurinn". Þau voru
bæði leikin á vegum stúkunnar.
Ekki veit ég um höfunda að þess-
um leikritum, og verkefnaskiptingu
hef ég ekki heyrt talað um, svo
að víst sé, en þó verið minnzt á
Gísla Lárusson, Erlend Arnason,
Jón Jónsson og Jónínu Jónsdóttur.
Um þetta verður þó ekki sagt með
vissu. Sumir hafa sagt, að þessi
leikrit hafi ekki verið á vegum
stúkunnar, heldur leikflokksins.
Um sama leyti, líklega um vorið
1903, lék leikflokkurinn leikritið
„Kvöldið fyrir kóngsbænadaginn".
Það er í einum þætti og mun vera
eftir S. Neumann. Sagt er, að þá
hafi leikið Gísli Lárusson, Guðjón
Guðjónsson, Asdís Gísladóttir John-
sen — þó ekki fullvíst — Guð-
laugur Hansson og Guðrún Þor-
grímsdóttir. Leikritið var sýnt í
Kumbalda við góðar undirtektir
leikhússgesta og sýnt 3— 4 sinnum.
Árið 1903—04 voru sýndir hér
„Vesturfararnir' eftir Matth. Joch.
Sú sýning var í Kumbalda. Þar lék
Gísli Lárusson séra Gabríel og þótti
skila því hlutverki mjög vel. I
þessu leikriti lék einn nýliði m. a.
Það var Björn Erlendsson í Gerði.
Sagt er, að hann hafi gert sínu
hlutverki sérlega góð skil, og leikið
ótrúlega vel, þar eð hann hafði
aldrei áður komið á leiksvið. Á
sama leikári (1903—04) var ráð-
izt í að leika „Jeppa á Fjalli" eftir
Holberg, leikrit í 4—-5 þáttum.
Snaraði Jóh. Þ. Jósefsson leikritinu
á íslenzku og var leikið eftir þeirri
þýðingu og góðum leiðbeiningum
hans Var mikil aðsókn að sýning-
unum á Jeppa og þótti með ágæt-
um eftir atvikum, bæði leikur fólks-
ins og öll útfærsla. Guðlaugur
Hansson lék Jeppa, en Jón Einars-
son lék Nillu konu hans. Jón í
Hlíð Jónsson lék ráðsmanninn og
Jakob skóara. Konu ráðsmannsins
lék Guðrún Þorgrímsdóttir. Barón-
inn lék Edvard Frederiksen og bú-
stjórann Gísli Lárusson. Einhverjir
léku þar fleiri. Ekkert er vitað,
hver lék Eirík o. fl. Jón í Hlíð átti
þarna ágætan leik í tveim hlut-
verkum, sennilega hans bezm hlut-
verk fram að þeim tíma. Hvíslari
var Þorsteinn Johnson, Jómsborg,
og aðstoðarmaður á leiksviðinu.
Jeppi var sýndur í „Kumbalda".